FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 28

FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 28
sem fyrr er getið um rafrænt umsóknarferli. M.a. er þar ákvæði um afhendingu upplýsinga á grundvelli upplýsts samþykkis sem umsækjanda er ætlað veita með því að merkja við í tiltek- inn reit. Er þetta samþykki lykilatriði í umsóknarferlinu þar sem það er grundvöllur þess að þeir sem fara með framkvæmd laganna geti sótt allar nauðsynlegar upplýsingar. Það að ríkis- skattstjóri fari með framkvæmd laga nr. 35/2014 felur ekki f sér að jafnframt megi nýta hefðbundnar heimildir ríkisskattstjóra til að kalla eftir upplýsingum til að sannreyna ákvörðun skatta og gjalda í því skyni að ákvarða forsendubrest lána í samræmi við lög nr. 35/2014, heldur þarf að liggja fyrir sérstakt samþykki umsækjanda á notkun slfkra upplýsinga. Lagaáskilnaður þessi um notkun upplýsinga er eftirtektarverð- ur og augljóslega má gagnálykta að afhending upplýsinga til ákvörðunar leiðréttingarfjárhæðar getur því aðeins farið fram að umsækjandi hafi veitt upplýst samþykki sitt. Fyrrnefnt upplýst samþykki er þannig athyglisvert út frá þeim sjónarmiðum sem almennt gilda um afhendingu upplýsinga til ríkisskattstjóra, en ekki sfður um hvað verði ef upplýsta samþykkið er ekki til stað- ar. Bregðist slíkt samþykki f umsóknarferlinu felur það sjálfkrafa í sér að umsókn verður ekki tekin gild. Ýmis annar lagalegur munur er á ákvæðum laga nr. 35/2014 og skattalögum. Meðal endurskoðenda og annarra atvinnufram- teljenda eru vel þekkt ákvæði 101. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt með áorðnum breytingum. Það ákvæði felur í sér heimild til að taka við síðbúnum framtölum eða leiðréttingum á fyrri skattskilum. f lögum nr. 35/2014 er ekkert slíkt ákvæði, og þannig er aðila sem ekki sótti um leiðréttingu á réttum tíma engin heimild veitt til að senda inn síðbúna umsókn. Sömuleiðis er ekki heimild fyrir aðila sem ekki luku umsóknar- ferlinu innan umsóknarfrests að krefjast þess allt að einu að umsókn verði tekin gild. Heimildir ríkisskattstjóra til að fallast á umsókn við þær aðstæður þegar umsækjandi hefur af einhverj- um ástæðum ekki lokið umsókn sinni eru þannig afar takmark- aðar og ráðast af almennum ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þegar horft er til þess hve hlutverk ríkisskattstjóra við fram- kvæmd leiðréttingarinnar er í reynd ólíkt öðrum verkefnum embættisins, auk þess sem fyrr var nefnt um muninn á laga- grundvelli leiðréttingarverkefnisins og annarra starfa rlkisskatt- stjóra, sbr. t.d. notkun lagaheimilda, lá beinast við að ríkisskatt- stjóri afmarkaði stjórnsýslu tengda lögum nr. 35/2014 algjör- lega frá öðrum lögbundnum verkefnum sínum. Átti þetta við um húsnæði, faglega og tæknilega vinnu og einnig þjónustu við umsækjendur. Ekki kom til greina annað en að sérstakt vef- svæði og nýtt símanúmer yrðu sett upp og að nýir starfsmenn fengnir tímabundið í þetta verkefni. Fljótlega kom þó í Ijós að verkefnið var margfalt flóknara og umfangsmeira en nokkur hafði talið það vera. Hugmyndafræðin um að bæta upp forsendubrest sem orðið hafði 6 árum áður var í sjálfu sér einföld, en aðstæður höfðu gjörbreyst frá þess- um tíma. Lán höfðu farið á milli fjármálastofnana og fengið ný númer, mikill fjöldi fólks hafði breytt um hjúskaparstöðu og fjölmargir aðilar bjuggu að öðru leyti ekki við sömu aðstæður og á forsendutíma. Ný hugtök eins og forsenduheimili og ráð- stöfunarheimili urðu til við framkvæmd laganna og fór mikil vinna í skilgreiningu þeirra. Síðast en ekki síst kom í Ijós að mjög var breytilegt hvort lán höfðu á forsendutíma verið rétti- lega færð inn á skattframtal í kafla 5.2 og 5.5. Strax varð Ijóst að gera þurfti sk. heimilaskrá, þ.e. skrá yfir íbúa i húsnæði því sem á hvíldu lán er njóta skyldu leiðréttingarinnar. Leitað var til skráarhaldara fasteignaskrár og þjóðskrár og óskað eftir að slík heimilaskrá yrði gerð en sá aðili taldi að verkefnið tæki tvö ár og því varð að leita annarra úrræða við að koma skránni upp. Að öllu framangreindu virtu var Ijóst að leiðréttingin yrði ekki veruleika nema lykilstarfsmenn ríkisskattstjóra og þeirra hug- búnaðarhúsa sem fyrir embættið störfuðu kæmu að verk- efninu. Þeim starfsmönnum sem ráðnir voru nýir inn var fyrst og fremst ætlað að þjónusta umsækjendur um leiðréttingu en skipulagning, leiðbeiningagerð, hönnun, stjórnun og umsjón lagalegra mála var öll í höndum reyndustu starfsmanna ríkis- skattstjóra. Allstór hópur umsækjenda þurfti samhliða umsókn sinni að sækja um breytingar á framtölum. Lán sem sannarlega voru ætluð til húsnæðisöflunar höfðu í þeim tilfellum ranglega verið færð í kafla 5.5 á framtali, en umsækjendur ekki sérstak- lega hirt um gera breytingar þar sem þeir höfðu á þeim tíma engan ávinning af slíku og skattalega skipti engu hvort fjárhæð væri í kafla 5.2 eða 5.5. Leiðréttingin breytti þessu þar sem skyndilega var réttur bundinn við það í hvorn kaflann fjárhæðin var skráð og því varð að leita eftir breytingum á framtali. Til að bregðast við þessu voru þeir starfsmenn ríkisskattstjóra sem venjulega sinna slíkum breytingum á framtölum fengnir til úrvinnslu þessara erinda og þannig þátttöku í framkvæmd leið- réttingar. Slíkt var augljóslega bagalegt vegna þeirra áhrifa sem þessar tilfærslur höfðu á reglubundin verkefni embættisins en kosturinn var að þessir starfsmenn kynntust betur þeirri raf- rænu stjórnsýslu sem þarna var unnið með og forsendum hennar. Gaf þessi reynsla augljós fyrirheit um aukna möguleika á sviði rafrænnar stjórnsýslu í öðrum verkefnum ríkisskatt- stjóra. IV. Umgjörðin um rafræna stjórnsýsluframkvæmd tengda leiðrétt- ingunni var sérstakt vefsvæði, leidretting.is, sem sérstaklega var smíðað fyrir verkefnið. Hófst ferlið eins og það horfði við almenningi með hvelli við opnun vefsvæðisins, en mikill fjöldi skráði sig þar inn fyrsta sólarhringinn. Fjöldi umsókna barst þá þegar en síðan áfram jafnt og þétt þann tíma sem heimilt var að sækja um, þ.e. til og með 1. september 2014. Alls bárust 69.000 umsóknir frá samtals 105.000 einstaklingum. Umsóknarferlið var haft eins einfalt og mögulegt var og gekk sá þáttur framkvæmdarinnar mun betur en nokkur reiknaði með. Greinileg eftirvænting var meðal fólks eftir því að geta sent inn umsókn og tóku menn við sér strax og opnað var. Álagstopparnir voru miklir í upphafi þegar flestar umsóknir bár- 26 • FLE blaðiðjanúar2015

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.