FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 32

FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 32
Samanborið við starfsemina á íslandi eru Danir almennt yngri þegar þeir hefja störf á endurskoðunarstofum. Nokkuð algengt er að þeir hefji störf eftir útskrift úr framhaldsskólum og hefja á sama tíma háskólanám sem þeir sinna með vinnu. í háskóla- náminu (sambærilegt BSc. á íslandi) er einnig einblínt töluvert meira á reikningsskil, félaga- og skattarétt en við erum vön á íslandi. Mín reynsla af því að starfsmenn hefja störf ungir að árum er jákvæð og er bæði vinnuveitendum og starfsmönnum í hag. Löggildingarpróf í Danmörku Allir sem þreyta löggildingarprófin í Danmörku fara í gegnum tveggja ára námsferli á vegum FSR (FLE í Danmörku) og skil- yrði fyrir inngöngu er að þátttakendur hafi lokið meistaranámi í endurskoðun og reikningsskilum. Námið hjá FSR inniheldur 5 námskeið, ein vika í senn, þar sem farið er yfir ýmis efni varð- andi endurskoðun, reikningsskil, félaga- og skattarétt o.s.frv. með mikilli verkefnavinnu og mikil áhersla er lögð á tækni við lausn verkefna og þátttöku nemenda í kennslu. Kennsla eryfir- leitt um það bil 10 tímar á dag og því ekki gert mikið annað en að sinna náminu á þessum tíma. Þar að auki eru skilaverkefni bæði fyrir og eftir öll námskeið og æfingapróf tvisvar á ári. Þá eru flestar stærri endurskoðunarstofurnar einnig með eigin verkefnaskil u.þ.b. 6-8 verkefni á ári og mikil áhersla er lögð á að leysa verkefni innan tímaramma því naumur tími er í skrif- legu prófunum. Það fer því mikill tími í undirbúning löggildingar því ofan á þetta kemur hinn hefðbundni undirbúningur fyrir löggildingarprófin eins og við þekkjum á íslandi þar sem við erum frá störfum einhverjum vikum fyrir próf. Fyrirkomulagi löggildingarprófa í Danmörku hefur nýlega verið breytt og var því í fyrsta sinn á síðasta ári skipt í þrjú skrifleg próf og eitt munnlegt próf en áður var því skipt í eitt skriflegt próf og eitt munnlegt próf. Skriflegu prófunum er nú skipt í siðferði og óhæði (2 tímar), endurskoðunaraðferðir, endur- skoðunaráritanir og aðrar áritanir á ársreikninga (6 tímar) og allar aðrar áritanir, skatta, viðskipta- og félagaréttur (4 tímar). Þessum þremur prófum verða þátttakendur að Ijúka í þremur tilraunum á fjögurra ára tímabili áður en þeir fá tækifæri til þess að þreyta munnlega prófið og er algengt að nemendur þreyti fyrstu tvö prófin eftir eitt ár í undirbúningsnámi og þriðja prófi' eftir tveggja ára nám. Þegar þátttakendur hafa náð öllum þrem- ur skriflegu prófunum fá þeir tækifæri til þess að þreyta munn- lega prófið. Þar fá þeir einnig einungis þrjú tækifæri. [ munn- lega prófinu fær próftaki afhent verkefni og hefur 40 mínútur til undirbúnings. Prófið fer fram í sal með 5 prófdómurum og áhorfendum þar sem próftaki kynnir verkefni og lausn sína í 30 mínútur með tilheyrandi spurningum frá aðalprófdómara. í þessum aðstæðum reynir ekki einungis á faglega þekkingu heldur einnig á þroska próftakenda til að taka ákvarðanir undir pressu og standa við þær. Það reynir vægast sagt á taugarnar og er mikil upplifun að sjá þessi próf fara fram. Ég stefni sjálf á að verða löggiltur endurskoðandi í Danmörku og fylgi nú þessu tveggja ára námi á vegum FSR. Ég hef fengið staðfestingu frá viðskiptaráðuneytinu í Danmörku að ég þarf einungis að þreyta munnlegt próf með áherslu á danska löggjöf og sérreglur þar sem ég fékk löggildingu á íslandi á árinu2010. Ég ákvað sjálf að fara líka í gegnum námið hjá FSR og tel það nauðsynlegt til að læra t.a.m. nánar um danskan félaga- og skattarétt. Ég hef þó ekki sömu skyldur varðandi verkefnaskil, þar sem ég mun ekki taka þátt í skriflegu prófunum. Ef allt gengur eftir og tími gefst til undirbúnings, stefni ég á að þreyta munnlega prófið í lok þessa árs. Bryndís Símonardóttir Tekið á námskeiði um markþjálfun. 30 • FLE blaðiðjanúar2015

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.