FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 20

FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 20
Viðskiptavild (e. goodwill) merkir fjárhagslegt verðmæti atvinnufyrirtækja sem fólgið í því að hópur viðskiptamanna kýs að skipta við fyrirtæki sakir einhverra sérstakra kosta þess. Þegar eigendaskipti verða að sliku fyrirtæki krefst seljandi venjulega sérstakrar greiðslu fyrir v. Erfitt er að meta v. til verðs en í því sambandi hlýtur þó afkoma við- komandi fyrirtækisins undanfarið að skipta miklu máli. (Björn Þ. Guðmundsson: Lögbókin þín, 1989) Fjárhagslegt verðmæti atvinnufyrirtækis sem fólgið er í því að hópur viðskiptamanna kýs að skipta við það sökum sérstakra kosta þess. (Lögfræðiorðabók með skýringum, 2008) Skilgreiningarnar eru allar keimlíkar. Grunnstefið í þeim er að viðskiptavild er lítt áþreifanlegt fyrirbæri, sem ræðst af tryggð viðskiptavinanna til fyrirtækisins. íslenska orðabókin segir ekk- ert um hvað veldur þessari tryggð, en í tveimur síðustu tilvitn- unum kemur fram að hún er vegna sérstakra kosta fyrirtækis- ins. Alfræðiorðabókin er ein um að greina frá í hverju þeir geta verið fólgnir. Skilgreining Björns Þ. Guðmundssonar gengur lengra en hinar að því leyti að þar er dreginn fram vandinn sem tengist því að meta viðskiptavildina til fjár, þótt ekki sé greint frá hvernig það skuli gert. Við blasir að viðskiptavildin er það sem kallað er óefnisleg eign og því erfitt að setja á hana verð- miða. í daglegri umræðu, þ.á.m. í fjölmiðlum, er áberandi það viðhorf að forráðamenn fyrirtækja hafi nokkurt sjálfdæmi um að meta viðskiptavildina og geti því fært hana til bókar ef þeir kjósa svo. Með því að halda því fram að fyrirtækið njóti velvilja og trausts á markaði sé þeim í lófa lagið að sýna stöðu fyrirtækis betri en efni standa til, bara með því að „blása upp viðskiptavildina". Á sama hátt geti þeir með afleitum stjórntökum „stórskaðað við- skiptavild" fyrirtækisins. Þetta er í góðu samræmi við orðabókarskilgreiningarnar og virðast lærðir ekki síður en leikir nota orðið á þennan hátt, sbr. eftirfarandi orð Sigurðar Einarssonar stjórnarformanns Kaupþings í umræðu um stjórnir fyrirtækja og stjórnarhætti í jólablaði Vísbendingar 2004: „Leiðin að hagsmunagæslu fyrir félagið er fyrst og fremst fólgin í því að efla viðskiptavild með öllum tiltækum ráðum, sem bæði er gert með því að bæta þjónustu gagnvart viðskiptavinum og hlúa að starfsfólkinu, sem ávallt er í lykilhlutverki bæði hvað varðar viðskiptavild og rekstrarárangur". Svipaður skilningur kemur fram hjá sautján þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í greinargerð með þingsályktunartillögu um nauðsynlegar bráðaaðgerðir vegna alvarlegs ástands efna- hagsmála 2009: „Þannig viðhelst verðmæti fyrirtækjanna sem felst í þekkingu og atorku starfsmanna og eigenda, tengslum og viðskiptavild" (138. löggjafarþing, 3. mál, þskj. nr. 3). Erfitt er að átta sig á hvaða skilning einn af þingmönnum Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs leggur í viðskiptavildina í eft- irfarandi ummælum á Alþingi, en hann telur sig þó vita hvernig hún skuli metin: „Þá þumalputtareglu lærði ég í bókhaldsnámi og vinnu í þá tíð að viðskiptavild væri metin 10% af ársveltu. Mér er tjáð að einkabankarnir hafi frá árinu 2001 eða 2002 til ársins 2007, og sparisjóðirnir, hækkað þessa viðskiptavild jafn- vel upp í 30-50% af ársveltu, myndað þannig tekjur í bókhaldi og hækkað eigið fé sem varð síðan grundvöllur lánstrausts" (Atli Gíslason í þingræðu 23. mars 2009). Ekki er Ijóst hvenær og hvar slík bókhaldskennsla var í boði, en víst er að þetta er ekki í samræmi við reglur reikningshaldsins. Merkingin í reikningshaldi Reglusmiðir í reikningshaldi hafa ævinlega leitast við að leggja viðskiptalífinu í hendur reglur sem gerir fyrirtækjum kleift að færa bókhald með sem áreiðanlegustum hætti, þannig að reikningsskil á hverjum tíma gefi sem „gleggsta mynd" af fjár- hagslegri afkomu og stöðu fyrirtækjanna. Þessi viðleitni helg- ast af því að reikningsskil eru ekki gerð eingöngu fyrir eigendur fyrirtækja/félaga heldur einnig og ekki síður fyrir aðila utan þeirra: lánardrottna, viðskiptavini, birgja, hið opinbera og jafn- vel samfélagið í heild. Allir þessir aðilar eiga mikið undir því að ársreikningar - birtingarmynd reikningsskilanna - séu sem trúverðugastir. Hvað sem góðri viðleitni líður þá eru „rétt" reikningsskil í raun- inni draumsýn (utopia). Því veldur m.a. mælingarvandinn sem semjandi þeirra á stöðugt í. Hann þarf einatt að meta til fjár- hæða ýmislegt sem ekki verður komið höndum yfir. Breytingar á reikningsskilareglum og -stöðlum í gegnum tíðina hafa mið- ast við að draga úr þessum vanda og þar með úr áhættu. Þessu má þó likja við basl Sigynjar með mundlaugina forðum, því við- skiptalífið er flóknara og síbreytilegra en svo að reglusmiðum takist að setja undir alla leka. Viðskiptavildin er eitt af því sem erfitt er að mæla. Af skilgrein- ingum orðabókanna hér framar sést að hún merkir verðmæti þeirra „sérstöku kosta" fyrirtækisins sem „valda því að hópur viðskiptamanna kýs að skipta við það". Þessir kostir geta falist í m.a. falist í viðskiptasamböndum, staðsetningu og síðast en ekki síst í eiginleikum og frammistöðu starfsfólksins. Þessu er alls ekki mótmælt í reikningshaldinu. Hins vegar kveða reglur þess svo á að þessi óefnislegu verðmæti skuli ekki færð f bókhaldið nema greitt hafi verið fyrir þau! Óheimilt er með öllu að bókfæra óefnisleg verðmæti sem orðið hafa til innan fyrirtækisins. Viðskiptavildin er frábrugðin öðrum óefnis- legum verðmætum að því leyti til að hún verður ekki aðskilin frá öðrum eignum og seld ein og sér. Hún verður aðeins seld sem hluti af heild, því hún er í rauninni mismunurinn á kaupverði (markaðsverði) fyrirtækis og matsverði aðgreinanlegra eigna þess og skulda. ( þessu blaði er ástæðulaust að skýra það nánar. Meginreglan sem hér var nefnd hefur í stórum dráttum haldist óbreytt frá því fyrst var farið að færa viðskiptavild í bók- haldi, en það var í Bandaríkjunum um 1880. 18 • FLE biaðið janúar 2015

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.