FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 17

FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 17
„Áhugaverð skattamál á nýliðnu ári" Gunnar Egill Egilsson, lögmaður hjá Nordik lögfræðiþjónustu [ kjölfar áramóta er ekki úr vegi að horfa um öxl og velta fyrir sér hvaða lexíur læra megi af nýliðnu ári. Því þótti mér tilvalið að rifja upp nokkur áhugaverð mál af vettvangi skattaréttar. Álitaefnin sem hér verður fjallað um eiga það sammerkt að hafa verið nokkuð uppi á pallborðinu á síðasta ári og kunna að hafa veigamikil áhrif á sviði endurskoðunar til framtíðar. Ég hef ákveðið að takmarka mig við þrjú ólík umfjöllunarefni, en það er Ijóst að taka mætti mun fleiri mál til skoðunar. Þá þolir hvert umfjöllunarefni um sig mun ítarlegri umfjöllun, en þá sem hér fer á eftir, sem vonandi gefst færi á að gera síðar. Tap af rekstri CFC-félags í nýlegu máli yfirskattanefndar, nr. 155/2014, var staðfest að tap svokallaðst CFC-félags (Contolled Foreign Company) væri frádráttarbært hjá íslenskum eiganda þess. Á árinu 2009 voru sett lög hér á landi um CFC-félög sem kváðu á um að greiða skyldi tekjuskatt hér á landi af hagnaði félags, sem íslenskur skattaðili á og heimilisfast er í lágskatta- ríki, óháð því hvort hagnaði félagsins hefði verið ráðstafað til hins íslenska eiganda, sbr. lög nr. 46/2009. Samkvæmt lögunum var tap hins erlenda CFC-félags aðeins frádráttarbært geti skattaðili, að ósk skattyfirvalda, lagt fram fullnægjandi gögn er liggja að baki útreikningi á tapi. Með lögum nr. 45/2013 var þessu ákvæði laganna breytt á þann veg að tap sem myndast hjá hinu erlenda CFC-félagi væri aðeins frádráttarbært hjá hinu erlenda félagi. Enn fremur var sú skýr- ing færð í frumvarpi laganna að ekki væri um efnisbreytingu að ræða, heldur væri aðeins verið að árétta reglu sem væri þegar í gildi. Þessi skýring löggjafans kemur þó illa heim og saman við orðalag áðurgildandi ákvæðis. Um þetta álitaefni var fjallað ( áðurnefndum úrskurði yfirskattanefndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að fyrir lagabreytinguna árið 2013 hafi í reynd verið heimilt að draga tap af rekstri CFC-félagsins frá tekjum hins íslenska félags. Rök yfirskattanefndarinnar voru svohljóðandi: „[...] hefði þurft að koma sérstaklega fram í lögunum ef ætl- unin hefði verið sú að sá tapsfrádráttur, sem lögin gera sjálf ráð fyrir berum orðum, væri einvörðungu heimill á móti hagnaði hins erlenda lögaðila sem síðar kynni að koma til skattlagn- ingar hér á landi [...]" En þessi niðurstaða vekur óneitanlega upp spurningu um hver áhrif þessa úrskurðar verði til langframa, eða nánar tiltekið næstu tíu árin, enda má ætla að það tap sem heimilt var að flytja inn í íslensk skattskil fram til lagabreytingarinnar árið 2013, megi nýta hér á landi 110 ár frá því að það myndaðist. Þannig kunna þeir sem áttu félög á lágskattasvæðum, sem skiluðu tapi fyrir lagabreytinguna, að hafa verulega hagsmuni af því að taka upp fyrri framtöl og færa tap sem myndast hefur í CFC-ríki, hafi ekki verið að því gætt á sínum tíma. Öfugir samrunar/samsköttun Miklar vangaveltur hafa verið um áhrif dóms Flæstaréttar í svokölluðu Toyota-máli, mál nr. 555/2012 sem til er komið vegna öfugs samruna. En umtalsverður fjöldi aðila hefur sætt endurálagningu skatts á grundvelli sömu sjónarmiða og fjallað var um I málinu. í sem skemmstu máli voru atvik málsins að nýstofnað félag keypti félagi í rekstri. Kaupin voru fjármögnuð með lánsfé og voru félögin tvö sameinuð í kjölfar kaupanna, með þeim hætti að móðurfélaginu var slitið og dótturfélagið tók yfir rétt- indi þess og skyldur. Þess háttar samrunar hafa verið kallaðir öfugir samrunar, að öndverðu við samruna sem fela í sér yfir- töku móðurfélags á rekstri dótturfélags. Flæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að hinu sameinaða félagi væri ekki heimilt að draga vaxtagjöld vegna ofangreindr- ar fjármögnunar frá tekjustofni félagsins. Byggði niðurstaðan aðallega á eftirtöldum forsendum: Eftir samruna höfðu skuldir móðurfélagsins engan rekstrar- legan tilgang í hinu sameinaða félagi. Samruninn miðaði ekki heldur að því að ná fram samlegðaráhrifum. Þá taldi rétturinn að samruni félaganna hefði gagngert miðað að því að koma skuldum yfir á yfirtökufélagið. Meðal þeirra raka sem haldið var á lofti gegn túlkun skatt- yfirvalda var að félögin hafi uppfyllt öll skilyrði tekjuskatts- laga til samsköttunar. Var á því byggt að ef sótt hefði verið um samsköttun, ( stað að fara í samrunaferli, hefði jákvæður tekjuskattsstofn rekstrarfélagsins jafnast á móti neikvæðum tekjustofni móðurfélagsins, þegar endanlegur skattur hefði verið álagður. Endanleg skattaleg niðurstaða hefði því orðið FLE blaðið janúar 2015 • 15

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.