FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 18

FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 18
nákvæmlega sú sama, eins og ef frádráttur vaxtagjalda hefði verið heimill i kjölfar samruna félaganna, að teknu tilliti til þess að mögulega myndi fyrsta rekstrarár falla utan samsköttunar, vegna skilyrðis tekjuskattslaga um eignarhald allt árið. Þessi ólíka skattalega meðferð kristallar veikleika tekjuskatts- laganna að þessu leyti. Fram að þessu hefur ekki tiðkast að skattyfirvöld leggi sérstakt mat á innbyrðis tengsl tekna og gjalda innan samskattaðrar samstæðu, enda hefur ekki almennt verið miðað við að gerð séu frekari skilyrði fyrir sam- sköttun félaga en fram koma í áðurnefndri 55. gr. laganna. Hver verður staða samsköttunar í kjölfar dóms í Toyota-málinu? Kann ríkisskattstjóri að halda því fram að forsendur fyrir sam- sköttun hafi brostið i einhverjum tilfellum, þó að fallist hafi verið á beiðni um samsköttun á einhverjum tímapunkti? Þetta eru ekki spurningar sem gott er að svara að svo stöddu, þá er ekki gott að sjá að hvaða grundvelli þeir gætu hafnað samsköttun, skv. framangreindu. En Ijóst má vera að gefa þarf gaum að því við framkvæmd samsköttunar að breytingar á rekstri þátttökufélaga kunni að valda því að forsendur fyrir sam- sköttun eða einstaka frádráttarliðum bresti í kjölfar þeirra. Eins er mikilvægt að því sé haldið til haga að dómsniðurstaða Hæstaréttar hvílir á áðurnefndum forsendum og ekki verða allir þeir sem draga vaxtagjöld frá tekjustofni í kjölfar samruna undir þessa sömu sök felldir. Þannig er aðstaða margra ólík þeim sem uppi voru í Toyota-málinu og því sjónarmið á lofti um að dómafordæmið eigi ekki við í öllum þeim tilvikum sem aðilar hafa sætt endurálagningu. Ólögmætar úttektir eigenda Á síðasta ári bar nokkuð á málum er varða ólögmætar úttektir eigenda. Hafa þar skattyfirvöld og dómstólar horft nokkuð stíft til formreglna, að því er varðar ákvörðun um arðsúthlutun, skil- greiningu á frjálsum sjóðum og annað slíkt. Hefur það orðið þess valdandi að úttektir, þar sem ekki hefur að öllu leyti verið gætt að formreglum, hafa verið endurskilgreindar af hálfu skatt- yfirvalda sem ólögmætar úttektir eigenda. Þar með ber að fara með þær tekjur sem laun í hendi viðkomandi. Málin hafa verið af ýmsum meiði, en eitt meginstef hefur þó verið; að lítið hefur þýtt að malda í móinn og benda á að smávægileg mistök við formlega afgreiðslu eða tímasetningu arðgreiðslu verði þess valdandi að eigendur sæta oft himin- háum skatti. Þar hefur litlu máli skipt þó að á heildina litið hafi rekstur félagsins gefið tilefni til arðgreiðslu og enginn kröfuhafi, eða nokkur annar sem hagsmuni hafi átt að gæta, hafi borið skarðan hlut frá borði. En í dómi, sem Hæstiréttur kvað upp rétt fyrir lok síðasta árs, mál nr. 786/2013, má greina að ekki var horft eins stíft til formsatriða er varðaði úthlutun arðs eins og í áðurnefndum málum. Þar var ekki á ferðinni skattamál, heldur mál vegna riftunar á arðsúthlutun á grundvelli laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991. Byggði riftunin m.a. á því að formreglum hafi ekki verið fylgt við ákvörðun um úthlutun arðsins og að hún hefði verið ótilhlýðileg, með vísan til stöðu félagsins þegar arð- greiðsla á sér stað. í málinu þótti það engu breyta hvað varðar lögmæti ákvörðunar- innar um arðsúthlutun að ekki hefði komið fram berum orðum í fundargerð frá fundinum að tillaga þess efnis hafi verið gerð af stjórn félagsins eða með samþykki hennar, sbr. 1. mgr. 101. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Þá var heldur ekki talið að það hefði haft neina þýðingu að tillagan hafi ekki komið fram í skýrslu stjórnar með ársreikningi 2006, eins og ber að gera skv. 65. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga. Var því talið að arðgreiðslan hafi verið lögmæt og ekki talið unnt að rifta henni á grundvelli framangreindra sjónarmiða. Þetta gengur að einhverju leyti gegn þeim ströngu formreglum sem beitt hefur verið í skattamálum, þar sem sambærileg formsatriði hafa haft veruleg áhrif við mat á því hvort úttekt telst ólögmæt við endurákvörðun skatta. Þó er rétt að gera þann fyrirvara að hér aðeins verið að fjalla um eina afmarkaða forsendu fyrir niðurstöðu málanna, en þær grundvallast á fleiri en einni. Engu að síður má sjá nokkurn mun á beitingu form- reglnanna í riftunarmálinu annars vegar og endurákvörðunar- málum hins vegar. Fleiri mál sem varða ólögmætar úttektir eigenda eru í farvatn- inu og munu dómsniðurstöður næstu missera vonandi skýra þau viðmið sem ber að beita. Samantekt Rýmisins vegna er staðar numið við umfjöllun um þessi þrjú atriði. Dæmin sýna, svo að ekki verður um villst, að starfsum- hverfi endurskoðenda og annarra sérfræðinga getur verið flókið og aðstæður ófyrirséðar. Allir endurskoðendur leitast vafalaust við að sýna aðgæslu í störfum sínum, en fregnir af höfðun skaðabótamála og saka- mála gegn endurskoðendum vegna starfa þeirra og ráðgjafar gefur ærið tilefni til aukinnar varkárni. Á það eki síst við nú, þar sem færa má rök fyrir því að réttarsvið endurskoðenda sæti nokkrum breytingum. Á sama tíma er einnig sérstök ástæða til að halda því til haga að vegferð skattyfirvalda hefur oft byggt á veikum grunni. Sést það best á því að skv. skýrslu fjármála- og efnahagsráðuneyt- isins um stjórnsýslu skattamála , var það aðeins í 47% tilfella sem yfirskattanefnd staðfesti niðurstöðu skattyfirvalda. Telji aðilar sig sæta endurálagningu að ósekju er nauðsynlegt að láta á það reyna. Að öðrum kosti er hætt við því að til lengri tíma halli verulega á skattgreiðendur í túlkun og beitingu skattalaga, enda hafi sjónarmið skattyfirvalda hlotið takmarkaðri endur- skoðun en ella. Gunnar Egill Egilsson 16 • FLE blaðiðjanúar2015

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.