FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 9

FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 9
Norrænn endurskoðunarstaðall fyrir litlar einingar Jón Rafn Ragnarsson, endurskoðandi hjá Deloitte Endurskoðunarskylda samkvæmt lögum um ársreikninga Þann 6. mars 2013 samþykkti Alþingi breytingar á lögum um ársreikninga, samanber lög nr. 14/2013. Breytingar sem FLE hefur lengi barist fyrir. Þannig voru störf endurskoðenda og skoðunarmanna lögð að jöfnu áður en nefndar breytingar komu til, en með breytingunum er m.a. skilgreindur ákveðinn eðlis- munur á aðkomu, störfum og áritun endurskoðenda og yfirferð og undirritun skoðunarmanna. Á undanförnum árum og á fyrri þingum, hafa ítrekað verið lögð fram frumvörp til breytinga á lögum um ársreikninga, þar sem ekki var gert ráð fyrir neinni skoðunarskyldu á minnstu fyrirtækjunum, sem skyldug eru að gera ársreikninga sína á grundvelli laga um ársreikninga. Því var harðlega mótmælt, m.a. af félagi bókhaldsstofa. í þeirri vinnu og því ferli sem henni fylgdi varð til nýtt hugtak eða skil- greining varðandi vinnu skoðunarmanna. Ákveðið var að nota sögnina „að yfirfara" ársreikning þegar kemur að framkvæmd skoðunarmanna og að þeir „undirriti" ársreikning þegar þeir hafa lokið sinni vinnu. Ekki voru lagðar til breytingar á þeirri skyldu að ársreikningar félaga séu annaðhvort endurskoðaðir af endurskoðendum eða yfirfarnir af skoðunarmönnum. Þannig eiga allir ársreikningar þeirra félaga sem falla undir lög um ársreikninga annaðhvort að vera endurskoðaðir af endur- skoðendum eða yfirfarnir af skoðunarmönnum. Jafnframt voru gerðar breytingar á stærðarmörkum varðandi endurskoðunar- skyldu og kröfunum snúið við hvað þau varðar miðað við fyrri ákvæði laganna. Fyrri ákvæði laganna gerðu kröfu um að end- urskoðandi skuli endurskoða ef félög færu fram úr tveimur af þremur eftirtalinna stærðarmarka; eignir 120 millj.kr., tekjur 240 millj.kr. og fjöldi ársverka 50. Þessu hefur nú verið snúið við þannig að félög sem eru undir tveimur þessara stærðar- marka er ekki skylt að kjósa endurskoðanda, heldur nægir yfir- ferð skoðunarmanns, ef önnur ákvæði laganna eiga ekki við. Þessar breytingar hafa hins vegar óveruleg áhrif, þ.e. að snúa þessu við, þar sem mjög fá fyrirtæki, ef einhver, uppfylla fjölda ársverka án þess að uppfylla einnig eigna- og tekjuviðmið lag- anna. Stærðarmörkin voru svo hækkuð úr 120 millj. kr. eignum í 200 millj. kr. og tekjuviðmiðið var hækkað úr 240 millj. kr. í 400 millj. kr. Samkvæmt lögunum skulu skoðunarmenn yfirfara ársreikning og í þvi sambandi kanna bókhaldsgögn viðkomandi félags og aðra þætti er varða rekstur þess og stöðu. Enginn rammi, til- vísun í staðla eða önnur skilgreining kemur fram í lögunum um þessa vinnu skoðunarmanna. f nefndarstarfi því sem fram fórá milli umræðna við þinglega meðferð og afgreiðslu laganna var tekið á því hvort endurskoðandi gæti yfirfarið ársreikning. Að lokinni 2. umræðu áréttaði þingnefndin að félög, sem ekki er gert skylt að kjósa sér endurskoðanda til að endurskoða árs- reikninga sína, geti kosið endurskoðanda, endurskoðunarfyrir- tæki eða skoðunarmann til að endurskoða eða yfirfara ársreikn- inga sína og féllst meirihlutinn á það. Spurning er hvað felst eiginlega í orðalaginu „yfirferð ársreikn- ings". í því sambandi er rétt að benda á að meðal umsagnar- aðila við setningu laganna var Fjármálaeftirlitið, sem telur óljóst hvað felst í orðunum „yfirferð ársreiknings". FLE tók enn dýpra í árina, m.a. með eftirfarandi umsögn: „Hugtökin yfirferð og undirritun eru algerlega óskýrð í frumvarpinu. Engar reglur eru um hvað flest í yfirferð skoðunarmanns ólikt því sem á við um endurskoðun þar sem viðamikið safn staðla liggur til grund- vallar. Það er því alger óvissa hvað fest í störfum hans og hvaða þýðingu aðkoma hans getur haft fyrir notendur reikn- ingsskilanna. Það má vera Ijóst að þessi ákvæði eru ekki til þess fallin að veita notendum reikningsskila neina vissu eða auka öryggi þeirra yfir höfuð, en geta þvert á móti leitt til falsks öryggis". Margir endurskoðendur og raunar aðrir fagaðilar nota ISRS 4410, staðal um faglega aðstoð við gerð ársreikninga fyrir félög sem ekki eru endurskoðunarskyld, þ.e. fagleg aðstoð við gerð óendurskoðaðra ársreikninga. Staðallinn á sér hins vegar enga skírskotun til laga, en er samt mikið notaður. Með nýjum norrænum endurskoðunarstaðli fyrir lítil fyrirtæki, er ætlunin að svara þörfum notenda ársreikninga þeirra félaga sem í dag eru óendurskoðaðir, en aðstoð veitt við gerð þeirra samkvæmt ISRS 4410. Þessi nýi norræni endurskoðunarstaðall fyrir lítil fyrirtæki er í vinnslu og kemst væntanlega í framkvæmd á næstu misserum. Hins vegar er óljóst samkvæmt núverandi ákvæðum laganna hvað felst í yfirferð skoðunarmanns, sem veitir notendum ársreikninga litilla fyrirtækja ekki það öryggi sem þeim ber. Hafa þarf jafnframt í huga að fagleg aðstoð skv. ISRS 4410 felur ekki í sér staðfestingu að hálfu endurskoðanda og ekki hafa verið framkvæmdar neinar endurskoðunaraðgerð- ir á fjárhæðum og öðrum upplýsingum ársreikningsins. Starfshópur um breytingar á endurskoðunarskyldu lítilla og meðalstórra félaga Á vordögum 2013 skipaði stjórn Félags löggiltra endurskoð- enda starfshóp um breytingar á endurskoðunarskyldu lltilla og meðalstórra félaga og lauk hann störfum í lok árs 2013. Starfshópnum var falið að kanna viðhorf félagsmanna til breyt- inga á endurskoðunarskyldu lítilla og meðalstórra félaga hér á FLE blaðiðjanúar2015 • 7

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.