Ráðunautafundur - 12.02.1980, Blaðsíða 14
64
yfirleitt rekja til skógaeyðingar. Ýmsar tegundir
laufskógar og lerkiskógur af barrskóginum eru stór-
kostleg vernd fyrir margs kyns jurtagróður. Arlegt
lauffall og nálafall lerkisins jafngildir mikilli
áburðargjöf. Lauf og lerkinálar ummyndast mjög fljótt,
jafnvel x svölu loftslagi Islands, og í skógi myndast
aldrei sina af dauðu grasi.
3.2 Beitargildi birkiskógarins.
Uppskerumælingar í íslenskum birkiskógi sýna, að
beitargildi jurtagróðurs er þar miklu hærra en í
skóglausum úthaga. Árið 1978 voru gerðar víðtækar
gróðurrannsóknir í Hallormsstaðaskógi, sem leiddu í
ljós allt uppí fimmfalt beitargildi á við hliðstætt
land utan skógarins. I lerkiskóginum er þetta senni-
lega enn hærra. Nú stendur til að gera beitartilraun
bæði x hreinum birkiskógi og hreinum lerkiskógi þar
eystra.
3.3 Skjóláhrif skógarins
eru auðvitað geysileg. Þetta er mjög þýðingarmikið
fyrir beitarpening. Erlendar athuganir sýna, að fénaður,
sem er á beit í skjóli, gengur miklu betur fram en á
bersvæði. Ástæða er til að ætla, að hér á íslandi myndi
þessi munur reynas+: meiri en annars staðar, þar eð fá
byggð lönd eru eirs stormasöm.
Á einstaka stað á íslandi hafa bændur fært sér skóginn
í nyt að þessu leyti. Skemmtilegasta dæmið um það er á
Egilsstaðabúinu á Héraði, þar sem holdanaut ganga á
ræktuðu landi milli skógvaxinna ása og geta leitað
skjóls í skóginum í hrakviðrum.
Að þessu leyti getur hinn náttúrlegi birkiskógur, sem
enn er til á íslandi, gagnast búfjárrækt, sem stunduð
er á skógarsvæðum. En þá gildir að hlífa ungskógi fyrir