Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 55

Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 55
105 tölur er ólíklegt að óttast þurfi járnskort á stöðum sem sýnin eru frá. Lægsta járngildið mældist 69 ppm. Mangan. Manganinnihald grass minnkaði við kölkun og hefur áður verið sýnt fram á það hér á landi. Reyndar er mangan sá þungmálmur sem kölkun hefur mest áhrif á. Raunhæfur munur er á magni mangans í grasi af skeljasandstúnum og annars staðar frá og er minnst af mangan í sýnum af skeljasandstúnum. Mangan er lífsnauðsynlegt fyrir skepnur, en ekki er vitað nákvæmlega um manganþörf sauðfjár og nautgripa. ÞÓ virðast 20 ppm ekki fjarri lagi. Niðurstöður þeirra mælinga er hér eru kynntar sýna því yfirleitt gnægð mangans, en þó mældist aðeins 15 ppm Mn i sýni af skeljasandstúni. Zink. Minna reyndist vera af zinki í grasinu af skeljasandstúnunum en í beitartilraununum og er sá munur raunhæfur, en aftur á móti er ekki raunhæfur munur á zinkmagni í skeljasandsheyinu og í tilrauninni á Hvanneyri. Zinkskortur þekkist vlða um lönd en hér á landi hefur zinkskorts ekki orðiö vart í búfé. Við venjulegar aðstæður virðist líklegt að sauðfé og nautgripir þurfi 20-30 ppm zink í fæðunni, en örðugt hefur reynst að ákvarða zinkþörf búfjár vegna þátta sem hafa áhrif á hversu vel zinkiö nýtist skepnunni. Zinkmagnið í flestum sýnanna liggur á fyrrgreindu bili (20-30 ppm), en lægstu gildin voru 13 og 15 ppm Zn. Ekki virðist því miklu muna að zinkskorts verði vart hér á landi. Nikkel. Minna var af nikkeli í sýnunum af skeljasandstúnum en bæði tilrauninni á Hvanneyri og beitartilraununum. Ekki er talin vera mikil hætta á að nikkel skorti í fóður búfjár en í grasi er yfirleitt 0.5 - 2.5 ppm af nikkeli. Niðurstöður þær sem hér eru kynntar liggja yfirleitt innan þessara marka. Heimildir■ 1. Ársskýrslur tilraunastöðvarinnar á Keldum 2. Björn Guðmundsson og Þorsteinn Þorsteinsson. 1979, ísl. landbún. 11, 1-2: 33-39. 3. Ólafur Guðmundsson. Persónulegar heimildir 4. Magnús Óskarsson o.fl. 1967. Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands 5. Páll A. Pálsson og Halldór Grímsson. 1954. Búnaðarritið 32-50

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.