Ráðunautafundur - 12.02.1980, Side 64

Ráðunautafundur - 12.02.1980, Side 64
114 þróunin hefur verið milli tímabila. í öðru lagi er Rannsóknaráð með þessu starfi þátttakandi í fjölþjóða athugun OECD og þar með fæst góður samanburður milli landa um fjármagn og mannafla þátttökuríkjanna, alls 23 að tölu. Framkvæmd Áreiðanleiki þessara kannana byggist fyrst og fremst á vandvirkni og skilgreiningu hugtaka. Ásamt eyðublaði, sem Rannsóknaráð sendir út, fylgir skilgreiningarblað. Rannsóknaráð áætlar i vissum tilfellum þegar dregist hefur að svara og byggist það fyrst og fremst á mati. Stuðst er þá við ársreikninga ef þau eru fyrir hendi, svo sem frá Ríkisbókhaldi fyrir opinberar stofnanir. Sjá má í töflu 1 hvernig fjármagn til rannsókna og þróunarstarfsemi hefur farið vaxandi frá árinu 1971. Sem hundraðshluti vergrar þjóðar- framleiðslu hefur aukningin verið frá 0,48 i 0,71% árið 1977. Árið 1975 var frekar óvenjulegt ár miðað við fyrri kannanir eins og sjá má. Margt nýtt kemur fram i athuguninni þetta ár, sem annars endurtekur sig ekki, svo sem hár stofnkostnaður vegna Norrænu eldfjallastöðvarinnar, sem er tekin með nú i fyrsta sinn. Stofnkostnaður vegna rannsóknaskipsins Baldurs er einnig talinn með, ásamt óvenju háum kostnaði hjá ísal. Heildarþróunin frá 1971-77 er þó skýr. Fjármagn til rannsókna og þróunar- starfsemi hefur á siðustu 7 árum tifaldast á verðlagi hvers árs, en á föstu verðlagi tæplega tvöfaldast. En hvaðan kemur þetta fé og hver hefur borgað þessa aukningu? í töflu 2 má sjá þróunina i fjármögnun rannsókna og þróunarstarfsemi frá 1971-77. Þar sést að það er helst hið opinbera og atvinnufyrirtækin sem staðið hafa undir þessari aukningu. Hlutur atvinnufyrirtækja af heildarfjármagninu hefur aukist frá 7 af hundraði og upp i 16. ffltla má að hlutur atvinnufyrirtækja hafi árið 1971 verið metinn heldur lágt, enda i fyrsta skipti sem eyðublöð voru send út i þvi formi sem nú tiðkast. Aðrar stærðir nema aðeins samtals um 10 af hundraði árið 1977.

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.