Ráðunautafundur - 12.02.1980, Side 66

Ráðunautafundur - 12.02.1980, Side 66
116 fræðinga (bæði heilsdags og hálfsdags) mælt í mannárum um 269,7 mannár. Aðstoðarfólk þessara sérfræðinga er með um 271,6 mannár og annað starfs- lið með 89,9 mannár. Hér er því mikil þörf á viðbótarstarfsliði til að afköst þeirra sérfræðinga, sem fyrir hendi eru, nýtist sem best, en þar með er ekkert minnst á hvort sá fjöldi sérfræðinga sem til staðar er sé nægilegur miðað við þarfir þjóðarinnar. Þar sem áhugi flestra beinist eflaust fyrst og fremst að land- búnaðarmálum vil ég reyna að gera nokkuð grein fyrir stöðu landbúnaðarins innan rannsóknastarfseminnar. Tafla 7 sýnir skiptingu rekstrarfjármagns til rannsókna og þróunarstarfsemi á hin ýmsu svið. Landbúnaðurinn er þar með um 20 af hundraði af rekstrarfjármagninu til rannsókna. Þær stofnanir sem hér um ræðir eru eftirfarandi: Tilraunastöö háskólans í meinafræði að Keldum, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Veiðimála- stofnun íslands, Skógrækt ríkisins, Garðyrkjuskóli ríkisins, Bænda- skólinn að Hvanneyri og Ræktunarfélag Norðurlands. Tafla 8 Fjármagn til r og þ sem hundraðshluti af vinnsluvirði viökomandi atvinnuvega árið 1975. Atvinnugrein ar Vinnsluvirði Millj.kr. r og þ Millj.kr. r og þ sem % vinnsluv, Landbúnaður 8359 271,9 3,25 Fiskveiðar 10535 254,6 2,42 Fiskvinnsla 11727 21,8 0,19 Iðnaður án áls 23325 31,3 0,13 Byggingariðnaður 12616 34,2 0,27 Orkuiðnaður 5578 351,0 6,29

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.