Ráðunautafundur - 12.02.1980, Blaðsíða 47

Ráðunautafundur - 12.02.1980, Blaðsíða 47
97 Burður hófst 5. janúar og höfðu 24 ær borið þann 9. eftir 142 daga meðgöngutíma að meðaltali. Ein, sú 25. og síðasta, bar ekki fyrr en 13. janúar eftir 148 daga meðgöngu, en hún átti vanda til að ganga lengi með að sögn fjármanns. Af ánum 32 voru 7 algeldar, allar hvítar, 4 þeirra mylkar en 3 geldar sumarið 1979. Þannig höfðu 78.1% ánna fest fang. Lamblausum ám var sleppt í fáð, þar sem tilhleypingar stóðu yfir. Hvað frjósemi hrútanna varðar er ekki unnt að gera marktæk- an samanburð á milli einstaklingajþar eð fáum ám var haldið und- ir hvern þeirra. Allar ærnar, sem haldið var undir mislitu hrút- ana þrjá, festa fang, og sömuleiðis allar sem fengu við einum af hvítu hrútunum. Meðal mislitu hrútanna var reyndar sá, sem var virkastur við tilhleypingar og mest notaður (7 ær), flekkóttur að lit. Vera má, að hrútarnir hafi í raun verið mismunandi fjó- ir, líkt og komið hefur fram í erlendum tilraunum þegar hleypt er til áa að sumarlagi. Til dæmis voru þrjár ær geldar af fjórum, sem haldið var undir einn hrútinn. Af þeim 25 ám, sem báru, voru 10 einlembdar, 11 tvílembdar og 4 þrílembdar. Samtals fæddust því 44 lömb, 41 lifandi og 3 dauð (aðeins eitt þeirra fullvaxið), að meðaltali 1.76 lömb á ána. Athyglisvert er, að ærnar sem innsprautaðar voru með 500 alþjóðaeiningum af frjósemishormónum reyndust frjósamari (1.92 lömb á ána) en þær sem fengu stærri skammtinn, 750 einingar (1.62 lömb á ána). Fæðingar gengu yfirleitt vel, lítið var um lálega burði og ærnar mjólkuðu lömbunum nægilega. Meðalfæðingar- þungi fullburða einlembinga var 3.84 kg, tvílembinga 3.11 kg og þrílembinga 3.36 kg. Engin vanhöld voru á ánum við burð,og öll lömb gengu undir eigin mæðrum. V. Alyktanir Með hormónameðferð hefur tekist að fá ær, geldar og mylkar, til að beiða að sumarlagi, utan hins eðlislæga fengitíma. Auk progestagen svampa nægðu 500 alþjóðaeiningar af PMSG. Kynhvöt hrútanna var viðunandi, og gengu tilhleypingar vel, en þeir hafa ef til vill verið mismunandi frjóir. Miðað við erlendar niður- stöður telst tæplega 80% fanghlutfall viðunandi árangur. Frjó- semi ánna, mæld sem fjöldi fæddra lamba, var all góð, en stærri skammturinn af frjósemisvakanum, 750 einingar, virtist til skaða. Ærnar voru vel hirtar, þrifust prýðilega á meðgöngutímanum og burður gekk áfallalítið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Ráðunautafundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.