Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 47

Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 47
97 Burður hófst 5. janúar og höfðu 24 ær borið þann 9. eftir 142 daga meðgöngutíma að meðaltali. Ein, sú 25. og síðasta, bar ekki fyrr en 13. janúar eftir 148 daga meðgöngu, en hún átti vanda til að ganga lengi með að sögn fjármanns. Af ánum 32 voru 7 algeldar, allar hvítar, 4 þeirra mylkar en 3 geldar sumarið 1979. Þannig höfðu 78.1% ánna fest fang. Lamblausum ám var sleppt í fáð, þar sem tilhleypingar stóðu yfir. Hvað frjósemi hrútanna varðar er ekki unnt að gera marktæk- an samanburð á milli einstaklingajþar eð fáum ám var haldið und- ir hvern þeirra. Allar ærnar, sem haldið var undir mislitu hrút- ana þrjá, festa fang, og sömuleiðis allar sem fengu við einum af hvítu hrútunum. Meðal mislitu hrútanna var reyndar sá, sem var virkastur við tilhleypingar og mest notaður (7 ær), flekkóttur að lit. Vera má, að hrútarnir hafi í raun verið mismunandi fjó- ir, líkt og komið hefur fram í erlendum tilraunum þegar hleypt er til áa að sumarlagi. Til dæmis voru þrjár ær geldar af fjórum, sem haldið var undir einn hrútinn. Af þeim 25 ám, sem báru, voru 10 einlembdar, 11 tvílembdar og 4 þrílembdar. Samtals fæddust því 44 lömb, 41 lifandi og 3 dauð (aðeins eitt þeirra fullvaxið), að meðaltali 1.76 lömb á ána. Athyglisvert er, að ærnar sem innsprautaðar voru með 500 alþjóðaeiningum af frjósemishormónum reyndust frjósamari (1.92 lömb á ána) en þær sem fengu stærri skammtinn, 750 einingar (1.62 lömb á ána). Fæðingar gengu yfirleitt vel, lítið var um lálega burði og ærnar mjólkuðu lömbunum nægilega. Meðalfæðingar- þungi fullburða einlembinga var 3.84 kg, tvílembinga 3.11 kg og þrílembinga 3.36 kg. Engin vanhöld voru á ánum við burð,og öll lömb gengu undir eigin mæðrum. V. Alyktanir Með hormónameðferð hefur tekist að fá ær, geldar og mylkar, til að beiða að sumarlagi, utan hins eðlislæga fengitíma. Auk progestagen svampa nægðu 500 alþjóðaeiningar af PMSG. Kynhvöt hrútanna var viðunandi, og gengu tilhleypingar vel, en þeir hafa ef til vill verið mismunandi frjóir. Miðað við erlendar niður- stöður telst tæplega 80% fanghlutfall viðunandi árangur. Frjó- semi ánna, mæld sem fjöldi fæddra lamba, var all góð, en stærri skammturinn af frjósemisvakanum, 750 einingar, virtist til skaða. Ærnar voru vel hirtar, þrifust prýðilega á meðgöngutímanum og burður gekk áfallalítið.

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.