Ráðunautafundur - 15.02.1998, Blaðsíða 32
24
fylgni er á milli vinnslubreiddar sláttuvéla og heyþyrlna en ekki á milli vinnslubreiddar múga-
véla og annarra véla. Einnig er athyglisvert að ekki er fylgni afls dráttarvéla og vinnslu-
breiddar véla né afkasta. Það gefúr vísbendingu um að bændur vannýti afkastagetu þeirra. Ef
heildarafköst eru skoðuð er það sama uppi á teningnum. Fylgni á milli heildarafkasta í hey-
skap og meðalafls dráttarvéla er -0,004. Þetta er verulegt umhugsunarefni því samhengi milli
verðs og afls dráttarvéla er náið. Því er um vannýtta fjárfestingu að ræða sem skapar aukinn
kostnað fýrir búin. Þessar niðurstöður benda tif að nokkur misbrestur sé á fjárfestingastjórn
búanna.
Það er góð fylgni á milli uppskeru og afkasta sláttu- og snúningsvéla, sem er eðlilegt
því afköst þessara véla eru ekki síður háð því flatarmáli sem þær fara yfir en uppskerumagn-
inu. Því meiri sem uppskeran er á flatareiningu því meiri er vélavinnan mæld í klst/t þe.
Niðurstöður afkastaútreikninga, flokkaðar eftir heyskaparaðferð, koma ffam í 4. töflu.
Einnig koma ffam í töflunni aðrar tengdar upplýsingar, s.s. um stærð spildna, helstu niður-
stöður efnagreininga og meðalstærðir dráttarvéla í hestöflum (hö).
4. tafla. Meðalvélavinna á verkþátt við mismunandi heyskaparaðferðir á könnunarbæjum.
Liðir Smábaggar Þurrhey Rúllur Vothey
Fjöldi 16 21 35 5
Spildustærð ha 4,17 3,06 4,35 3,50
Sláttur hafinn 1. júní=l 37 28 31 24
Þurrefni heys við hirðingu % 77% 69% 53% 44%
Orkugildi heys við hirðingu FEm/kg þe. 0,74 0,80 0,82 0,78
Uppskera alls kg þe./ha 3.542 3.383 3.177 3.876
Dráttarvél 1 hö 79 83 81 79
Dráttarvél 2 hö 64 62 68 62
Afköst
Sláttur klst/t þe. 0,29 0,23 0,24 0,20
Snúningur klst/t þe. 0,38 0,64 0,31 0,10
Görðun klst/t þe. 0,29 0,47 0,54 0,67
Hirðing með heyhl.vagni klst/t þe. 1,42 1,58
Baggabinding kist/t þe. 0,88
Heimakstur bagga klst/t þe. 0,59
Rúllun klst/t þe. 0,27
Pökkun klst/t þe. 0,28
Heimakstur á rúllum klst/t þe. 0,78
Heildarvélavinna klst/t þe. 2,43 2,75 2,42 2,55
- 95% öryggismörk +/- 0,36 0,63 0,24 0,34
Heildarvinna klst/ha 7,68 7,51 6,88 9,00
Það er all nokkur munur á afköstum á milli heyskaparaðferða. Hins vegar er breyti-
leikinn á bakvið meðaltölin mjög mikill svo að um marktækan mun á aðferðum er ekki að
ræða. Þannig reyndust 95% öryggismörk mjög rúm. Þau eru áberandi þrengst fyrir rúlluhey-
skapinn sem bendir til að afköstin þar séu svipuð á milli manna. Þetta er ekki ósennilegt í ljósi
þess hve mikill breytileiki er í stærð og gerð baggabindivéia og heyhleðsluvagna samanborið
við rúlluvélar. Þessi breytileiki er einnig lýsandi um það hve miklu máli einstakur stjórnandi
skiptir fyrir afköst búvélanna. Samkvæmt þessum niðurstöðum virðist það skipta meira máli