Ráðunautafundur - 15.02.1998, Blaðsíða 241
233
RÁÐUNBUTRFUNDUR 1998
Gæðatjórnun, eðli hennar og tilgangur
Brynhildur Bergþórsdóttir
Iðntœknistofnun íslands
INNGANGUR
Upphaf gæðastjórnunar er oftast rakið til ferða þriggja Bandaríkjamanna til Japans á árunum
uppúr 1950. Þremenningarnir Deming, Juran og Feigenbaum störfuðu ekki saman, en unnu
allir ötullega að því að kenna Japönum nýja hugsun í stjórnun. í Japan féllu kenningar þeirra í
ffjóa jörð, enda var um líf og dauða að tefla fyrir Japani sem höfðu á fáum árum náð að geta
sér orð á alþjóðamarkaði fyrir ódýra og afspyrnulélega ffamleiðslu. Japanir voru ekki
einungis góðir nemendur, heldur tóku þeir gæðastjórnun svo rækilega uppá sína arma að þeir
eignuðust marga sérfæðinga á þessu sviði sjálfir. Margir japanskir kennimenn í þessum
fræðum urðu svo þekktir að sumir telja að gæðastjórnun eigi rætur í japanskri menningu og að
Vesturlönd geti ekki unnið eftir þessum framandlegu kenningum. Víst er að það tók Vestur-
lönd næstum þrjá áratugi að uppgötva þessi fræði. Árið 1979 kom út í Bandaríkjunum bók
Philips Crosbys „Quality is Free“ og varð metsölubók. Ári seinna var sýnd heimildarmynd á
NBC sjónvarpsstöðinni sem hét ,Jf Japan Can, Why Can’t We“. Þar var reynt að komast að
því hvernig japönum hafði tekist að rísa úr ösku seinni heimstyrjaldarinnar og verða á fáum
árum heimsþekktir fyrir að ffamleiða betri vöru á lægra verði en nokkur önnur þjóð var fær
um. í lok þáttarins var spjallað við hinn sjötíu og mu ára gamla W. Edwards Deming, sem
ffam að því, hafði verið nánast óþekktur í heimalandi sínu. Margir telja að þessi þáttur hafi
orðið upphafið að gæðabyltingunni sem varð í Bandaríkjunum á níunda áratugnum. Banda-
ríkjamenn voru þá komnir í þrot með bílaiðnaðinn sinn og gæði annarrar framleiðslu hafði
farið hrakandi og samkeppnisstaða þeirra versnað svo um munaði. Gæðabyltingin breiddist út
um heiminn, fyrst til Kyrrahafslandanna og síðar til Evrópu. Þetta má glögglega sjá á fjölda
rita um efnið, en algjör sprenging varð í útgáfú efnis um gæðastjórnun á árunum 1980-90.
„GÚRÚARNIR" OG KENNINGAR ÞEIRRA
Gæðahreyfmgin hefur getið af sér marga sérfræðinga (sem eru reyndar off kallaðir gúrúar, rétt
eins og forsprakkar trúarkenninga) sem er oft skipt í þrjá hópa:
1. Fyrstu Bandaríkjamennirnir sem unnu í Japan, þeirra þekktastir eru þremenningarnir
W. Edwards Deming, Joseph Juran og Armand Feigenbaum.
2. Japanir, effir 1950 þeirra á meðal Kaoru Ishikawa, Genichi Taguchi, Shigeo Shingo
og Masaaki Imai.
3. Vestrænu gúrúarnir sem gerðu gæðastjórnun vinsæla. Þeirra frægastir eru Philip
Crosby og David Garvin.