Ráðunautafundur - 15.02.1998, Blaðsíða 147
139
loftraka á dreifingartímanum. Rannsókna er vissulega þörf eins og margofit hefur verið bent á
(Magnús Óskarsson 1997) en það er engu að síður hægt að gefa út mun nákvæmari og að-
gengilegri leiðbeiningar strax í dag með því að safna saman þeirri þekkingu sem þegar er til.
í lokin verður ekki komist hjá því að bera saman niðurstöður þessa bókhalds við sam-
bærilegar erlendar rannsóknir. Ef litið er á umhverfisálag sem íslensku kúabúin valda er ljóst
að þau eru mjög lítil í samanburði við bæði evrópsk og bandarísk kúabú (Weissbach og Ernst
1994, Aarts o.fl. 1992, Bacon o.fl. 1990, Halberg o.fl. 1997, Korevaar 1992). Sérstaklega á
þetta við köfnunarefnisjöfnuðinn. Ef litið er á fosfórjöfnuðinn er hann svipaður eða jafnvel
hærri á íslandi í samanburði við önnur lönd sem verður að teljast afleitt ef tekið er mið af
afurðastigi. Ekki er óalgengt að köfnunarefnisjöfnuður kúabúa erlendis sé frá 250-550 kg
N/ha. Dönsk „lífræn“ kúabú eru oft með köfnunarefnisjöfnuð á milli 100-200 kg N/ha
(Halberg o.fl. 1997). Umhverfisálag kúabúa tengist fyrst og fremst bústofnsþéttleika (ME/ha)
og framleiðni á flatarmálseiningu. Miðað við ffamleiðni eru næringarefnajöfnuðurinn á ís-
landi sennilega óþarflega hár, sem stafar fyrst og ffemst af offóðrun á N og einnig er sennilegt
að það sé verið að bera á allt of mikið af P víðast hvar.
Ef skoðaðir eru umbreytingastuðlar sem lýsa því hvernig næringarefnin nýtast til af-
urðamyndunar er samanburðurinn íslandi óhagstæður, nema ef litið er á nýtingu kah's. Á ís-
landi virðist nýting næringarefna til afúrðamyndunar á kúabúum vera ffekar slök, jafnvel í
samanburði við dönsk „líffæn“ kúabú. Það er vegna þess að afurðageta (vaxtarhraði og
mjólkurmyndun) íslenska kúastofnsins er lakari en hjá kynjum sem brúkuð eru annars staðar,
en aukin afúrðageta eykur nýtingu næringarefna (Weissbach og Ernst 1994), og vel að
merkja, það á við í bæði hefðbundnum búskap og „líffænum“ búskap.
ÞAKKARORÐ
Þetta verkefni er hluti af starfsnámi höfúndar sem hann stundar um þessar mundir á „Dönsku
Rannsóknastofnun Landbúnaðarins“ á Foulum á Jótlandi. Námið er styrkt af Nordisk Forskar-
akademiet (NorFa), Framleiðnisjóði landbúnaðarins og Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
Ég vil sérstaklega þakka Guðmundi Steindórssyni hjá Búnaðasambandi Eyjafjarðar og
Laufeyju Bjarnadóttur á RALA á Möðruvöllum fyrir aðstoðina við gagnasöfnun og bænd-
unum sem góðfúslega veittu nauðsynlegar upplýsingar.
HELSTU HEIMILDIR
Aarts, H.F.M., E.E. Biewinga & H. Van Keulen, 1992. Dairy farming systems based on efficient nutrient
management. Netherlands Journal of Agricultural Science 40: 285-299.
Bacon, S.C., L.E. Lanyon & R.M. Sclauder Jr., 1990. Plant Nutrient Flow in the Managed Pathways of an
Intensive Dairy Farm. Agronomy Journal 82: 755-761.
Fodermiddeltabel, 1997. Sammensætning og foderværdi af fodermidler til kvæg. Landbrugets Rádgivnings-
center, Landsudvalget for kvæg. Rapport nr. 69, 53 bls.
Guðni Þorvaldsson, 1994. Gróðurfar og nýting túna. Fjölrit RALA nr. 174. 28 bls.
Gunnar Guðmundsson. 1997. Nýtt fóðurorku- og próteinmat fyrir jórturdýr. Handbók bænda 1997: 79-90.
Gunnar Ríkharðsson & Þóroddur Sveinsson, 1994. íslenskir nautkálfar og Galloway blendingar til kjötfram-
leiðslu. Nautgriparæktin (ritstj. Jón Viðar Jónmundsson) 11, 90-106.