Ráðunautafundur - 15.02.1998, Blaðsíða 91
83
Við skipulagningu tilraunarinnar var miðað við að allar bygggerðirnar innihéldu 1,14
FEm/kg þe. og fengu því kýrnar sama magn þurrefnis af öllum gerðum. Eftir nánari efna-
greiningar að lokinni tilrauninni þá reiknaðist votverkaða byggið innihalda 1,12 FEm, það ís-
lenska þurrkaða 1,14 FEm og það innflutta 1,16 FEm. Kýrnar á innflutta bygginu innbyrtu því
ívið fleiri fóðureiningar á dag en hinir hóparnir (11,30 vs 11,45 FEm/dag, 3. tafla). Þurrefnisát
á bygginu var einna mest á því votverkaða og leifar af því minnstar (0,01, 0,06 og 0,04 kg
þe./dag, p=0,06) en til að fá betra mat á lystugleika fóðursins má skoða hve oft og hve mikið
kýrnar skilja eftir af fóðurgjöfinni. Át var mælt í 56 daga í tilrauninni þannig að alls er át
mælt í 1008 skipti (56 dagar x 18 kýr). Eins og sjá má í 4. töflu þá leifðu kýrnar kjarnfóðri í
alls 100 skipti af þessum 1008, eða í um 10% tilfella, en leifarnar voru bæði tíðastar og
mestar hjá kúm á þurrkaða íslenska bygginu en minnstar á því votverkaða. Er þetta í réttu
samhengi við tilfinningu fjósamanna sem töldu kýrnar „frísklegastar" þegar þær fengu vot-
verkaða byggið. Enginn munur var á milli hópanna á heyleifum en þær eru nánast alltaf
einhverjar enda skráðar í 978 skipti af 1008, eða í um 97% tilfella.
4. tafla. Áhrif byggs á magn og tíðni hey- og kjarnfóðurleifa hjá kúnum.
Votverkað bygg Þurrkað bygg Innflutt bygg
Kjarnfóður
Fjöldi skipta sem kýr leifðu 18 52 30
Fjöldi kúa sem leifðu 6 9 6
Meðalleifar (þegar leift var), kg þe. 0,34 0,51 0,44
Hey
Fjöidi skipta sem kýr leifðu 326 331 321
Fjöldi kúa sem leifðu 18 18 18
Meðalleifar (þegar leift var), kg þe. 0,53 0,53 0,48
Alirif byggs á ufurðir
Meðalnyt í tilrauninni var 14,9 kg/dag en sé magnið leiðrétt m.t.t. orkuinnihalds reiknast það
14,1 kg/dag. Við skipulagningu tilraunarinnar var miðað við að nyt minnkaði um 0,30 kg á
viku en niðurstaðan varð 0,29 kg á viku að meðaltali.
Bygggerðin hafði mjög lítil áhrif á afúrðamyndun hjá kúnum (5. tafla) en tölulega þá
skiluðu kýrnar minnstu magni mjólkur og mjólkurefna þegar þær fengu þurrkaða íslenska
byggið en mestu magni af því votverkaða. Þessi munur var þó aðeins marktækur fyrir magn
fitu og úrefnis. Varðandi efnahlutfóll þá er fitu% lág hjá öllum hópum (3,50-3,65%) en
prótein% ffekar há (3,36-3,40%) og skýrist þetta væntanlega af tiltölulega mikilli kjarnfóður-
gjöf. Prótein/fitu hlutfallið er einnig mjög hátt (0,93-0,98) og marktækt hæst hjá kúnum á
þurrkaða íslenska bygginu en tölulega er sá hópur bæði með hæstu prótein% (3,40) og lægstu
fitu% (3,50) í mjólkinni. Úrefni í mjólkinni er hæst hjá kúm á votverkaða bygginu eins og
búast mátti við út frá PBV gildum fóðursins en þó er athyglisvert að um 210 g lægra PBV
gildi í fóðrinu (432 vs 222 g/dag) virðist aðeins skila um 0,4 mmól minnkun á styrk úrefnis í
mjólkinni (6,8 vs 6,4 mmól/1; votverkað vs þurrt bygg).