Ráðunautafundur - 15.02.1998, Blaðsíða 136
128
búum. Benda má á að samkvæmt könnun sem gerð var í Eyjafirði árið 1992 töldu rúllu-
bændur að skemmdir á rúllum væru óverulegar (Þóroddur Sveinsson 1993).
Á Möðruvöllum hefur verið mælt moð eða leifar sem sópað var út úr Möðruvallarfjós-
inu og reyndist að meðaltali yfir einn vetur vera um 4% af þurrefnisgjöf heys og 3% af
fóðureiningum (Þóroddur Sveinsson 1994). Taka verður þó fram að þennan vetur var stór til-
raun í gangi allan veturinn og því hætt við meiri leifum en í venjulegu fjósi. Moðhlutdeild
hefur þess vegna áhrif á stærð fóðurnýtingastuðulsins.
Við útreikninga á fræðilegum fóðurþörfum var mest notast við niðurstöður úr tilraunum
á Möðruvöllum og Stóra Ármóti (Gunnar Ríkharðsson og Þóroddur Sveinsson 1994, Gunnar
Ríkharðsson 1995, Sigríður Bjarnadóttir 1997) og fyrir mjólkurkýr var einnig tekið mið af
töflugildum í Handbók bænda (Gunnar Guðmundsson 1997). Fóðurþarfirnar eru reiknaðar út
frá orkuþörfum (þ.e. FE þörfúm).
Fóðurþarfir (FE) smákálfa (0-6 mánaða) eru íundnar samkvæmt jöfnunni;
(182,5 x 0,0103)/2 + 1,164 = 2,1 FE/dag x árskálfar x 365
Meðalþungi kvígukálfa er áætlaður 146 kg og nautkálfa 152 kg við 6 mánaða aldur.
Fóðurþarfir (FE) geldneyta til kjötframleiðslu eldri en 6 mánaða voru fundnar
þannig;
1,1 x ((13,41 - 13,38 x 0,99842£fl3"Þungí/0'47>) + (13,41 - 13,38 x 0,998429152)) /2 x ársnaut x 365
Fóðurþarfir (FE) kvíga til mjólkurframleiðslu eldri en 6 mánaða voru ákvarðaðar
með jöfnunni;
1,1 x ((7,983 - 8,355 x 0,99638^°°) + (7,983 - 8,355 x 0,996385146))/2 = 4,64 x árskvígur x 365
Meðalfóðurþörf kvígu á dag (4,64 FE) var reiknuð út með hjálp veldisvísajöfnu sem
lýsir vexti uxa í tilraun á Möðruvöllum (Sigríður Bjarnadóttir 1997), en vöxtur uxa og kvíga
er nokkuð svipaður (Poulsen og Kristensen 1997).
Fóðurþarfir (FE) mjólkurkúa alls voru áætlaðar þannig;
Fóðurþörf Jöfnur Meðaltal/dag
Til viðhalds, inni ((Kvígur x 3,8) + (kýr x 4,3)) / árskýr x árskýr x 273 4,15
Til viðhalds, úti 1,1 x ((kvígur x 3,8) + (kýr x 4,3))/árskýr x árskýr x 92 4,25
Til vaxtar Kvígur/árskýr x 0,82 x árskýr x 365 0,24
Til fósturmyndunar 0,33 x árskýr x 365 0,33
Til mjólkurmyndunar 0,45 x kg nyt (innlögð- + kálfa- + heimili- + skemmd mjólk) 5,37
Samtals FE á dag 10,12
Gert var ráð fyrir að fúllvaxta kýr væru að jafnaði 480 kg og 1. kálfskvígur 400 kg og
eru þær tölur byggðar á mælingum á Möðruvallakúnum (Þóroddur Sveinsson 1997).
Fóðurþarfir (FE) annars búfjár sem voru eingöngu kindur og hestar voru einfaldlega
áætlaðar vera;
2 x 365 x fjöldi
en ekki var gerð nein tilraun til þess að fara nákvæmar ofan í þarfir vegna þess að vægi þeirra
var talið óverulegt á þessum búum. Hlutdeild annars búfjár var þannig áætluð 0-8% (3% að
meðaltali) miðað við heildarfóðurþarftr búsins (mælt í fóðureiningum). Allir útreikningar hér
miðast þó eingöngu við nautgripina á búinu.