Ráðunautafundur - 15.02.1998, Blaðsíða 129
121
Propaklór (Ramrod) má úða eftir útplöntun eða sáningu. Efnið er tekið upp af rótum
kímplantna og eyðir einæru illgresi. Regn eftir úðun eykur virknina. Biðtími er 2-4 mánuðir.
ILLGRESISEYÐING í TRJÁRÆKT
Hugmyndir er um mikla trjáskjólbeltaræktun á Suðurlandi og það kann að vera að í slíkri
ræktun sé illgresiseyðing með eyðum hagkvæmur kostur.
Tilraunir og athuganir hafa verið gerðar á Suðurlandi í trjáskjólbeltum, mismunandi
gömlum, og hefur þar fengist nokkur reynsla af nokkrum illgresiseyðum og er stuðst við þær í
þeim leiðbeiningum sem hér fara á eftir.
Með því að nota illgresiseyða má oft spara sér mikla vinnu við ræktunina (illgresis-
hreinsun), en þeir eru ekki gallalausir. Rétt er að gera ráð fyrir að eitthvað dragi úr vexti rækt-
unarplöntunnar þegar illgresiseyðar eru notaðir. Það er því vert að hafa í huga aðrar aðgerðir
sem einnig mega að gagni koma, því minnka má illgresi með mörgum aðgerðum öðrum en
úða eiturefnum. Slíkar aðgerðir eru mjög háðar aðstæðum á hverjum stað en benda má á eftir-
farandi atriði:
• Jarðvinnsla, sérstaklega plæging, er í eðli sínu mikilvæg illgresiseyðing eins og áður
var sagt.
• Yfirbreiðsla, t.d. svart plast eða jarðvegsdúkur, kemur víða til greina sem þáttur í ill-
gresiseyðingu. Við ræktun með stiklingum er plastyfirbreiðsla sérstaklega hag-
kvæm þar sem stinga má þeim beint niður í gegnum plastið.
• Löng hefð er fyrir því víða erlendis að leggja þykkt lag af slegnu grasi umhverfis
aspir og kemur það bæði í veg fyrir vöxt illgresis og hefúr einnig góð áhrif á vöxt
aspanna. Þessa aðferð má einnig nota á aðrar tegundir, s.s. birki og víði.
Illgresiseyðinj> með eyðum í trjáuppeldi
Trjáffæ spírar hægt og ræktunarplöntur eru litlar og þekja seint beð.
Illgresistegundir eru einkum haugarfi, krossfífill, varpasveifgras, hjartarfi og hundasúra.
Eftirfarandi leiðbeiningar eru teknar úr Fryer og Makepeace (1978).
Sáning trjáa. Hægt er að nota rokgjarnar olíur og glyphosate áður en ffæ spírar. Jarðvinnslu
og sáningu á að gera á eins stuttum tíma og hægt er.
Útplöntun. Úða á með glyphosate hausti fyrir útplöntun. Terbútylazín og símazín er hægt að
nota á vorin strax að lokinni útplöntum. Lága styrki á að nota á viðkvæmar plöntur, s.s. lerki
og aspir. Úða má glyphosate eftir lauffall.
Eftir útplöntun. Illgresi getur hindrað vöxt verulega. Tré vaxa mest í júní-júlí og þá er mest
tjón af illgresi, en lítið tjón er af illgresi í ágúst eða seinna. Skoða þarf svæði á haustin og
kanna magn illgresis. En það er ekki sama hvaða tré eru í beðinu. Tré sem eru í örum vexti
þola yfirleitt illa illgresiseyða. Greni og furur eru þolin en lerki og lauftré þola minna.
Glyphosate má úða á greni og fúrur eftir að lengdarvexti lýkur á sumrin, en verja verður öll
önnur tré jafnvel þótt þau séu í dvala. Terbútylazíni má úða á sitkagreni og birki með 1-2
kg/ha. Aspir þola illa samkeppni frá illgresi. Úða má með glyphosate á haustin og lágum