Ráðunautafundur - 15.02.1998, Blaðsíða 44
36
1. tafla. Yfirlit yfir tilraunir með hjálparefni (Foraform) við verkun heys í rúllum 1996-1997.
Tilr. nr. Sláttur Ríkjandi grastegundir Bagga- fjöldi Geymslu- tími Át- mæling
4-96 1. sl. 1. júlí Vallarfoxgras... 2x2x4 9 mán. nei
14-96 1. sl. 4. júlí Túnvingull... 2x3x4 4,5 mán. já
24-96 1. sl. 8. júlí Língresi... 3x2x3 6 mán. já
1-96 2. sl. 3. sept. Vallarsveifgras... 2x2x3 5 mán. já
2-96 Grænf. 3. sept. Rýgresi 2x29 2-3 mán. nei
Rúllubaggarnir voru hjúpaðir með 75 cm breiðu plasti 6-földu (Teno Spin). Þeir voru
geymdir utandyra þar til að gjöfum kom. í hverjum lið tilraunanna voru ýmist þrjár eða fjórar
endurtekningar (rúllubaggar). Eitt meðalsýni var tekið úr hverjum bagga - varð það til úr
tveimur borkjörnum sem ætíð voru teknir með sama hætti. Foraform var blandað í liðlega 60
rúllubagga á Hvanneyri og álíka marga hjá bændunum. Alls komu því vel á þriðja hundrað
baggar við sögu í rannsókninni.
Sumarið 1996 urðu aðstæður til heyskapar góðar um vestanvert landið, a.m.k. hvað
snerti fyrri slátt. Því má segja að minna hafi reynt á getu hjálparefnisins en ella hefði orðið.
HELSTU NIÐURSTÖÐUR
Gerjun heysins
Eftirfarandi mynd (1. mynd) gefur hugmynd um gerjun heysins með samanburði talna úr
fjórum tilraunum með hey úr fýrri og seinni slætti. Súlurnar tákna meðalhlutfallið á milli
mæligilda í rúlluheyi með og án íblöndunar. Þar má sjá að sýrustigið reyndist svipað í báðum
flokkum (hlutfallið með/án er h.u.b. 1,00) en mun meira var eftir af sykrum í íblandaða
heyinu (nær því 1,9 sinnum meira). Hvað gerjunarafurðirnar mjólkursýru, ediksýru, etanól og
ammoníak-bundið köfnunarefni snertir reyndust þær allar vera marktækt minni í heyinu sem
blandað var Foraform en í hinu sem verkað var án íblöndunar (hlutfallið lægra en 1,00;
p<0,05). Virðist því mega fullyrða að hjálparefnið hafi haft áhrif á gerjun heysins til hins
betra. Efnahlutfallið (með/án) virtist vera óháð þurrkstigi heysins að undanskildu mjólkur-
sýruhlutfallinu (y) sem féll með þurrkstiginu (x); y=l,3-0,02x; r2=0,63; p=0,011.
2,0
1,8
1,6
1,4
1,2
1,0
0,8
0,6
0,4
0,2
0,0
pH Sykrur M .sýra Ed.sýra Etanól NH3-N
1. raynd. Árangur gerjunar í rúlluheyi; meðalhlutfall efna í heyi með/án notkunar Foraform.