Ráðunautafundur - 15.02.1998, Blaðsíða 36
28
fjöldi klukkustunda á ári, t.d. 200 klst. Aka má rúllum heim utan besta heyþurrkunartímans og
því er ekki eðlilegt að taka heimaksturinn með í virkum heyskapartíma þó svo kostnaðurinn
sé að sjálfsögðu talinn. Miðað við þessar forsendur mundum við ná að heyja 82 t þe. í smá-
bagga, 73 t þe. í þurrhey, 78 t þe. í vothey og 122 t þe. í rúllur. Vélakostnaður við hverja að-
ferð fyrir sig mundi þá nema 5.529 kr/t þe. fyrir smábagga, 6.602 kr/t þe. fyrir þurrhey, 6.725
kr/t þe. fyrir vothey og 5.716 kr/t þe. fyrir rúllur. Þetta sýnir að afköst rúlluheyskapar geta
borgað fyrir sig að því er virðist. Vegna þess hversu afköst eru mikil er hægt að komast yfir
mun meira land og dreifa fasta kostnaðinum á mun fleiri einingar. Þetta sýnir hve rikjandi
fasti kostnaðurinn er í vélakostnaðinum og hvernig hann lækkar eftir því sem heyskapurinn er
umfangsmeiri. Þetta kemur enn gleggra í ljós ef bornar eru saman kostnaðartölur miðað við
1401 þe. heyskap, eins og reiknað var hér að framan, og þessar tölur. Þetta undirstrikar að því
umfangsmeiri sem heyskapurinn er því ódýrari er hann, burtséð ffá aðferðinni sem beitt er,
innan þessara marka. Það er í samræmi við erlendar niðurstöður um samhengi vélakostnaðar
og notkunar (Forristal 1995).
Áhrif stjórnandans hafa ítrekað komið upp í þessari umræðu. Að lokum kemur því 6.
mynd sem sýnir heildarafköst sem fall af heildarvélakostnaði ársins. Þar má sjá að ógreinilegt
samhengi er á milli heildarvélakostnaðar og afkasta. Þarna endurspeglast einnig sá mikli
breytileiki sem er í gögnunum og fjallað hefur verið um áður. Hann gefur vísbendingu um
mismunandi aðstæður en ekki síður um mismunandi hæfni stjórnenda til þess að takast á við
þær aðstæður.
Þessar tölur um heildarkostnað vegna véla liggja á svipuðu bili og þær tölur sem lesa
má út úr búreikningum (Hagþjónusta landbúnaðarins 1997) eins og áður hefúr verið vikið að.
Ef miðað er við að 2/3 af vélaafskriftum séu vegna heyvinnutækja er meðalvélakostnaður
þeirra 527 þús. ki'/ári á öllum búum, 407 þús. kr/ári á sauðfjárbúum og 619 þús. kr/ári á kúa-
búum. Hér er fyrst og fremst um kúabú að ræða svo eðlilegt er að kostnaðurinn liggi nær
þeim tölum.
7.00
6,00
á.s,oo
.4.00
£
3,00
i2-00
1,00
0,00
400 450 500 550 600 650 700 750 800
Arlegur vclakostnaður heyvinnuvéla, þús. kr.
6. mynd. Heildarafköst sem fall af árlegum vélakostnaði heyvinnuvéla.
Án þess að fastar sé kveðið að orði sýnir þetta að verulegri lækkun vélakostnaðar má ná
með bættri nýtingu þeirra fjárfestinga sem liggja í heyvinnuvélum búanna.