Ráðunautafundur - 15.02.1998, Blaðsíða 89
81
Efnainnihald í hráefnum og heildarfóðri
Eins og getið var um hér að framan var að því stefnt við skipulagningu tilraunarinnar að um
helmingur af orku fóðursins kæmi úr kjarnfóðrinu (byggi og fiskimjöli) og helmingur úr hey-
inu og eins og sést í 3. töflu þá hefur þetta tekist með ágætum því í öllum hópum er orkuhlut-
fall úr kjarnfóðri rétt um 50%. Hlutdeild kjarnfóðurs af étnu þurrefni er hins vegar um 44%.
Hlutfall trénis í heildarfóðrinu reiknast 14,2-14,9% og er það í lægri mörkum m.t.t.
fitu% í mjólk o.fl., en tréni í heyinu mældist um 22% sem er frekar lágt. Tréni í bygginu er
lægst í því innflutta (4,4%) og hæst í því votverkaða (6,4%) en það þurrkaða mælist þarna
mitt á milli (5,6%).
Hráprótein í heildarfóðrinu reiknast um 20% af þe. sem er mjög hátt og skýrist af því að
bæði prótein í heyinu (18,3%) og í bygginu (12,5-15,1%) reyndist þó nokkuð meira en mæl-
ingar gáfú til kynna við upphaf tilraunarinnar. Próteinfóðrun gripanna varð því rífleg en ef
litið er á hráprótein þá er próteinfóðrun mest meðan kýrnar fengu votverkaða byggið en
minnst meðan þær fá það innflutta, en ef litið er á AAT gildin þá breytist þetta og er þá ríf-
legasta próteinfóðrunin hjá kúm sem fá þurrkaða íslenska byggið (1301 g/dag) en minnst hjá
kúnum á því votverkaða (1164 g/dag) (3. tafla). Þetta skýrist bæði af mismunandi prótein-
magni í bygginu og einnig og ekki síður af mjög mismunandi niðurbroti próteinsins í vömb-
inni eftir meðhöndlun byggsins. Þannig mælist niðurbrotið á próteininu vera 91% í votverk-
aða bygginu, 59% í því þurrkaða íslenska og 80% í því innflutta. Gildin fyrir votverkaða
byggið og það innflutta eru mjög sambærileg við mælingar á byggi úr tilraun á Möðruvöllum
1996, en þau reyndust vera 90% fyrir votverkað bygg og 81% fyrir innflutt þurrt bygg. Rétt er
þó að benda á að votverkaða byggið á Möðruvöllum var mun þurrara (62% þe.) en það bygg
sem votverkað var í þessari tilraun (45% þe.). í Möðruvallartilrauninni mældist hins vegar
niðurbrotið 83% á próteini úr íslensku þurrkuðu byggi en mælist mun lægra, eða 59%, í
þessari tilraun. Eldri mælingar á þurrkuðu íslensku byggi úr tilraunum á Stóra Ármóti 1988-
1989 liggja á bilinu 40-50% en það bygg var ffá Lágafelli og Sámsstöðum. Skýringin á
þessum mikla mun á íslenska þurrkaða bygginu á Ármóti annars vegar og Möðruvöllum hins
vegar er líklegast sú að allt byggið sem notað hefúr verið á Ármóti hefur verið eldþurrkað en
þurra byggið sem notað var á Möðruvöllum kom frá Þorvaldseyri og hafði verið þurrkað með
upphitaðri súgþurrkun. Vel er þekkt erlendis frá að bæði hitastig og gerð hita getur haft áhrif á
niðurbrot próteins í fóðri og súgþurrkaða byggið virðist líkjast meira votverkaða bygginu en
því eldþurrkaða, enda er það þurrkað við lágan hita (20-25°C) í nokkuð langan tíma eða um 3
sólarhringa. Skýring á þeim mun sem mælist á því íslenska eldþurrkaða (40-59%) og inn-
flutta bygginu (80-81%) er ekki augljós en gæti tengst vaxtarskilyrðum, þroska, afbrigðum
eða þurrkunaraðferð svo eitthvað sé nefnt. Gildin sem hér hafa mælst fyrir innflutt bygg eru
heldur hærri en oft er miðað við erlendis en þar er oft miðað við að niðurbrot á próteini í
byggi sé á bilinu 65-75%.
PBV gildin í heildarfóðrinu eru á réttu róli (432, 211 og 236 g/dag) en þó áberandi hæst
við fóðrun á votverkaða bygginu eins og eðlilegt er út ffá fyrrgreindum niðurbrotsmælingum.