Ráðunautafundur - 15.02.1998, Blaðsíða 84
76
Kýrnar sem eru á blandaða skammtinum og þær sem fá þurrhey fylgjast að í innbyrtri
orku, þunga og þar af leiðandi viðhaldsþörfum. Þegar kernur að nyt og þá orku til framleiðslu
ber þar aðeins á milli. Rúlluhópurinn liggur alltaf neðstur vegna minna áts af orkuminna
fóðri. Fyrst ber að nefna fall í orku frá hirðingu til gjafar sem hefur áhrif. Auk þess hefur háin
orð á sér að nýtast ekki á sama hátt og annað fóður þó svo efnagreiningar sýni ffam á orkuríkt
og gott fóður. Niðurstöður frá kúm úr blandaða hópnum ýta undir þann orðróm. Sama orku-
magn gefur minni nyt, minna próteinmagn, svipaðan þunga en hugsanlega örlítið meiri
þungabreytingar. Einhvers staðar tapast mælda orkan sem fæst úr blandaða skammtinum,
kannski mest orkan úr hánni. Há er gjarnan próteinrík og við mikla próteinfóðrun fer aukreitis
orka í að losa gripinn við próteinið, nokkuð sem skilar sér ekki í útreikningum á orkubú-
skapnum.
Ahrif mismunandi fóðrunar á tekjur
I 6. töflu er yfirlit yfir tekjur og tekjuafgang að frádregnum kjarnfóðurkostnaði.
6. tafla. Áhrif mismunandi fóðrunar á afkomu (R=rúlluhey, Þ=þurrhey, B=blanda af hvoru
tveggja).
R B Þ P-gildi Meðaltal Staðalskekkja mismunarins
Tekjur
kr/líter 59,5 60,4 60,8 <0,00 T' 60,3 0,156
kr/dag 1002 1096 1140 <0,00 T’ 1079 22,47
Kjarnfóður, kr/dag 98,2 98,2 98,2 1,000 98,20 0,001
Hey, kr/kg þe.b) 17,41 16,68 16,31 <0,00 T’ 16,80 2.941
Tekjuafgangur
kr/dag að ffádr. kjf. 904 997 1042 <0,00 T' 981 22,50
kr/dag að frádr. hey 720 803 860 <0,00 la) 794 23,14
a) Marktækur munur þegar fóðrunarmátarnir þrír eru bornir saman.
b) Stuðst við upplýsingar frá Hagþjónustu landbúnaðarins.
Hér endurspeglast það sem á undan er gengið, þurrefnishópurinn kemur best út en sá
blandaði er fast á hælum þess fyrrnefnda. Rúlluhópurinn nær ekki að keppa við hina og
heldur sínu neðsta sæti í röðuninni.
SAMANTEKT
'A Há í rúllum tapar töluverðum gæðum ffá hirðingu til gjafar.
'ó Há í rúllum skilar ekki eins miklu áti og súgþurrkað hey eða blanda af hvoru tveggja
með þeim afleiðingum að;
• mjólkurmagn er minnst í þessum hópi,
• próteinprósenta mjólkur er lægst,
• fituprósenta mjólkur er mest en skilar sér ekki í magntölum á fitu,
• kýrnar mjólka af sér og orkujafnvægið er rétt undir núllinu,
• tekjur fyrir mjólk eru lægstar (á líter og á dag) í hópnum.