Ráðunautafundur - 15.02.1998, Blaðsíða 153
145
árin 1984-86 í tilraun nr. 608-84 á Korpu. Að vori voru borin á 100 kg N/ha árlega 1984-87.
Þessir tilraunaliðir voru aukareitir í tilraun sem var gerð til að mæla svörun við nitri frá 0 til
250 kg N/ha vegna athugana á niturlosun í jarðvegi á sama stykki, og þeir voru ekki nema í
þrem af fimm endurtekningum. Þessi tilraun var við hliðina á þeirri tilraun, sem hér er nefnd
IV. tilraun á Korpu, en gróðurfar var ójafnara. Vallarfoxgras var þó að mestu ríkjandi í þeim
hluta tilraunarinnar sem haustáburðarreitirnir voru í. Tilraunin var jafnan einslegin seint
(29.7.-1.8., 15.7. árið 1987). Eftirverkun var mæld líkt og ÍIV. tilraun.
Niðurstöður tilraunanna, aðrar en efnamælingar, hafa birst í árlegum tilraunaskýrslum
(sjá niðurlag heimildalistans) og þar má leita frekari upplýsinga. Einnig hafa niðurstöður
verið kynntar í Frey og á ráðunautafundi (Hólmgeir Björnsson og Jónatan Hermannsson
1983, 1987). Þóroddur Sveinsson hefur kynnt niðurstöður tilraunanna á Möðruvöllum. Sagt
verður ffá tilraununum á ráðstefnu Grasræktarsambands Evrópu í maí nk.
UPPSKERA ÞURREFNIS OG NITURS
í 3. töflu er meðaluppskera tilraunanna. Reiknað er meðaltal allra staða, vegið með fjölda ára.
Þó er a-lið á Möðruvöllum sleppt vegna þess hve snemma var slegið og því líkur á að áhrifa
voráburðar hafi gætt meira í seinni slætti en í öðrum tilraunum.
3. tafla. Meðaluppskera, þe. hkg/ha, og mat minnstu kvaðrata á meðaluppskeru allra tilrauna, veginni með tjölda
ára. Tölum í sviga var sleppt við útreikning á meðaluppskeru.
Tví- slegið? Möðruvöllum I. II. Meðal- uppskera
i. II. III. IV.
Árafjöldi: 4 2 3 3 1 2
a. Eftir 1. sl. já 35,0 31,6 40,6 59,1 (91,0) (85,2) 48,0
b. Eftir 1. sl. nei 59,5 49,8
c. Síðsumars já 41,8 47,0
d. Síðsumars nei* 37,7 28,8 44,5 59,2 80,4 75,9 49,2
e. Að hausti nei* 36,0 42,9 54,9 82,7 78,0 48,1
f. Að vori nei* 32,9 27,1 43,5 59,1 78,4 76,1 47,6
g. Samanburður nei* 24,1 19,0 32,4 46,2 70,4 64,0 37,0
0,9-1,4 0,7 3,7 2,1 1,01+
Uppskera í 2. sl., a. 9,5 10,4 11,9 7,3 * *
Uppskera í 2. sl., c. 9,7
* Allir liðir voru tvíslegnir á Möðruvöllum.
** Staðalskekkja mismunar meðaltala.
+ Skekkja samanburðar við b- og c-Iið er hærri.
Niðurstöðurnar sýna nokkru meiri uppskeru þegar hluti áburðarins var borinn á sumarið
eða haustið áður og skiptir ekki verulegu máli hvort það sem spratt síðsumars var slegið þá
eða látið fara óslegið undir vetur. Hlutfall niturs í grasi er hins vegar hærra þegar allur
áburðurinn er borinn á að vori svo að nokkuð önnur mynd birtist þegar niturupptaka er
reiknuð (4. tafla). Efnagreiningar eru ekki til frá heilum tilraunaárum á Möðruvöllum eins og
þau eru skilgreind hér og er því sleppt.