Ráðunautafundur - 15.02.1998, Blaðsíða 169
161
byrjun grænku til að tún verði algræn. í þessum gögnum var hún að meðaltali 110 daggráður
(ekkert þröskuldsgildi var notað, þetta er meðalhiti x dagar) og var frá 29-239.
Við útreikninga var einnig prófað að hafa hita og úrkomu frá byrjun gróanda í öðru
veldi, eða þess í stað að setja þak á veðurgildin í línulegum útreikningum. Allar tölur sem
lentu ofan við þetta þak fengu þá þakgildið. Fyrir hitann gaf annarrar gráðu líking heldur betri
niðurstöðu og svipaður árangur náðist með því að setja þak á hitann við 9-10°C. Ákveðið var
að nota línulegt aðhvarf og hafa þakið 10°, enda voru ekki mörg gildi hærri en 10°. Fyrir úr-
komuna breytti það engu að nota annarrar gráðu aðhvarf eða að setja þak.
Úthagi algrœnn og veðurfar
Að meðaltali liðu 6 vikur frá því tún byrjuðu að grænka þar til úthagi varð algrænn, þ.e. út-
hagi varð algrænn 3 vikum seinna en túnin. Breytileiki var mikill, bæði milli ára og staða.
Reynt var að skoða hvaða þættir hefðu áhrif á þennan tíma með sömu aðferð og beitt var á
túnin. Niðurstöðurnar er að finna í 5. töflu. Þar kemur fram, líkt og með túnin, að því seinna
sem byrjar að grænka því skemmri tími líður frá byrjun gróanda þar til úthagi verður algrænn.
Þarna fæst einnig um það bil sami stuðull og fyrir túnin, fyrir hvern dag sem vorkomunni
seinkar styttist þessi tími um hálfan dag. Vetrarhitinn hafði hér ekki marktæk áhrif umfram
þau áhrif sem felast í byrjun gróandans, en aðrir stuðlar eru svipaðir eða sambærilegir.
5. tafla. Stuðlar fyrir áhrif ýmissa þátta á lengd tímans frá því tún byrja að
grænkaþar til úthagi verður algrænn (dagar x °C-1).
Stuðull Staðalskekkja
Byrjun gróanda -0,54 0,06
Meðalhiti mars-apríl -0,76 0,41
Meðalhiti, byrjun-úthagi algrænn -1,79 0,38
Meðalúrkoma, byrjun-tún algræn -0,70 0,34
Staðalfrávik=7,58; R2=70,9
Stuðlarnir fyrir hita og úrkomu eftir byrjun gróanda eru svipaðir og fyrir túnin, þ.e. hver
gráða í meðalhita styttir tímann frá byrjun gróanda þar til úthagi verður algrænn um tæpa 2
daga og hver mm úrkomu um hálfan dag. Þess skal getið að úrkomutölurnar eru meðalsólar-
hringsúrkoma frá byrjun grænku þar til tún verða algræn þar sem ekki voru tiltækar tölur fyrir
tímabilið frá því tún verða algræn þar til úthagi verður algrænn. Þetta líkan skýrði um 71%
breytileikans.
Hér var einnig prófað að hafa hita frá byrjun gróanda í öðru veldi og setja þak á hita-
gildin, en það hafði minni áhrif en gagnvart algrænku túnanna og því ekki notað í endanlegu
líkani.
UMRÆÐUR
Þegar niðurstöður um byrjun gróanda eru skoðaðar er mikilvægt að hafa í huga þann mun sem
getur verið á milli túna og athugunarmanna. Dagsetningarnar fyrir hvern stað eru bæði háðar