Ráðunautafundur - 15.02.1998, Blaðsíða 265
257
fyrirlesarinn frjálst útfrá grindinni og hefur þá hugann jafnframt við klukkuna og líðan
áheyrenda.
Fyrirlestrar geta verið af ýmsu tagi, enda höfum við ýmis nöfn yfir þetta athæfi að tala til fólks í
þeim tilgangi að fræða það. Við tölum um að halda erindi, koma með innlegg, flytja ávarp, veita
fræðslu, vera með innlögn, segja til, útskýra, útlista, ræða um, vekja umhugsun um eða fjalla
um eitthvert viðfangsefni. Við getum flokkað fyrirlestra eftir tilefni, tilgangi, innihaldi og
aðstœðum. Allar þessar tegundir lúta svipuðum lögmálum þegar að er gáð. Til skýringar tek ég
þijár ólíkar gerðir fyrirlestra sem dæmi og kalla þxr;fneðsluerindi, útlistun og hugvekju.
Fræðsluerindið eða hinn dæmigerði fyrirlestur er í raun uppbyggður eins og fræðileg ritgerð
með inngangi, meginmáli og niðurstöðum. Tilgangurinn er að kynna árangur athuganna,
tilrauna eða þróunarstarfs, til dæmis í tilefni af birtingu niðurstaðna eða á fræðilegri ráðstefnu
eða stefnumótandi fundi um ákveðið málefni. Oft hefur fyrirlesarinn skrifað fyrirlesturinn og
flytur hann orðrétt, sérstaklega ef ætlunin er að birta hann í ráðstefnuriti. Hættan við þessa gerð
fyrirlestrar er að fyrirlesarinn haldi ekki athygli áheyrenda sinna því hann gerir ekki greinarmun
á mæltu og rituðu máli.
Talið er að meðaltalhraði fyrirlesara sé um 150 orð á mínútu og á 40 mínútum, sem er algeng
lengd fyrirlestra, dælir hann því yfir áheyrendur sína 6000 orðum. Við þekkjum af eigin reynslu
að það er erfitt að festa hugann við þann orðaflaum í einni lotu. Eftir fyrstu 10-15 mínútumar
er athygli áheyrenda farin að dofna og hugurinn að reika. Ef fyrirlesarinn hugsar eingöngu um
að flytja fyrirlesturinn sinn, Ld. að lesa hann er hætt við að skilningur og áhugi áheyrenda verði
í lágmarki.
Þessa tegund af fyrirlestri ætti því að nota í hófi og einungis þegar aðstæður kalla á þessa
framsetningu. Slíkar aðstæður em til dæmis stór áheyrendahópur, formleg eða fræðileg
ráðstefna eða fundur, þar sem nokkur íjarlægð er milli fyrirlesara og áheyrenda. Það þarf að
gæta þess sérstaklega við þessar aðstæður að sjá áheyrendum fyrir tilbreytingu, t.d. með
myndefni, spumingum út í sal, ögmn eða öðm móti. Einn helsti vandinn er sá að vegna
fjarlægðarinnar á fyrirlesarinn erfitt með að gera sér grein fyrir ástandi og áhuga áheyrenda,
hann heyrir jafnvel ekki hrotumar af aftasta bekk.
Hugvekja er nafnið sem ég nota hér sem tilvísun til fyrirlestra sem fyrst og fremst er ætlað að
hafa áhrif á áheyrendur. Það er að kalla fram ákveðin viðhorf eða hughrif, svo sem að efla með
áheyrendum áhuga og stolt yfir unnu starfi, móta viðhorf þeirra til ákveðinnar stefnu eða að
ögra rótgrónum viðhorfum og starfsháttum. Tilefnin til slíkra fyrirlestra gefast oft, hátíðir s.s.
afmæli stofnana og samtaka, víglsa eða upphaf starfssemi, stefnumótun samtaka eða
sveitarfélaga og svo mætti lengi telja. Stundum er hugvekjan predikun eða reiðilestur, í annan
tíma skjall eða hughreysting.
Nú spyrjið þið sjálfsagt hvemig í ósköpunum dettur konunni í hug að kalla hugvekju fræðslu ?
Er þetta ekki bara áróður ? Oft er það því miður tilfellið, en ég tel að góð hugvekja sé mjög
mikilvægt tæki til þess að fræða fólk eins og nafnið bendir til. Það að vekja fólk til umhugsunar
hlýtur að leiða til þess að áheyrendur verði fróðari eða meðvitaðri eftir en áður. En hvað er þá
góð hugvekja ? Hún þarf að byggja á einhverjum sannindum, það er forsendum sem
áheyrendum em ljósar og hún þarf að vera þannig upp byggð og flutt að hún hafi áhrif.