Ráðunautafundur - 15.02.1998, Blaðsíða 168
160
búningur fyrir veturinn því lakari? Fara næringarefni á hlýjum haustum ffemur í vöxt en að
byggja upp orkuforðann?
3. tafla. Stuðlar fyrir áhrif haust-, vor- og vetrarhita á byrjun
gróanda á vorin (dagar x °C_I).
StuðuII Staðalskekkja
Meðalhiti sept.-okt. 2,19 0,69
Meðalhiti nóv. -febr. -2,09 0,65
Meðalhiti mars-apr. Brú -2,69 1,00
Vík -10,71 1,56
Aðrar stöðvar -5,86 0,39
Staðalfrávik=9,44; R2=63,3
Tún algrœn og veðurfar
Að meðaltali liðu 3 vikur ífá því tún voru talin byrjuð að grænka þar til þau urðu algræn.
Breytileikinn er samt mikill, allt frá 4 dögum upp í 58 daga. Skoðað var hvaða þættir hefðu
helst áhrif á þetta með svipuðum aðferðum og beitt var á byrjun gróanda. Niðurstöðurnar eru
sýndar í 4. töflu. Þar kemur ffam að því seinna sem byrjar að grænka því skemmri tími líður
frá byrjun gróanda þar til tún verða algræn. Fyrir hvern dag sem vorkomunni seinkar styttist
þessi tími um hálfan dag. Þetta kemur ekki á óvart, eftir því sem líður á hækkar sól á loffi og
inngeislun eykst, þannig verður hver dagur áhrifameiri.
4. tafla. Stuðlar fyrir áhrif ýmissa þátta á lengd tímans frá því tún byrja að
grænka þar til þau verða algræn (dagar x °C_I).
Stuðull Staðalskekkja
Byrjun gróanda -0,53 0,04
Meðalhiti nóv.-febrúar -2,14 0,41
Meðalhiti mars-apríl -1,01 0,31
Meðalhiti, byrjun-algræn (þak við 10°C) -1,55 0,25
Meðalúrkoma, byrjun-algræn Staðalfrávik=5,86; R2=64,7 -0,57 0,26
Einnig kemur í Ijós að vetrar- og vorhitinn hefur áhrif umfram þau áhrif sem hann hefúr
á byrjun vorgróðurs. Þótt jörð sé byrjuð að grænka tekur það túnin lengri tíma að verða al-
græn ef veturinn og/eða vorið hefur verið kalt. Jarðvegurinn er þá væntanlega kaldari og öll
starfsemi í honum að sama skapi hægari. Fyrir hverja gráðu sem vetrarhitinn (nóv.-febr.) er
hærri styttist þessi tími um tvo daga og um einn dag fyrir vorhitann. Eins og vænta mátti
hefur hiti og úrkoma effir að byrjar að grænka einnig áhrif. Fyrir hverja gráðu sem meðalhiti
tímabilsins frá byrjun gróanda þar til tún verða algræn hækkar styttist tíminn sem þessi ferill
tekur um E/2 dag og fyrir hvern mm í meðalsólarhringsúrkomu styttist ferillinn um V2 dag.
Þetta gefur einnig vísbendingu um hvers vegna það þarf svo misháa hitasummu frá