Ráðunautafundur - 15.02.1998, Blaðsíða 158
150
10. tafla. Lítrænt efni, t/ha, og nitur í rótum, N kg/ha. Niðurstöður ffá apríl 1984 í I. tilraun og apríl 1985-87 í
IV. tilraun.
Tví- sl.? Lífrænt efni, t/ha I. N kg/ha IV.
IV. Mt. I.
Vallf. Fylk. Mt. Vallf. Fylk. Mt. '85 '86 '87 Mt.
a. Eftir 1. sl. já 10,1 16,9 13,5 11,0 167 247 207 162 254 308 241
b.Eftir l.sl. nei 12,5 221 269 350 280
d. Síðsumars nei 10,6 19,3 15,0 11,3 197 302 249 207 260 342 270
e. Að hausti nei 10,6 17,7 14,1 10,9 205 283 244 237 265 286 263
f. Að vori nei 9,8 16,8 13,3 10,6 154 230 192 158 208 274 214
g. Samanb. nei 9,5 16,0 12,8 9,8 156 203 179 158 185 240 194
0,88-1,44 0,97 17-28 30 28 32 17
Meðalþyngd róta í IV. tilraun fór heldur vaxandi á tímanum, úr 9,9 t/ha 1985 í 11,4
1986 og 11,7 t/ha 1987. Afbrigðilega lítið mældist í e-lið 1987, aðeins 9,6 t/ha. Sama mæling
er í f- og g-lið 1985. Önnur meðferð en áburðartími hafði lítil áhrif. Lífænt efni var 11,5 t/ha
eftir fyrri sláttutímann og 10,5 eftir þann seinni, og samsvarandi niðurstöður fyrir nitur voru
247 og 241 kg/ha. Líffænt efni var 11,4 t/ha þegar grunnáburður var 60 kg N/ha, en 10,7
þegar hann var 120 kg N/ha, og samsvarandi tölur fyrir nitur í rótum voru 256 og 232 kg
N/ha. Þessir tilraunaliðir voru á stórreitum og er mismunur meðaltala ekki marktækur. Víxl-
verkun þessara meðferðarþátta við áburðartíma er ekki veruleg. Þó hefur sláttutími áhrif á
nitur í rótum í b-lið, eftir fyrri sláttutímann er það 247 kg/ha og 312 kg/ha eftir þann seinni, og
í e-lið er það 293 og 233 kg/ha eftir fyrri og seinni sláttutímann, en að öðru leyti munar litlu á
sláttutímum. Síðast talda gildið, sem er nokkuð lágt, skýrist einkum af litlu magni róta 1987
sem áður er getið. Staðalskekkja mismunar þessara meðaltala er um 25.
Athygli vekur að á reitum, sem ekki hafa verið slegnir eftir að þeir fengu 60 kg N/ha, er
nitur í rótum umfram þá, sem aðeins fengu áburð að vori (f-liður), svipað viðbótinni að magni
og kemur það fram þegar á fyrsta ári í IV. tilraun. Þessi niðurstaða virðist stangast nokkuð á
við niðurstöður 4. töflu sem benda til taps á nitri eða bindingar á haustáburði. Rétt er að benda
á að sýni tekin á litlum blettum í stórum fleti eins og rótarsýnin gefa jafnan ónákvæma niður-
stöðu eins og sést á tilraunaskekkju. Niðurstöður 4. töflu eru því nákvæmari. Ætla má að það
nitur sem var í grasi að hausti (8. tafla) sé að mestu að fmna í rótum og öðrum plöntuhlutum
sem þeim fylgja og því komi öll áburðaráhrifin fram í rótarsýnunum. Áhrif áburðar á vöxt róta
sjást m.a. á því að þær eru mestar þar sem lengst er liðið frá dreifingu áburðar eftir slátt. Ekki
munar að sama skapi á magni niturs og er styrkur þess í rótum því meiri sem skemmra er liðið
frá dreifingu áburðar. Samanburður á f- og g-lið í 8. töflu sýnir áhrif af voráburði umfram 60
kg/ha á nitur í grasi sem nemur 5 kg N/ha. Meiri munur í rótum (10. tafla) gæti bent til meiri
áhrifa á rótarvöxt, en munurinn er þó ekki marktækur.
AMMÓNÍUM OG NÍTRAT í JARÐVEGI
I jarðvegssýnum, teknum í I. og III. tilraun í nóvember 1983, fannst ekki marktækur munur á
ammóníum eftir dreifingartímum. Hins vegar var meira ammóníum í reitum með vallar-
foxgrasi en Fylkingu og snarrót sem nemur um 6 kg N/ha í 0-20 sm og 2 kg N/ha í 20-40 sm.