Ráðunautafundur - 15.02.1998, Blaðsíða 175
167
Ákveðið var að nota sprettu á viku í stað heildaruppskeru til að einangra sprettuna við-
komandi viku frá því sem áður hafði gerst, annars hefði þurft einhvers konar minni í líkanið.
Gallinn við það að nota sprettuna er hins vegar sá að mælingar eru ekki alveg óháðar. Mæli-
skekkja viknanna á undan og eftir hefur áhrif á sprettu viðkomandi viku.
í þessu líkani eru stuðlarnir reiknaðir innan ára. Prófað var að nota haust-, vetrar- og
vorhita í stað ára. Þessar breytur skýrðu hluta áramunarins, en þó ekki nærri allan. Þessar
breytur höfðu fyrst og ffemst áhrif á það hvenær byrjaði að spretta, en hitinn í mars og apríl
hafði einnig áhrif á sprettuhraðann. Einnig var prófað að hafa veðurbreytur í öðru veldi, setja
inn veðurbreytur ffá vikunni á undan eða setja þak á veðurbreyturnar. Allar tölur sem lentu
ofan við þetta þak fengu þá þakgildið. Ekki reyndist til bóta að hafa þær í öðru veldi, en áhrif
voru af geislun og úrkomu vikunnar á undan og það kom betur út að hafa þak á úrkomunni.
Úrkoma umffam 0,7 mm á sólarhring virtist ekki til bóta og var því sett sem þak. Fyrir úr-
komu vikunnar á undan reyndist best að setja þak við 3,3 mm. Hér þarf að hafa í huga að úr-
koma er ekki besti mælikvarðinn á áhrif vatns á sprettu. Hæfilegt vatn þarf að vera í jarð-
veginum hverju sinni og það er ekki bara háð úrkomunni í viðkomandi viku, heldur úrkomu
fyrr um vorið, dreifingu hennar á tímabilið, uppgufún, jarðvegi o.fl. Þessi áhrif úrkomu vik-
unnar á undan koma því ekki á óvart. Niðurstöður þessara útreikninga eru sýndar í 4. töflu.
Meðalhiti yfir tímabilið sem út-
reikningarnir byggja á var 8,1°C og
meðalgeislun fyrir sama tímabil 15,2
Mj/m2 (5. tafla). Við þessar aðstæður
var sprettan að meðaltali 382 kg á
viku. Hitaaukning um 1°C ætti sam-
kvæmt þessu að auka sprettuna upp í
424 kg á viku (11% aukning) og
aukning um eina einingu í sólgeislun
að bæta 40 kg við sprettuna. Áhrif
geislunarinnar eru því samkvæmt
þessu meiri vegna þess að hún
hleypur á stærra bili. Hafa þarf í huga
að þessar breytur eru tengdar og hluti
af þeim áhrifum sem hér mælast sem
áhrif geislunar gætu verið hitaáhrif
því með aukinni geislun hækkar hit-
inn við jörð (í grasinu) meira en hit-
inn í 2 m hæð. Hitinn í líkaninu er hins vegar mældur í 2 m hæð. Úrkoma upp að 0,7 mm/dag
virðist skila miklu í sprettu, eða 289 kg yfir vikuna. Úrkoma umfram það kemur samkvæmt
þessu ekki að notum sprettuvikuna en nýtist þó fyrir vikuna á eftir. Svipað má segja um
geislunina, hún hefur ekki bara áhrif viðkomandi sprettuviku heldur einnig vikuna á eftir.
4. tafla. Stuðlar fyrir áhrif ýmissa veðurþátta á sprettu fyrstu
vikurnar á vorin (kg þe./ha/viku).
Stuðull Staðalskekkja
Meðalhiti 42 14
Meðalgeislun í sömu viku 40 7
Meðalgeislun vikuna á undan 25 6
Úrkoma í sömu viku (þak=0,7mm) 289 61
Úrkoma vikuna á undan (þak=3,3 mm) 55 22
Úrkomudagar 49 17
Staðalfrávik=l,05 R2=81,6%
5. tafla. Meðaltöl vikulegra gilda nokkurra veðurþátta tíma-
bilin sem útreikningamir byggja á.
Meðaltal Hæsta gildi Lægsta gildi
Hiti, °C 8,1 11,1 4,0
Sólgeislun, Mj/m2 15,2 23,4 7,6
Úrkoma, mm/dag 2,3 7,3 0,0
Fjöldi úrkomudaga á viku 4,9 7 1