Ráðunautafundur - 15.02.1998, Blaðsíða 173
165
mánuði um leið og reitirnir voru metnir. í byrjun ágúst (meðaldagsetning 6. ágúst) voru
reitirnir síðan slegnir og uppskeran vegin.
Reitirnir voru á gömlu túni, þannig að gróður var nokkuð blandaður. Helstu tegundir
voru túnvingull (40%), vallarsveifgras (20%), hálíngresi (20%), snarrótarpuntur (10%) og
hvítsmári (10%). Einnig sást í tilrauninni vallarfoxgras, háliðagras, túnfífill, vegarfi og maríu-
stakkur.
NIÐURSTÖÐUR
Aburðartími
Öll árin byrjuðu haustáburðarreitirnir að
grænka á undan öðrum reitum og flest
árin urðu þeir einnig algrænir á undan
öðrum reitum (1. tafla). Munurinn milli
áburðarliða er þó meiri þegar litið er til
byrjunar gróandans en algrænku reitanna.
í 2. töflu eru niðurstöður uppskeru-
mælinga sýndar. Uppskera áburðarlausu
reitanna er eðlilega minni en hinna.
Fyrstu þrjú árin var uppskera áburðarlausu reitanna um helmingur af uppskeru ábornu
reitanna, en um fjórðungur eftir það. Fimm ár af þessum sjö var röðun áburðarliða sú sama og
í meðaltalinu, fyrri áburðartími að vori með mesta uppskeru, því næst sá síðari og haust-
áburður númer þrjú. Árið 1996 var hins vegar haustáburðarliðurinn með mesta uppskeru (48,7
hkg/ha), seinni voráburðartíminn í öðru sæti (47,9 hkg) en sá fyrri í þriðja sæti (42,4 hkg/ha).
Árið 1997 var seinni voráburðartíminn með mesta uppskeru (35,7 hkg/ha), sá fyrri í öðru sæti
(34,1 hkg/ha) og haustáburður í því þriðja (29,7 hkg/ha). Bæði þessi ár, og reyndar árið 1995
einnig, leið venju fremur langur tími ffá fyrri áburðartíma að vori þar til viðkomandi reitir
byrjuðu að grænka (3 vikur). Þetta virtist þó ekki koma að sök árið 1995, en þá voru ekki
nema 5-10 sm niður á klaka við fyrri áburðartímann. Óvenju mikill klaki var í jörðu þetta ár,
um 70 sm. Árið 1997 var einnig grunnt á klaka við fyrri áburðartímann að vori (8 sm) og 20
sm árið 1996. Önnur ár var ýmist dýpra á klaka við þennan áburðartíma eða klakalaust.
2. tafla. Uppskera (þe. hkg/ha) við mismunandi áburðar- og sláttutíma, meðaltal 7 ára.
Sláttutímar (meðaltöl)
Áburðartími 21.5. 28.5. 4.6. 11.6. 18.6. 6.8.
Haustáburður 2,2 5,7 9,0 13,8 17,9 42,7
Borið á fyrir byrjun gróanda 1,8 5,7 10,1 14,9 19,5 47,1
Borið á eftir byrjun gróanda 0,5 3,4 7,9 12,9 17,7 45,5
Enginn áburður 0,2 1,0 2,3 4,1 6,0 16,0
1. tafla. Dagsetning þegar reitir náðu 1 (byrjaðir að
grænka) og 4 (algrænir) í litareinkunn á einstökum
liðum, meðaltal 7 ára.
Áburðartími Litareinkunn >1 =4
Haustáburður 25. apríl 28. maí
Borið á fyrir byrjun gróanda 7. maí 30. maí
Borið á eftir byrjun gróanda 13. maí 6. júní
Enginn áburður 16. maí 21. júní
Gróandi og veður
I 3. töflu er jarðvegs- og lofthiti vikuna fyrir byrjun gróanda á einstökum liðum sýndur. Jarð-