Ráðunautafundur - 15.02.1998, Blaðsíða 196
188
vissulega deyja út og hverfa ýmsar tegundir og aðrar verða sífellt til. Þekkingin er meiri á
stærri lífverunum, sem er auðveldara að eiga við.
Töluverðar upplýsingar hafa safnast um sýnilega smádýralífið á íslandi og skordýra-
tegundum sem hafa greinst hérlendis hefur fjölgað verulega á seinni árum (Erling Ólafsson
1991). Þó er augljóst að margar tegundir undirborðsvera eru enn ófundnar eða hafa ekki verið
greindar, og á það sérstaklega við um þær minnstu, s.s. gerla og sveppi. Rannsóknir á lífi í ís-
lenskum jarðvegi eru mjög fáar og umfangslitlar, þannig að þar eiga örugglega eftir að safnast
miklar upplýsingar. Örverurnar eru lítið rannsakaðar, en nokkrar upplýsingar eru til um smá-
verurnar og stórverurnar. Helst hafa verið gerðar athuganir á jarðvegsdýrum í sambandi við
úttektir á hugsanlegum virkjunarsvæðum eða landnámi lífvera (Hólmfríður Sigurðardóttir
1991). Þá hafa verið rannsakaðir einstakir hópar jarðvegsdýra, s.s. ánamaðkar (Bengtsson o.fl.
1975, Bjarni E. Guðleifsson og Rögnvaldur Ólafsson 1979, Hólmfríður Sigurðardóttir og
Guðni Þorvaldsson 1994), eða borin saman jarðvegsfánan í nokkrum gróðurlendum (Helgi
Hallgrímsson og Jóhannes Sigvaldason 1974, Helgi Hallgrímsson 1975). Sumar þessara
rannsókna eru orðnar gamlar og einnig eru þær brotakenndar, þannig að mikið vantar á að við
þekkjum þessa undirstöðu annars lífs á landinu nægilega, og lítið er vitað um áhrif mannsins á
þessa lífsstarfsemi hérlendis. Þó hefur lítillega verið kannaður íjöldi einstakra flokka undir-
borðsvera, einkum við Eyjafjörð, en lífverurnar hafa yfirleitt ekki verið flokkaðar til tegunda
(Jóhannes Sigvaldason 1973, Helgi Hallgrímsson 1976).
Jarðvinnsla hefur yfirleitt neikvæð áhrif á jarðvegslífið fyrst í stað, en það er blómlegast
í mold sem ekki er plægð eða unnin, s.s. í engjum og skógum, þar sem ekki eru notuð eitur-
efni og þar sem líffæn efni falla aftur til jarðar (Curry 1994). Rannsóknir á lífsstarfsemi
smásærra lífvera í sverðinum eru bæði áhugaverðar og hljóta að vera gagnlegar vegna þess að
þær segja til um ástand jarðvegs og lífverurnar geta verið góður mælikvarði á það. í moldinni
dafnar hið raunverulega grasrótarsamfélag, samfélag hinna almennu moldarborgara sem
hljóðlega vinna undirstöðuverkin í þjóðfélaginu.
HEIMILDIR
Bengtsson, SA, A. Nilsson, S. Nordström & S. Rundgren, 1975. Habitat selection of lumbricids in Iceland.
Oikos 26, 253-263.
Bjarni E. Guðleifsson, 1977. Lífverurnar og landbúnaðurinn. Freyr 73, 518-525.
Bjarni E. Guðleifsson, 1996. Lífið í moldinni. Garðyrkjuritið 76, 68-89.
Bjarni E. Guðleifsson & Rögnvaldur Ólafsson, 1981. Athugun á ánamöðkum í túnum í Eyjafirði. Náttúru-
fræðingurinn 51, 105-113.
Brauns, A., 1968. Praktische Bodenbiologie. Gustaf Fischer Verlag. Stuttgart. 472 bls.
Curry, JP., 1994. Grassland Invertebrates. Chapman & Hall. 437 bls.
Erlendur Jónsson & Erling Ólafsson 1989. Söfnun og varðveisla skordýra. Pöddur. Rit Landverndar 9, 29-46.
Erlendur Jónsson, Erling Ólafsson & Gísli Már Gíslason, 1989. Flokkun og greining skordýra. Pödddur. Rit
Landverndar 9, 47-80.
Erling Ólafsson, 1991. íslenskt skordýratal. Fjölrit Náttúrulfæðistofnunar 17, 69 bls.