Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Qupperneq 6
6 Fréttir Páskablað 22.–29. mars 2016
FermingargjöFin í ár!
fæst í öllum verslunum n1
Þráðlausu Touch heyrnartólin eru seld á N1 um allt land.
Hægt að tengja við síma, ipad og öll bluetooth tæki.
Einnig er hægt að svara í símann með þeim.
AðAlfundur BÍ 2016
Dagskrá:
• Venjuleg aðalfundarstörf
• Skýrslur frá starfsnefndum
• Kosningar*
• Lagabreytingar
• Önnur mál
*Framboð til formanns BÍ þarf að
berast skrifstofu BÍ ekki síðar en tveimur
vikum fyrir boðaðan aðalfund.
BÍ félagar eru hvattir til að mæta
Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands árið 2016 verður haldinn
fimmtudaginn 28. apríl n.k. að Síðumúla 23 3. Hæð, 108 Reykjavík
þar sem félagið er til húsa og hefst fundurinn stundvíslega kl. 20.00
fimmtudaginn 28. apríl kl. 20.00 í Síðumúla 23
Sofa vært í pappakössum
n Erna talar af reynslu og mælir með finnska barnaboxinu n Þingmenn vilja innleiða slíka vöggugjöf hér
Þ
etta kom að frábær-
um notum. Það er allt í
þessu sem maður þarf frá
fæðingu til níu mánaða.
Fötin spanna allar stærð-
ir þar á milli. Og það er bókstaflega
hugsað fyrir öllu,“ segir Erna Hrund
Hermannsdóttir, lífsstílsbloggari á
Reykjavík Fashion Journal, sem hef-
ur góða reynslu af finnsku barna-
boxunum sem hópur þingmanna
vill nú að skoðað verði að innleiða
sem vöggugjöf til nýbakaðra for-
eldra hér á landi. Um er að ræða veg-
lega pappakassa sem innihalda ótal
nauðsynjavörur fyrir ungbörn jafnt
sem foreldra auk þess sem kassarn-
ir sjálfir koma með dýnu og hafa ver-
ið notaðir sem ungbarnarúm í Finn-
landi um áratugaskeið.
Vilja íslensk barnabox
Á föstudag lögðu sjö
þingmenn úr þrem-
ur flokkum fram
þingsályktunar tillögu
um að fela heilbrigð-
isráðherra að skipa
starfshóp til að kanna
þörfina á og grund-
völlinn fyrir opin-
berum stuðningi
við verðandi for-
eldra í formi vöggu-
gjafar sem inni-
haldi nauðsynjavöru
fyrir ungbörn. Gjöf-
in yrði í anda þess
sem gert hefur ver-
ið í Finnlandi síðan á fjórða áratug
síðustu aldar. Í dag geta foreldrar í
Finnlandi valið um að fá peninga-
styrk eða barnsburðarpakka sem
er hrein viðbót við hefðbundna
fæðingarstyrki og fæðingarorlof.
Flestir velja víst barnaboxið sem
inniheldur flest það sem ungbörn
þurfa fyrstu mánuðina, svo sem föt,
bleiur, sæng, dýnu, sængurver, sam-
fellur, svefnpoka, útigalla, húfur,
vettlinga, sokkabuxur og ótalmargt
fleira í fjölmörgum mismunandi
stærðum. Þar er meira að segja að
finna dömubindi, geirvörtukrem og
brjóstapúða fyrir nýbakaðar mæð-
ur sem og smokka fyrir foreldrana.
Síðast en ekki síst þá hefur pappa-
kassinn sjálfur nánast frá upphafi
verið nýttur sem ungbarnarúm, en
kassinn og fötin í honum eru gjarn-
an hönnuð af finnskum hönnuðum
og er endurskoðuð árlega. Fullyrt er
að þetta framtak Finna hafi átt stór-
an þátt í að draga úr vöggudauða þar
í landi á síðustu öld, og er tíðni ung-
barnadauða í Finnlandi nú með því
lægsta sem gerist í heiminum.
Áætlaður kostnaður 130 milljónir
„Vöggugjöf af þessum toga er tákn-
ræn með þeim hætti að hún býður
hvern nýjan þjóðfélagsþegn velkom-
inn,“ segja flutningsmenn tillögunnar
í greinargerð hennar. Þar seg-
ir að opin bert útboð fari fram
til að ákveða hvaða vörur fari í
pakkann hverju sinni en sam-
kvæmt opinberum tölum frá
Finnlandi nam kostnaður rík-
isins vegna barnapakkans
653.049 evrum í september
2015 fyrir 3.499 barnsburðar-
pakka. Eða um 187 evrur á
hvern pakka sem jafngildir um
26 þúsund krónum.
Er gróflega áætlað, miðað
við meðaltal fæddra barna á Íslandi
frá 2006–2010 sem var 4.748 börn, að
kostnaður íslenska ríkisins af þessu
gæti numið um 120–130 milljónum
króna á ári.
„Með þessu móti mætti í
senn tryggja nýfæddum börnum
nauðsynlegan útbúnað og spara
nýbökuðum foreldrum bæði fyrir-
höfn og peninga sem kæmi sér sér-
staklega vel fyrir þá foreldra sem hafa
lítið á milli handanna. Með þessari
framkvæmd er einnig auðveldara en
ella að hafa eftirlit með því að vörur
sem ungbörn nota uppfylli örygg-
iskröfur og séu ekki heilsuspillandi.
Barnsburðarpakkinn í Finnlandi er
með þeim hætti að allir eiga rétt á
honum, óháð fjárhagsstöðu. Pakk-
inn tryggir þannig ákveðinn jöfn-
uð fyrir öll börn og foreldra. Inni-
hald íslenska pakkans gæti verið
innlend framleiðsla og með því væri
stutt við innlendan markað,“ seg-
ir í greinargerðinni. Flutningsmenn
vilja að gerð verði fýsileika-, þarfa-
og kostnaðargreining við að bjóða
nýfædda þjóðfélagsþegna velkomna
með svipuðum hætti hér.
Tumi fékk barnabox
Erna Hrund og eiginmaður
hennar, blaðamaðurinn Aðalsteinn
Kjartans son, fengu finnskt barnabox
að gjöf þegar þau eignuðust annan
son sinn, Tuma, í fyrra. Að sögn
Ernu nýtur hún enn góðs af því sem
finna mátti í kassanum. Erna komst
í samband við fyrirtæki í Finnlandi,
Finnish Baby Box, sem stofnað var
af þremur finnskum feðrum sem
þótti svo gaman að fá sína kassa frá
finnska ríkinu á sínum tíma að þeir
ákváðu að fara í útrás með barna-
boxin og kynna fyrir umheiminum.
Í gegnum vinsæla bloggsíðu sína og
samstarf við Moomin-vefverslunina
fór svo að Ernu og Aðalsteini áskotn-
aðist sérstakur Múmínálfakassi fyrir
Tuma.
„Ég kynnti hann á blogginu mínu
og fékk alveg svakalega góðar við-
tökur. Ef við hefðum vitað að það
væri svona mikið í þessum kassa
hefðum við ekki þurft að kaupa
neitt. Það er ótrúlegt hvað þeir koma
miklu í þessa kassa. Öllu er raðað
eftir kúnstarinnar reglum. Tumi svaf
síðan í kassanum sjálfum fyrstu fjóra
eða fimm mánuðina. Hann lúrði í
þessu drengurinn og hafði það voða
kósí. Núna sefur Tumi í vagninum
í kerrupokanum sem fylgdi kass-
anum og í útigallanum sem fylgdi.
Þarna var að finna fínustu ullarvörur
frá Finnlandi og það er skemmtilegt
hvernig þeir nota þetta til að vekja
athygli á finnskum fötum, barna-
vörum og framleiðslu.“
Erna Hrund er ekki í nokkrum
vafa um að þetta yrði kærkomin og
bráðsniðug lausn fyrir Íslendinga.
„Hér á Íslandi gæti ríkið farið í
samstarf við íslensk vörumerki sem
gætu nýtt þetta til að kynna sínar vör-
ur. Ég held að það væri ótrúlega flott
fyrir íslenska ríkið að gera þetta. Ég
mæli alveg hiklaust með þessu.“ n
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Mælir með kassanum Erna Hrund fékk
barnabox frá finnskum framleiðanda fyrir
son sinn Tuma sem fæddist í fyrra. Hún
mælir hiklaust með því að Íslendingar taki
upp þennan finnska sið.
„Ég mæli
alveg hik-
laust með þessu
Svaf vært Tumi Aðal-
steinsson lét fara vel um sig
í finnska pappakassanum
sem foreldrar hans fengu
þegar hann var nýfæddur.
Föt og fleira sem fylgdi með
er enn í notkun. MyndIR ERna HRund