Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Síða 26
Páskablað 22.–29. mars 201626 Fréttir Gerum við Apple vörur iP one í úrvali Sérhæfum okkur í Apple Allskyns aukahlutir s: 534 1400 Sjóðurinn rukkaði skuldlausan mann Reyndi að innheimta jöfnunargjald þrátt fyrir að viðskiptavinur hefði greitt upp íbúðalán sitt É g var ósáttur við viðmótið sem ég fékk og þá staðreynd að ég fékk engar útskýringar á því hvernig þessi innheimta var tilkomin,“ segir William Sigurjón Tracey, sem háði stutta en snarpa baráttu við Íbúðalána­ sjóð út af svokölluðu jöfnunargjaldi sem stofnunin reyndi að innheimta af honum, þrátt fyrir að hann væri búinn að greiða upp íbúðalán sitt og væri skuldlaus við stofnunina. Innheimta þrátt fyrir skuldleysi Forsaga málsins er sú að William greiddi nýlega lokagreiðsluna af láni hjá Íbúðalánasjóði. Í fram­ haldinu fékk hann sent frumrit skuldabréfsins auk staðfestingar þess efnis að hann væri skuldlaus og veðláninu hefði verið aflýst af fasteign hans. Það kom honum því verulega á óvart þegar hon­ um barst greiðsluseðill frá Íbúða­ lánasjóði upp á tæpar 40 þúsund krónur og var ástæða innheimt­ unnar tilgreind sem áðurnefnt jöfnunargjald. „Mér þótti þetta frekar einkennilegt og setti mig því í samband við Íbúðalánasjóð til þess að fá einhver svör við því hvernig á þessu stæði,“ segir William. Benti bara á töluna á tölvuskjánum Eitthvað stóð á því að hann fengi útskýringu á sínum málum og því fór hann niður á skrifstofu sjóðs­ ins. „Þar benti starfsmaðurinn í raun bara á töluna á tölvuskjá og vildi meina að það væri staðfesting á skuldinni,“ segir William. Eins og áður segir var hann engu nær um hver ástæða innheimtunnar var auk þess sem starfsfólk Íbúða­ lánasjóðs var fáskiptið í hans garð. „Ég benti þeim á að ég væri búinn að fá staðfestingu á skuldleysi og því væri þessi innheimta einkenni­ leg í meira lagi. Upphæðin sem slík skiptir mig ekki miklu máli en rétt skal vera rétt. Ég fékk hins vegar engar upplýsingar hvernig stóð á þessu og starfsfólkið sem ég ræddi við virtist ekki vita það heldur,“ segir William. Hann kvaddi starfs­ mennina því með þeim orðum að það kæmi ekki til greina að hann greiddi þetta gjald. Afsökunarbeiðni í kjölfar fyrirspurnar DV Í kjölfar þess að DV fékk upplýs­ ingar um málið var send fyrir­ spurn til Íbúðalánasjóðs þar sem skýringa var leitað. Það var gert á þriðjudegi í síðustu viku. DV hefur ekki enn fengið svar við fyrirspurn sinni en daginn eftir hafði yfir­ maður hjá Íbúðalánasjóði sam­ band við William og tilkynnti hon­ um að málið hefði verið látið niður falla. „Þá var komið allt annað hljóð í strokkinn. Hún tjáði mér að mistök hefðu átt sér stað og baðst afsökunar á óþægindunum. Það hefði átt að innheimta þessa meintu skuld jafnt og þétt sam­ hliða hverjum gjalddaga en það hefði misfarist. Það er ekki hægt að staðfesta skuldleysi og halda síðan áfram innheimtu,“ segir William og kveðst nokkuð sáttur við mála­ lok. „Það er mikilvægt að hafa uppi gagnrýna hugsun í samskiptum við stofnanir. Þær eru ekki óskeikular,“ segir William. n Íbúðalánasjóður Reyndi að innheimta jöfnunargjald af viðskiptavini þrátt fyrir að lánið væri uppgreitt og búið væri að aflýsa því af eign viðkomandi. MynD SIgtryggur ArI Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is „Ég fékk hins vegar engar upp- lýsingar hvernig stóð á þessu og starfsfólkið sem ég ræddi við virtist ekki vita það heldur. allar gerðir skreytinga Kransar, krossar, hjörtu og kistu- skreytingar Smáralind - S: 578 5075 - www.bjarkarblom.iS Persónuleg og fagleg þjónust a
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.