Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Síða 30
Páskablað 22.–29. mars 2016
Marpól ehf. • Nýbýlavegur 18,
Dalbrekkumegin • 200 Kópavogur
Sími: 660 1942 • marpol.is
Alvöru
kísilhreinsir
sem virkAr!
Frábær á sturtugler, baðkör,
vaska, keramikhelluborð,
bakaraofna og margt fleira.
30 Fréttir Erlent
Þau leita að gullinu
Leggja líf sitt að veði fyrir 600 krónur á dag í gullnámum í Vestur-Keníu
F
jölmörg fyrirtæki hafa fengið
réttindi til að leita að gulli í
Vestur-Keníu, bæði erlend og
kenísk fyrirtæki. Gulliðnað-
urinn er þrátt fyrir það enn
að ganga í gegnum vaxtarskeið með
tilheyrandi vaxtarverkjum.
Stærstu gullsvæði Keníu eru að
mestu enn ókönnuð, það er, þau
hafa ekki enn verið fullnýtt. Þangað
sækja nú þúsundir dagverkamanna
sem og einyrkjar og námuverka-
menn sem vilja komast yfir gull eða
fá atvinnu.
Nýjustu kannanir kenískra
stjórnvalda benda til þess að í Migori
í Vestur-Keníu séu gríðarstórar og
verðmætar gullnámur og úr gæti
orðið eitt stærsta gullæði Afríku.
Mjög líklegt er að einstaklingum
verði bannað að grafa eftir gulli og
stærstu svæðin verði seld, eða leyfi
til að grafa þar, hæstbjóðanda.
Ljósmyndari EPA heimsótti
námuverkamennina í Keníu. Þeir
leggja líf sitt í hættu á hverjum degi
til að starfa fyrir lágt kaup. Þeir eru
útsettir fyrir kvikasilfurseitrunum og
námurnar geta auðveldlega hrunið
við minnsta rask. En dagverkamenn
fá greidda um 3–5 dollara á dag fyrir
störf sín, um 600 íslenskar krónur.
Vegna námanna er atvinnuleysi
tiltölulega lítið hjá ungmennum, en
þar sem reglugerðum og öryggis-
ráðstöfunum er sárlega ábótavant
leggur fólkið sig og framtíð sína í
talsverða hættu. Oft fá börn vinnu
í námunum. Lítill sem enginn ör-
yggisbúnaður er til staðar og fólkið
hefur ekki efni á að verða sér sjálft
út um hann.
Talið er að gullnámurnar í
Migori í Keníu standi undir 34
tonnum ár hvert, sem þýðir að ríkið
sjálft fær um 670 milljónir dollara
árlega, sem gæti hæglega leitt til
mikils gullæðis. Hvort það skilar
sér til starfsmannanna á nokkurn
hátt er ekki víst, en eins og sést hér
á myndunum leggja þeir mikið á sig
til að skila sínu. n
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
Á niðurleið Dagverkamað-
ur býr sig undir að fara niður í námu til að
sækja málmgrýti með gullútfellingum.
Dýpra Hér er námuverkamaður
kominn 50 metra undir yfirborð jarðar. Hann
er á leið dýpra niður í leit að meira gulli.
Mörg handtök Kona sækir vatn sem svo
verður hellt yfir málmgrýti sem hefur verið brotið niður til að
sækja gullútfellingar. Til hliðar má sjá búnaðinn sem fólkið
notast við, sem allur hefur verið gerður á staðnum og útbú-
inn af starfsfólkinu til að auðvelda því handtökin. Myndir EPA
Upp úr kafinu Hér
kemur námuverkamaður upp úr námunni.
Eins og sést hefur hann ekki neinn sérstakan
öryggisbúnað, nema ljósið á höfðinu.
Sölumenn Gullsölumaður
sýnir hvernig eitt lítið stykki af gulli er vigtað.
Þetta í lófa hans, er eitt gramm og verður
selt á 31 dollara, sem er jafngildi fimm daga
launagreiðslu til starfsmanns í námunni.
Flutt á milli staða
Balinn á höfði konunnar er fullur af málmgrýti.