Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Qupperneq 35
Fólk 35Páskablað 22.–29. mars 2016 eldbakaðar eðal pizzur sími 577 3333 www.castello.is Dalvegi 2, 201 Kópavogi / Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði „Dópið var deyfilyf fyrir kvíðann“ enda var þetta gaurinn sem sá um að skaffa dópið fyrir alla og ég átti ekki neitt. Þarna áttaði ég mig á því að þetta voru ekki vinir mínir, þetta voru neyslufélagar. Þetta varð til þess að ég fór að sjá á hvaða braut ég var kominn. Þetta var ekki lífið sem ég vildi. Þarna ákvað ég að hætta.“ Hann er þakklátur fyrir að hafa haft vit fyrir sjálfum sér. Það sama gildir ekki um marga af gömlu neyslufélögunum sem enduðu á götunni eða á Hrauninu. Nokkrir gáfust upp og bundu enda á líf sitt. „Mér tókst að hætta sjálfur og ég tek því ekki sem gefnu. Ef ég hefði haldið neyslunni áfram vil ég ekki vita hvar ég hefði endað.“ Kvíðinn og allt sem honum fylgdi fór þó ekkert eftir að neyslan hætti. „Ég klúðraði þó nokkuð mörgum störfum út af kvíðanum. Ég þorði aldrei að hringja mig inn veikan af því að mér leið svo illa andlega.“ Lyfin breyttu öllu Þegar Þórhallur var 18 ára kom bróðir hans, sem sjálfur þekkir ein- kenni kvíða, honum til bjargar og benti honum á að leita sér til hjálp- ar. Þórhallur hlustaði og fékk í kjöl- farið lyf við kvíðanum. Í kjölfarið varð hann breyttur maður. „Þetta var eins og að losna við risastóran steypuklump úr höfðinu.“ Hann tekur lyfin enn í dag, það er jafn eðlilegur partur af deginum og að bursta tennurnar. „Ég hætti um tíma því ég vildi ekki verða háður lyfjum alla ævi. En svo sá ég að það var bara ekki að ganga.“ Þórhallur vissi alveg að hann elskaði að búa til grín og skemmta fólki. En kvíðinn stoppaði hann auk þess sem Laddasonar- viðurnefnið átti sinn þátt í því að hann afneitaði löngun sinni. Hann var tvítugur þegar hann steig fyrst á svið með uppistand, á árshátíð hjá vöruflutningafyrirtæki. Að fá fólk til að hlæja reyndist betra en nokkur víma. „Ég gleymi ekki fyrsta skiptinu, hvernig það var að segja eitthvað fyndið og fá alla til að hlæja. Ég hugsaði með mér: „Hei, vá þetta er geggjað, af hverju gerði ég þetta ekki fyrr?“ Síðan þá hef ég ekki getað stoppað.“ Toppurinn var að vinna keppn- ina Fyndnasti maður Íslands árið 2007, enda hyggst Þórhallur svo sannarlega blóðmjólka þann titil það sem eftir er. Stóð einn eftir Þórhallur hefur átt þrjá nána vini í gegnum ævina sem allir bundu enda á líf sitt. Enginn af þeim náði að verða þrítugur. Hann var tvítugur þegar sá fyrsti dó. „Það var gamall neyslufélagi úr grunnskóla. Við höfðum ekki verið í sambandi í nokkur ár en við vorum nánir vin- ir á sínum tíma. Þess vegna var það mikið áfall að fá fréttirnar.“ Það var annað með hina tvo vini hans sem létust nokkrum árum seinna. Á aðeins einu og hálfu ári kvöddu þeir báðir og Þórhallur stóð skyndilega einn eftir. „Við vorum alltaf þrír saman, endalaust að sprella og grínast eitthvað. Sögðum hver öðrum brandara um menn að kúka sem enginn skildi nema við. Við áttum marga drauma um fram- tíðina og það sem okkur langaði að gera saman. Það trúði því enginn að þessum strákum liði illa. Þetta voru fyndn- ustu strákar sem ég þekkti. Þeir voru alltaf tilbúnir til þess að gera allt fyrir alla, þeir voru alltaf fyrstir til þess að hjálpa öðrum og hressa þá við en leið á meðan verst af öllum. Þeir voru bara alltof þrjóskir til að leita sér hjálpar og þess vegna end- aði þetta svona. Það er undarleg tilfinning að horfa á eftir besta vini sínum síga niður í gröf. Ég var lengi að átta mig á því að þeir væru virkilega farnir. Og ég var mjög oft reiður því ég hugsaði með mér af hverju ég hefði ekki verið meira til staðar. Af hverju hvatti ég þá ekki til að leita sér hjálp- ar? Ég hugsa daglega til þeirra og ég lendi ennþá í því í dag að ég fæ ein- hverja sniðuga hugmynd og ætla að hringja í þá en geri mér svo grein fyrir því að það er ekki hægt.“ Gerir grín að sjálfum sér Þórhallur er búinn að læra inn á kvíð- ann og félagsfælnina hjá sjálfum sér. Og hann hikar ekki við að gera grín að öllu saman í uppistandinu. Upp- spretta grínsins er hann sjálfur enda er það ekki óalgengt í uppistands- heiminum að veikleikar manna verði að styrkleikum þeirra. „Ég finn að fólk er þakklátt fyrir að ég er hreinskilinn með þetta og get snúið þessu upp í grín. Fólk kann að meta það því það getur samsamað sig því sem ég er að tala um. Enda held ég að sannleikurinn sé oft miklu ótrú- legri en nokkur lygi eða skáldskapur. Það á alls ekki skilja það þannig að ég sé eitthvað pirraður yfir því að hafa alist upp með þekktan pabba, þvert á móti er ég þakklátur enda lít ég mikið upp til pabba. Mér finnst hann frábær listamaður. Ég hef fengið að vinna baksviðs á sýning- um með honum og þær stundir sem við höfum átt þar eru þær bestu sem ég veit um.“ Vill verða helgarpabbi Dagsdaglega vinnur Þórhallur á frístundaheimili. Honum finnst gaman að vinna með börnum enda liggja þau ekki á skoðunum sínum. Hann er að verða 33 ára og á unnu- stu, Grétu Sóleyju. Hann er þó sjálf- ur ekki að stressa sig á barneignum; það gerist ef það gerist. Í bili nægja hundarnir. „Ég er samt tilbúinn til að vera helgarpabbi. Samt ekki hverja helgi. Bara svona þegar ég er laus og hef ekkert að gera.“ Á fimmtudaginn næstkomandi, 24. mars, ætlar Þórhallur að vera með afmælissýningu í Bæjar bíói í Hafnarfirði. Hún ber heitið Þór- hallur þrjátíuogþriggja. Þar ætlar hann að flytja allt það besta sem hann hefur gert undanfarin ár ásamt haug af nýju efni. Hann ætlar til dæmis að tala um gælu- dýraeign, ferðaþjónustu fatlaðra og furðulegan smekk þeirra stúlkna sem hafa verið skotnar í honum að ógleymdum pítsustaðnum Ugly. Þórhallur er nefnilega and- lit staðarins. Þá er ekki útilokað að áhorfendur verði vitni að stórkost- legum danstöktum. „Ég fer víða og mun fjalla um allt og ekkert. Aðallega þó mig sjálfan og hvað ég er asnalegur. Enda er nægur efniviður þar,“ segir hann. n Uppistand Þórhallur vinnur á dagheimili sam- hliða uppistandinu. Mynd dV SiGtryGGUr Ari Grínari Þórhallur hikar ekki við að gera grín að öllu saman í uppistandinu.„Ég er samt tilbúinn til að vera helgar­ pabbi. Samt ekki hverja helgi. Bara svona þegar ég er laus og hef ekkert að gera.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.