Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Qupperneq 36
Páskablað 22.–29. mars 201636 Umræða
Þ
að er ógleymanlegt þetta
haust stórra atburða og
mikilla tilfinninga, og
byrjaði allt í mikilli gleði;
í byrjun september vor
um við fjölskyldan í miðbæn
um með hálfri þjóðinni að fagna
silfurmeisturunum í handbolta frá
Ólympíuleikunum í Peking; það
var þar og við það tilefni sem fras
inn „stórasta land í heimi“ heyrðist
fyrst. Svo hélt ég sjálfur utan ann
an október í langþráða skemmti
ferð og ætlað að vera tæpa viku á
ferðinni. Maður hafði reyndar dag
ana á undan heyrt um að það væri
mikill órói í fjármálaheiminum;
Glitnir var að fara á hausinn, ís
lenska efnahagsundrið, sem hafði
um sinn gert okkur að ríkustu þjóð
heimsins virtist standa á brauð
fótum. En það var verið að funda,
menn reiknuðu með aðgerðum frá
ríkisstjórninni; engan óraði fyrir
því að allt gæti hrunið, það var
bara ómögulegt. Og þegar mað
ur var kominn út til Spánar þá var
heimsins áhyggja fjarri; við vor
um fjórir gamlir bekkjarbræður
út Menntaskólanum við Tjörnina
í þessari för; sigldum í heila viku
glaðir á seglskútu í Miðjarðar
hafinu, stemningin í hópnum var
frábær, við höfðum ekki verið í
svona félagsskap allir saman í ára
tugi, veðrið var snilld og með góð
um byr, lífið frábært.
Meðan Róm brann
Það er dálítið skrýtið til þess að
hugsa að þegar mesta efnahags
kreppa í manna minnum reið
yfir Ísland, þegar allt bankakerf
ið hrundi á einu bretti og hrein
neyð virtist skyndilega vofa yfir
landinu sem hafði árum saman
baðað sig í peningum og hagsæld,
þá skuli maður hafa verið á sigl
ingu, áhyggjulaus og glaður í Mið
jarðarhafinu.
Það hljómar allavega eitthvað
einkennilega. Að vísu vorum við
bara á seglskútu, en ekki einhverri
af lúxussnekkjum útrásarinnar, en
það er sama. Við sigldum á daginn,
fyrir nes og framhjá klettum,
inn í víkur og voga, heimsóttum
ólíka hafnarbæi á kvöldum, og þá
fóru menn að huga að farsímum
sínum eftir að hafa komist í hafna
sturturnar og við vorum svo sestir
með drykk í hlýrri kvöldgolunni,
og alltaf urðu fréttirnar að heiman
enn ískyggilegri en þær höfðu
verið daginn áður, og hafði það þó
hljómað sem heimsendir.
Við töluðum auðvitað við eigin
konur okkar og heyrðum kvíðann,
ríkisstjórnin hafði fundað allan
daginn, menn bjuggust við að
heyra um björgunaraðgerðir innan
skamms. Svo fréttist að það yrðu
engar aðgerðir. Það væri nefnilega
ekkert hægt að gera. Það væri allt
farið á hausinn. Við áttum vini í bis
nesslífinu, þeir skulfu og nötruðu;
einn okkar átti vin sem var einn af
auðugustu milljarðamæringunum,
einn af þeim sem áttu einkaþotu;
hann var orðinn mjög hrokafullur
uppá síðkastið, hafði ekki nennt í
eitt tvö ár að hitta menn sem áttu
minna en hundrað milljarða eða
svara símtölum frá slíkum ræfl
um; nú hringdi hann, einn af okk
ur bátsverjum fór upp á bryggju
með farsímann við eyrað, kom svo
aftur aðeins sleginn og undrandi;
þetta var auðkýfingurinn, bljúgur
og viðkvæmur, var bara að hringja
til að athuga hvort hann ætti ekki
einhverja vini ennþá. Daginn eftir
var Geir Haarde í sjónvarpinu: Guð
blessi Ísland. Við heyrðum að það
væri allt að lamast heima, hæp
ið að hægt yrði að kaupa eldsneyti
eða lyf til landsins. Spurning hvort
ekki yrði matarskortur. „Ég mun nú
alltaf geta gaukað að ykkur saltfiski
strákar mínir,“ sagði einn í áhöfn
inni, en hann fæst við fiskverk
un. Einhver heyrði að Baugur væri
farinn á hausinn, og þar með all
ar búðirnar. Ég sendi sms á góðan
vin minn heima: „Er Baugur farinn
á hausinn?“ Og fékk heldur kald
hamrað svar: „Baugur?? Það er allt
farið á hausinn!“ Við fundum að ís
lensk kreditkort voru ekki lengur
tekin gild í spænskum hraðbönk
um. Ískyggilegast fyrir mig var samt
að heyra að líklega væri Icelandair
líka um það bil að rúlla, að vélar fé
lagsins yrðu kyrrsettar á erlendum
flugvöllum; ég átti að fljúga með
einni slíkri heim daginn eftir.
Priority pass
Ég flaug frá Palma um hádegisbil og
var lentur á Heathrowflugvelli um
tvö leytið að staðartíma um eftir
miðdaginn; vélin mín til Keflavík
ur var ekki á áætlun fyrr en um átta
eða níu leytið um kvöldið svo ég átti
fyrir höndum langa bið á þessum
stóra enska alþjóðaflugvelli. Sem
var á sinn hátt heldur kvíðvænlegt,
ekki síst út af hinu óljósa ástandi
heimafyrir; maður vissi að það væri
undir hælinn lagt hvort íslensk
greiðslukort virkuðu lengur, og
þótt svo færi að greiðsluvélar tækju
þau gild hafði enginn hugmynd
um gengi íslenska gjaldmiðilsins
í hamförunum; maður gat vænst
þess að bjór og róstbífsamloka
myndi kosta þegar upp væri staðið
eitthvað í líkingu við tvenn dag
laun. En ég var svo heppinn að
hafa í veskinu aðgang að betri stofu
flugvallarins, „The lounge“; eins og
flestir aðrir Íslendingar reyndist
maður hafa ferðast á fyrsta farrými
í lífinu undanfarin velti og bólu
ár, og einhvern tíma þegar bank
inn minn, sem síðan er farinn á
hausinn í gjaldþroti af heimssögu
legri stærð, fann upp á því að öpp
greida hjá mér kreditkortið fylgdi
með „Priority Pass“ – aðgangur að
„lánsum“ á flestum skárri flugvöll
um, og nú gat ég semsé fundið mér
athvarf á slíkum stað allan eftirmið
daginn og fram á kvöld; þar voru
leðursófasett og mikið úrval dag
blaða og tímarita, maður gat setið
í friði eins og breskur hefðarmað
ur í chesterfield sófa, vantaði bara
opinn eld í arni og hund við lapp
irnar – svo var líka boðið upp á bjór
og maísflögur með salsaídýfu.
Háð og níð í íhaldspressunni
Og þarna kom ég mér fyrir. Þar var
mjög rólegt og fámennt lengi eftir
miðdagsins, en mér þurfti ekki
að leiðast, því að frá sjónarhóli Ís
lendings höfðu bresku dagblöð
in sjaldan verið eins spennandi og
einmitt þennan dag; forsíðurnar
og raunar megnið af fréttasíðum
gjörvallrar bresku pressunnar voru
undirlagðar af fréttum um efnhags
hamfarirnar á Íslandi, menn höfðu
aldrei upplifað annað eins; gjörvallt
bankakerfi heils ríkis á hliðina á
einni nóttu, „total economical
meltdown“ í nágrannalandinu í
norðri, og það sem gerði málið enn
meira krassandi var að á umliðn
um fáum árum höfðu menn staðið
á öndinni yfir sívaxandi veldi ungra
íslenskra auðmanna sem virtist allt
verða að gulli; þeir höfðu keypt upp
fyrirtæki, fasteignir og verslunar
Minningar frá hrundögunum 2008
Einar Kárason rithöfundur skrifar
Þér að segja
„Einn okkar átti
vin sem var einn af
auðugustu milljarðamær-
ingunum, einn af þeim
sem áttu einkaþotu; hann
var orðinn mjög hroka-
fullur uppá síðkastið,
hafði ekki nennt í eitt tvö
ár að hitta menn sem
áttu minna en hundrað
milljarða eða svara sím-
tölum frá slíkum ræflum;
nú hringdi hann.
FYRIR
BETRI
BORGARA
LANDSINS
Prófaðu hamborgarasósuna
frá E. Finnsson og gerðu gott betra.
31
18
-V
O
G
–
V
E
R
T.
IS