Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Qupperneq 37
Páskablað 22.–29. mars 2016 Umræða 37 Minningar frá hrundögunum 2008 keðjur um allar Bretlandseyjar, og opnað bankaútibú sem gátu boð- ið betri kjör en virðuleg og gamal- gróin fjármálafyrirtæki í The City; að auki höfðu þessir íslensku greif- ar sífellt verið með í sínu föruneyti, sínu staffi hreinlega, forystumenn þjóðarinnar, forseta og ráðherra sem voru óþreytandi að tala við breska fjölmiðla og útskýra þá stað- reynd að íslenskir braskarar virtust geta breytt vatni í vín vegna þess að þeir væru afkomendur þeirra frjáls- bornu ofurmenna sem áður buðu hafi og stormum byrginn og sigldu þá sjói sem engir aðrir þorðu að hætta sér út á og birtust fyrir vik- ið á ströndum framandi landa eins og geimfarar frá fjarlægum stjörn- um og legðu undir sig löndin. Og upprifjanir á þeim ræðuhöldum og öðrum slíkum fylltu nú spaltana hjá dálkahöfundum sömu blaða, og enskir eru meistarar háðs og tvíræðni í slíkum skrifum, ekki síst voru pistlahöfundar íhalds- pressunnar nístandi naprir; ég las lengi dags Daily Telegraph og Daily Mail fullur af samblandi aðdáunar á stílsnilld og hugkvæmni þessara penna og hryllings yfir því af hve ríkri innistæðu þórðargleði þeirra reyndist vera yfir ógæfu lands míns og þjóðar. Svo tók Lánsið að fyllast Ég tók varla eftir því að fleira fólk var komið inn í Lánsið; undir kvöld var raunar allt að fyllast – þegar leið að brottför Icalandair-vélar- innar til Keflavíkur – þar sem ég sat mynduðu fjórir stæðilegir leð- ursófar ferhyrning og ég sat í horni eins þeirra falinn á bakvið dag- blaðið, og það rann upp fyrir mér að það fólk sem í kringum mig var sest talaði íslensku. Að svo miklu leyti sem eitthvað var talað; mað- ur fann að í hvert sinn sem einhver hugðist taka til máls var sem hann þyrfti fyrst að lyfta þungum steini frá hjarta sér. Þegar ég fletti blað- inu sá ég að flestir horfðu í gaupnir sér eða ofan í borðið; fólk í fínum jakkafötum og með skrautleg bindi og hálsklúta, og það var auðheyri- legt á öllu að þau komu beint úr ís- lenska efnahagsundrinu, hverra rústum fólk var nú að hæðast að um allan heim, og ég fann að þess- ir samlandar mínir voru að sjálf- sögðu á þann hátt verr settir en ég sjálfur, sem hafði ekki áhyggjur af öðru en því að samfélag mitt og heimaland var á augabragði sokkið í botnlausa skuldahít, að það var greinilega búið á umliðnum dögum að tapa atvinnu sinni, lífinu sem það hafði lifað, og kannski aleig- unni með; þetta var fólk úr banka- og fjármála geiranum á leið heim; í London höfðu þau engin erindi lengur; voru tæpast velkomin ef að var gáð. „Önnur gildi í lífinu“ Ég heyrði það skiptast á orðum, sem það dró upp úr sér með erfiðis munum, eins og fólk sem vill létta af hjarta sér talar við sína nánustu. Ég ætlaði að leggja frá mér blaðið og heilsa fólkinu, eins og siður er Íslendinga og kurteisis- venja, en fannst ég þá þegar vera búinn að liggja á hleri, það væri orðið of seint að láta fólkið vita að bakvið blaðið í horninu leyndist maður sem skildi þeirra tungu- mál, svo ég sat um stund hreyf- ingarlaus, beið færis að smokra mér burt svo lítið bæri á, úr þessu trúnaðarsamtali í sófunum fjórum inni í betri stofunni. Og heyri þá einn þeirra segja: -Þetta kennir manni kannski að fara að lifa fyrir önnur gildi í lífinu. Gegnum síður Daily mail fann ég streyma undrunarbylgjur frá þeim hinum. Hvað gat maðurinn átt við? Uns eitt þeirra spurði: -Eins og hvaða gildi? -Tja, eins og kannski fjölskyldu og vini …? sagði samlandi minn af- sakandi. n Minnisstætt ávarp Daginn eftir var Geir Haarde í sjónvarpinu: Guð blessi Ísland. „Ég sendi sms á góðan vin minn heima: „Er Baugur farinn á hausinn?“ Og fékk heldur kaldhamrað svar: „Baugur?? Það er allt farið á hausinn! Sími: 562 5900 www.fotomax.is Yfirfærum yfir 30 gerðir myndbanda, slides og fleira Björgum minningum Persónulegar gjafir við öll tækifæri Allt til að merkja vinnustaðinn Gamaldags rofar og tenglaefni frá þýska hönnuðinum Thomas Hoof. Hægt er að fá efnið svörtu og hvítu bakelit plasti og postulíni. Efnið passar inní venjulegar rofa og tengladósir. Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 200 Kópavogur • S: 554-4443 • rafport.is Þú færð gamaldags rofa og tengla hjá okkur í Rafport
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.