Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Blaðsíða 38
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
38 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Þ
að virkar nánast farsakennt
hvernig fjöldi manns streym
ir nú í forsetaframboð. Í
hvaða tölu endar frambjóð
endafjöldinn? Erum við kannski að fara að kjósa
okkur forseta sem fær innan við 20
prósent atkvæði? Enginn af frambjóð
endunum sem hafa birst virðist líkleg
ur til að fá fjöldafylgi.
Við gætum setið uppi með forseta
sem meirihluti þjóðarinnar er veru
lega ósáttur við.
Þetta dregur athyglina ekki síst
að hinu ótrúlega og langvinna fúski
sem hefur verið í kringum íslensku
stjórnar skrána. Fyrir margt löngu
hefði þurft að setja ný stjórnarskrár
ákvæði, bæði um forsetakjör og um
hlutverk forseta Íslands. (Fjöldi fram
bjóðenda stafar að hluta til af því
hversu hugmyndirnar um embættið
eru óljósar).
Í frumvarpi stjórnlagaráðs er tekið
á þessu. Þar er gert ráð fyrir talsvert
fleiri meðmælendum en nú er og þar
eru ákvæði um að frambjóðendum sé
raðað upp í forgangsröð og einnig tak
markanir á tímanum sem forseti getur
setið í embætti. Það er erfitt að verjast
þeirri tilhugsun að ein ástæðan fyrir
því að staðan er þessi þremur mánuð
um fyrir forsetakosningarnar sé
hversu lengi Ólafur Ragnar Grímsson
hefur setið og hvernig hann hefur nán
ast kastað eign sinni á embættið.
Eitt af því sem var fundið frum
varpi stjórnlagaráðs til foráttu var að
það væri svo óljóst að lögfræðingar
myndu deila um þær fram og aftur og
yrði ekkert lát á. Nú eru komnar fram
tillögur frá stjórnarskrárnefnd um örfá
atriði í stjórnarskrá og þá ber svo við
að þær eru óskýrari en það sem kom
frá stjórnlagaráði!
Deilurnar um raunverulega merk
ingu ákvæðanna eru strax byrjaðar.
Orðalag er óskýrt, kannski vísvitandi,
allt bendir til að það muni koma til kasta
dómstóla að skýra hin nýju stjórnar
skrárákvæði, segja hvað þau þýði í raun.
Níels Einarsson, forstöðumaður
stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, ger
ir athugasemdir við tillögur stjórnar
skrárnefndarinnar í umsögn sem má
meðal annars lesa í landsmálavefnum
Skutli á Vestfjörðum. Níels talar um
„tvírætt orðalag“ og „merkingarfræði
lega þoku“ í greininni þar sem er fjall
að þjóðareign á náttúruauðlindum:
„Drögin bera þess merki að vera
málamiðlun ólíkra sjónarmiða,
„ negotiated text“ eins og það nefnist á
ensku. Það er varla farsælt að við skiln
ing slíks grundvallartexta skuli lesandi
sífellt þurfa að rýna í smáa letrið, sem
í raun skilgreinir endanlega merkingu
ákvæðanna, til að átta sig á hvað eigin
lega er átt við. Það kemur í ljós að það
sem lítur vel út í ákvæðunum sjálfum
er í raun ekki endilega það sem til
stendur í framkvæmd. Merkingar
fræðileg þoka er ekki fallin til þess að
skapa trúverðugleika og traust þótt
hún kunni að henta þeim sem leita
lendinga á erfiðum viðfangsefnum í
raunsæispólitík líðandi stundar.“
Þetta er það sem er í tillögum
stjórnarskrárnefndar og svo er
hitt sem vantar, eins og áðurnefnd
ákvæði um forsetann og forsetakjör
– að ógleymdu ýmsu öðru, eins og
til dæmis jöfnun kosningaréttar. Páll
Þórhallsson er formaður stjórnar
skrárnefndar. Hann er ágætur og
grandvar embættismaður, en kann
að vera að tillögur nefndarinnar séu
„merkingarfræðileg þoka“? n
Páskablað 22.–29. mars 2016
Stundum verð ég
rosakvíðin
Ég er gráti nær Getum öll lært af
hvort öðru
Nú þyngjast þau sporin
Þórunn Arna Kristjánsdóttir tekst á við kvíða. – DV Ómar Ragnarsson um fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir í Krókdal. – dv.isSema Erla Serdar stingur upp á garðveislu fyrir Kjalnesinga og hælisleitendur. – dv.is
Þ
rátt fyrir að núverandi
ríkis stjórn sé að vinna gott
starf og þá sérstaklega með
tilliti til haftalosunar og
efnahagsmála, má sjá ýmis
þreytu og veikleikamerki. Upp eru
komnar aðstæður sem flestar ríkis
stjórnir undanfarinna áratuga hafa
glímt við. Traustið dvínar. Pirring
ur vex. Varnarviðbrögð verða alls
ráðandi og fíflunum í kringum
ríkis stjórnina fjölgar hratt.
Útspil forsætisráðherra um nýja
staðsetningu nýja spítalans fór
illa í samstarfsflokkinn – eðlilega.
Fátt er betur til þess fallið að valda
vandræðum í samstarfi, en þegar
einhver spilar sóló.
Vilhjálmur Bjarnason þing
maður hefur minnt á að hann hafi
ekki þolað Framsóknarflokkinn frá
því að hann var sjö ára. Þó svo að
þessi bráðgeri þingmaður tali með
þessum hætti þá var forvitnilegt
að ráða í viðbrögð aðstoðarmanns
forsætisráðherra. „Enginn fram
sóknarmaður treystir Vilhjálmi,“
var svarið. Þetta hnútukast opin
berar andrúmsloftið meðal að
standenda ríkisstjórnarinnar á
fyrstu vordögum.
Yfirlýsing eiginkonu forsætis
ráðherra, um eignir erlendis, er í
besta falli klaufalegt mál. Það sem
almenningur og sérstaklega and
stæðingar ríkisstjórnarinnar sjá
eru þrjú orð: Milljarður. Aflands
félag. Tortola. Það skiptir litlu máli
í umræðunni hvort þetta var gert
með löglegum hætti. Ekki fyrir þá
sem nærast á tortryggni.
Sigmundur þarf að girða sig í
brók og bera á sig smá gæsafeiti.
Gæsir hafa þann eiginleika að vatn
stekkur af þeim. Flótti undan fjöl
miðlum er ekki í boði í þessu máli.
Aflandsfélagið og sú staðreynd
að ekki var greint frá tilvist þess fyrr
en sjálfstætt starfandi fréttamaður
fór að grennslast fyrir um það,
veldur eðlilega tortryggni. Samt er
málið þannig vaxið að allir vissu
að eiginkona Sigmundar hafði
erft hluta af öflugu fyrirtæki. Þau
hjónin segjast hafa greitt skatta og
skyldur. Þá ætti þessu máli að vera
lokið. En svo er ekki. Tortola er óaf
máanlegur stimpill og þessu máli
verður haldið á lífi eins og þegar Ís
land ákvað að fara í stríð við Írak.
Eins og einkavæðingu bankanna
rétt eftir síðustu aldamót. Þarna er
kominn nýr takki til að ýta á reglu
lega og forsætisráðherra engist.
Rétt væri nú að opinbera þau
gögn sem skattrannsóknarstjóri
keypti frá eyjunni Tortola. Leyfa
fréttamönnum og almenningi að
sjá þau gögn. Í framhaldi af því á
forsætisráðherra að ræða þetta mál
við fjölmiðla. Hér má ekkert skilja
undan ef Sigmundur á að endur
heimta traust almennings. Pukrið
og leyndin er að fara með okkur.
Páskarnir eru tími upprisunnar.
Vissulega er búið að krossfesta
Sigmund. En ef hann leitar að
gleðinni, sem Kári Stefánsson sam
félagsrýnir talar um í blaðinu í dag,
er aldrei að vita nema hann rísi
upp á þriðja degi. Fyrir því eru for
dæmi í sögunni. Gleðilega páska,
Sigmundur og þið öll hin. n
Forsetafarsi
Margir hafa tilkynnt um framboð
til forseta Íslands og enn fleiri
liggja undir feldi og íhuga málið.
Ýmsum þykir
framboðsgleðin
orðin fullmikil,
enda ljóst að
meðal frambjóð
enda eru einstak
lingar sem von
laust er að nái
kjöri. Í þessu sambandi er jafn
vel talað um forsetafarsa. Þetta
kann að standa til bóta því ýmsir
þungavigtarmenn eru taldir lík
legir til að blanda sér í kosninga
baráttuna. Þeir munu líklega ekki
gefa sig upp fyrr en nokkuð seint.
Á meðan geta frambjóðendur
sem litla sem enga möguleika
eiga á kjöri notið sviðsljóssins.
Meðal þeirra sem talið er líklegt
að muni bjóða sig fram til forseta
er Össur Skarphéðinsson. Stuðn
ingsmenn Davíðs Oddssonar vilja
svo ólmir sjá sinn mann á Bessa
stöðum.
Ekkert kærleiksheimili
Forsætisráðherra, Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson, er í vondum
málum vegna fjármuna sem
eiginkona hans
hefur geymt í
skattaparadís.
Fjármálaráðherra,
Bjarni Benedikts-
son, hefur ekki
komið Sigmundi
til varnar í mál
inu og skeytasendingar ganga á
milli þingmanna þessara tveggja
flokka. Ekki er ýkja langt til kosn
inga og innan stjórnarflokkanna
er greinilegt að menn eru ekki
lengur að leggja sérstaka áherslu
á samheldni flokkanna tveggja.
Því er gagnrýni á samstarfs
flokkinn ekki talin nein stórsynd
heldur liður í komandi kosninga
baráttu.
Leiðari
Eggert Skúlason
eggert@dv.is
„Rétt væri nú að
opinbera þau gögn
sem skattrannsóknar-
stjóri keypti frá eyjunni
Tortola.
MynD pRESSphOtOS
Langvinnt fúsk í stjórnarskrármálum
kemur í hausinn á okkur„Orðalag er óskýrt,
kannski vísvitandi.
Egill helgason
skrifar
Af Eyjunni
páll Þórhallsson er formaður stjórnar-
skrárnefndar. Hann er ágætur og grandvar
embættismaður, en kann að vera að tillögur
nefndarinnar séu „merkingarfræðileg þoka“?