Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Page 54

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Page 54
Páskablað 22.–29. mars 201646 Fólk AP ÓT EK UM SN YR TIS TO FU M & SN YR TIV ÖR UV ER SL UN UM Marg verðlaunaðar snyrtivörur frá Þýskalandi Fermingagjafir www.artdeco.de artdecois f Ég fékk uppeldi mitt frá tveimur kon- um og þekki ekki föður minn. Ég veit ekki hver hann er. En það undarleg- asta er kannski að ég hef aldrei haft einhverja löngun til að komast að því. Það hefur aldrei skipt mig neinu máli, sem fæstir kannski skilja. Ég fékk fínt uppeldi og það dugði mér,“ segir Ragna auðmjúk, en afi hennar lést þegar hún var tveggja ára og hún kynntist honum því lítið sem ekkert. Aldrei rætt að hún væri ættleidd Hún man þó alveg eftir að hafa velt uppruna sínum fyrir sér þegar hún var barn og unglingur, en það var aldrei rætt heima hjá henni. Aldrei var henni sagt að konan sem hún ólst upp við að væri móðir hennar væri í raun veru amma hennar. „Ég man alltaf eftir því þegar ég þurfti að fá fæðingarvottorð fyrir ferminguna, þá hreinlega las ég það þar að ég væri ættleidd af ömmu minni. Auðvitað vissi ég þetta en það var aldrei rætt. Þetta var fyrsta staðfestingin sem ég fékk svart á hvítu á blaði. Mömmu hef ég alltaf kallað systur mína þó að hún hafi verið 28 ára þegar hún átti mig.“ Þá átti Ragna einn uppeldis- bróður. Um var að ræða nokkurra mánaða dreng sem skilinn var eftir heima hjá móður hennar fyrir stríð. Sá átti breskan föður og þýska móð- ur. „Hann er í rauninni bróðir minn þó að hann sé ekki blóðskyldur mér,“ segir hún og brosir. Sjálf á Ragna einn son af fyrra hjónabandi, Ívar Örn Helgason, og tvö barnabörn. En núverandi maður hennar, Björn Emilsson, á tvær dætur og tvö barnabörn. Ragna og Björn hafa verið saman frá árinu 1984 en hann starfar sem upptöku- stjóri hjá Sjónvarpinu, þar sem leiðir þeirra lágu saman. „Þetta var eins og á fornöld“ Þrátt fyrir að vera fædd og uppalin í Reykjavík fékk Ragna líka nasaþefinn af því að búa sveit. „Afi minn keypti jörð sem heitir Gljúfurá og er í Borgar firði. Aðallega út af laxveiði. En á jörðinni var bóndabær og við bjuggum þar á efri hæðinni öll sum- ur. Á neðri hæðinni bjó bóndi sem nýtti jörðina. Þannig að alveg fram á unglingsár þá bjó ég í Reykjavík á vet- urna og á Gljúfurá á sumrin. Ég fékk því að kynnast búskap á þeim tíma. Það var meðal annars slegið með orfi og ljá, kamarinn var úti á túni, það var engin sturta og við þurftum að ná í vatn í brunn. Þetta var eins og á fornöld,“ segir Ragna og skellir upp úr. „En mér finnst voðalega gott að hafa fengið að kynnast þessu.“ Keypti Fossberg-nafnið Og fyrst við erum að ræða um fjöl- skylduna er ekki úr vegi að spyrja hvaðan nafnið Fossberg kemur. Ragna er með svarið á reiðum hön- um: „Afi minn, sem hét upphaf- lega Gunnlaugur Jónsson, lærði vél- stjórn úti í Kaupmannahöfn þar sem þótti ekki mjög fínt að vera Jónsson, þannig að hann keypti nafnið Foss- berg. Kjörmóðir mín varð þá Jó- hanna Fossberg og blóðmóðir mín Helga Fossberg. Ég var skírð í höfuðið á blóðmóðursystir minni sem dó árið 1952 í fellibyl úti á Jamaíku, ásamt breskum eiginmanni og dóttur. Þau voru eina hvíta fólkið sem dó í þessum mikla fellibyl. Ég fæddist að vísu áður en hún dó en ég er al- nafna hennar.“ Afi Rögnu stofnaði svo vélaverslun sem fékk nafnið G.J. Fossberg, en heitir Fossberg í dag, en fjölskyldan seldi fyrirtækið fyrir nokkrum árum. „Fossberg-nafnið mun því deyja út með mér, því miður. Sem er hálfgerð synd.“ Hárgreiðslan tilviljun Þrátt fyrir að Ragna hafi ung byrjað í hárgreiðslunni hafði hana aldrei dreymt um að verða hárgreiðslukona. Það var ekki ástæðan fyrir því að hún fór í námið. Það var eiginlega tilvilj- un sem réð því að hún fór í þetta nám frekar en eitthvert annað nám. „Ég var send í Húsmæðraskólann í Reykjavík þegar ég var búin með gagnfræða- prófið, en ég segi alltaf að ástæð- an fyrir því hafi verið sú að ég kunni ekki að sjóða kartöflur. Ég þyki samt ágætur kokkur í dag,“ skýtur hún inn í sposk á svip. „Eftir að hafa verið lok- uð inni á heimavist þar í níu mánuði byrjaði ég í hárgreiðslunni, á stofu hjá vinkonu minni, Rut Ragnarsdóttur. En ástæðan fyrir því að ég valdi hár- greiðsluna var kannski sú að mig langaði ekki í háskólanám. Það var líka svo lítið í boði. Ég kaus frekar iðn- menntun og það var algjör tilviljun að það var hárgreiðslan. Kannski af því vinkona mín var með stofu, það var auðvelt að komast á samning og þetta gekk allt fljótt fyrir sig,“ útskýrir hún. „Eftir nám fór ég til Kaupmanna- hafnar að vinna á hárgreiðslustofu. Á meðan ég var úti var svo hringt í mig frá Sjónvarpinu og mér boðin vinna. Þeir þekktu mig því ég hafði verið að vinna í ýmsum verkefnum. En ég sé ekki eftir því að hafa farið þessa leið,“ segir hún. Það hvarflaði hins vegar aldrei að henni á þessum tíma að þetta yrði ævistarfið hennar. „Það hvarflaði heldur aldrei að mér að ég ætti eftir að starfa við bíómyndir, enda var varla verið að framleiða bíó- myndir hér á landi.“ Helen Mirren stærsta nafnið Ragna segir að þegar hún hugsi til baka þá sé hálf öld ekki svo langur tími. En hún hefur engu að síður upp- lifað mjög miklar breytingar á lands- laginu í starfi sínu, bæði í sjónvarpi og í kvikmyndagerð. Sjónvarpið var til að mynda enn í svarthvítu þegar hún hóf störf. Nú er farið að senda út efni í háskerpu. Það hefur ansi mikið vatn runnið til sjávar. Á ferlinum hefur Ragna farðað fjölda erlendra leikara og nokkur stór nöfn eru í þeim hópi. Aðspurð segir hún stærstu verkefnin hingað til líklega hafa verið í kvikmyndunum Noah og No such thing en báðar voru þær að hluta til teknar upp hér á landi. „Helen Mirren og Julie Christie voru í þeirri síðarnefndu. Það var mjög gaman fyrir mig að fá að umgang- ast Helen Mirren, en hún er líklega stærsta stjarnan sem ég hef farðað. Við byrjuðum tökur á myndinni með Helen hérna heima en vorum svo tvær sem fórum frá Íslandi í þetta ver- kefni, ég og Helga Stefánsdóttir bún- ingahönnuður. Það þurfti að fá sér- stakt leyfi fyrir okkur því vorum ekki í amerísku stéttarfélagi en út á það fékk ég tveggja ára vegabréfsáritun.“ Íslenskar myndir skemmtilegri Ragna segir það bæði vera mjög spennandi og stressandi að starfa við stórar Hollywood-myndir, en henni þykir alltaf skemmtilegast að starfa við íslenskar myndir. „Fólk þekkist betur og allir eru afslappaðri. Það er stundum svolítið „show“ í kringum hitt. Amerísku leikararnir þurfa alltaf sitt pláss, en þessir íslensku eru bara með okkur. Þegar við vorum í Noah þá voru leikararnir með sín hjólhýsi og stærð þeirra fór eftir umfangi „Einu áhyggjur- nar sem ég hef er hvernig ég muni fara að því að vera með þennan rauða varalit þegar ég verð áttræð Ættleidd Ragna var ættleidd af ömmu sinni þegar hún var barn en líffræðileg móðir hennar var henni sem systir. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.