Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Síða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Síða 60
Páskablað 22.–29. mars 201652 Sport LJÓSASPEGLAR Á TILBOÐI FRAM AÐ PÁSKUM 30% afsláttur! Frábær byrjun ekki alltaf fararheill n Ungir leikmenn sem byrjuðu vel n Ekki allir sem sigra heiminn n Allra augu beinast að ungstirninu Marcus Rashford M arcus Rashford var ekki einu sinni á allra vörum á Carrington-æfingasvæði Manchester United þegar Louis Van Gaal neyddist til að tefla honum fram í byrjunar- liði sínu á dögunum. Fæstir höfðu heyrt um þennan 18 ára gamla framherja sem í lok síðasta mánaðar var orðinn einn umtalaðasti knattspyrnumaður Englands. Hann skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik fyrir United í stórsigri á danska liðinu Midtjylland í Evrópu- deildinni. Varð hann yngsti leikmað- ur liðsins til að skora í Evrópukeppni og skákaði þar ekki ómerkari manni en George Best. Þremur dögum síð- ar, eða þann 28. febrúar, var hann í byrjunarliðinu gegn Arsenal þar sem hann skoraði tvö og lagði upp þriðja mark United í 3-2 sigri. Um helgina skoraði hann síðan sigurmarkið í 1-0 sigri á Man City. Sannkölluð drauma- byrjun. En það eru fleiri ungir leik- menn sem hafa upplifað draumabyrj- un á ferli sínum og stimplað sig inn með pomp og prakt. Misjafnt er þó hvernig rættist úr ferli þeirra. ESPN tók saman lista yfir nokkra eftirminni- lega byrjunarleiki. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is  Alvaro Recoba Þann 31. ágúst 1997 voru tveir Suður-Ameríku- menn að spila sinn fyrsta leik fyrir Inter Milan. Annar þeirra var Brasilíumaðurinn Ronaldo, sem Inter hafði keypt fyrir metfé frá Barcelona. En hinn var 21 árs gamall Úrúgvæi, Alvaro Recoba. Og það var hann sem stal senunni, meðan heimsbyggðin var að fylgjast með Ronaldo. Recoba byrjaði leikinn á bekknum en kom inn á í stöðunni 1-0 fyrir Brescia. Recoba var fljótur að jafna leikinn með þrumufleyg. Sigurmarkið var síðan mergjað. Beint úr aukaspyrnu af tæplega 30 metra færi, gjörsamlega smurt uppi við samskeytin. Recoba lék í 11 ár með Inter, skoraði mörg gullfalleg mörk með sínum fræga vinstri fæti og naut vinsælda meðal stuðningsmanna.  Jimmy Greaves Enski landsliðsmaðurinn gerði það að vana sínum að skora í sínum fyrsta leik. Hvort sem það var með uppeldisfélaginu Chelsea, AC Milan, Tottenham, West Ham eða fyrir enska landsliðið. Hann var 17 ára þegar hann skoraði í sínum fyrsta leik fyrir Chelsea í ágúst 1957 og bjargaði stigi í 1-1 jafntefli gegn Tottenham. Greaves skoraði 22 mörk á sínu fyrsta tímabili. Eftir stutta dvöl á Ítalíu með Milan, þar sem hann skoraði 9 mörk í 12 leikjum lék hann í 9 ár með Tottenham. Hann skoraði 220 mörk í 321 leik og varð sannkölluð goðsögn hjá félaginu. Hann missti reyndar af úrslitaleik HM 1966 þegar England tryggði sér heimsmeistaratitilinn eftir að hafa meiðst í riðlakeppni mótsins. Vegna reglna FIFA fékk Greaves ekki gullmedalíu fyrir sigurinn fyrr en árið 2009 þegar reglum sambandsins var breytt.  Bobby Charlton Í október 1957 var enska goðsögnin Bobby Charlton 18 ára gamall og aðeins knattspyrnumaður í hlutastarfi þar sem hann var að ljúka herþjónustu sinni samhliða knattspyrnunni. Svo skemmtilega vill til að þá var hans fyrsti leikur gegn Charlton Athletic þar sem hann skoraði tvö mörk. Bobby Charlton skoraði 12 mörk í öllum keppnum í 14 leikjum á sínu fyrsta tímabili og söguna síðan þekkja flestir. Einn sigursælasti og besti leikmaður í sögu enskrar knattspyrnu byrjaði vel.  Alan Shearer Alan Shearer var 17 ára þegar hann neyddist sökum meiðsla til að hlaupa í skarðið fyrir Rod Wallace hjá Southampton í leik gegn Arsenal í apríl 1988. Hann hafði aðeins leikið nokkrar mínútur þegar hann var skyndilega mættur í byrjunarliðið. Eftir aðeins nokkrar mínútur hafði hann skorað sitt fyrsta mark og þegar skammt var liðið á síðari hálfleik hafði hann innsiglað þrennuna. Varð hann með því yngsti leikmaðurinn í sögu efstu deildar á Englandi til að skora þrennu. Gamla metið var 30 ára gamalt, það átti Jimmy Greaves. Shearer skoraði ekki í 16 mánuði eftir þessa frábæru byrjun og festi sig ekki í sessi sem byrjunarliðsmaður fyrr en tímabilið 1989/90. Árið 1992 var hann seldur fyrir metfé til Blackburn þar sem hann vann meistaratitil og síðan seldur aftur fyrir metfé til Newcastle þar sem hann lék í 10 ár. Hann er enn þann dag í dag markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.  Robbie Fowler Graem Souness, stjóri Liverpool, sagði eftir fyrsta leik Robbies Fowler að þar færi ungur maður sem væri með knattspyrnupálmann í höndunum. Liverpool hafði unnið 4-2 sigur á Southampton í október 1993 þar sem hinn 18 ára gamli Fowler gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í sínum fimmta leik með aðalliðinu. Nokkrum vikum áður hafði hann skorað í sínum fyrsta leik fyrir félagið gegn Fulham í fyrri leik liðanna í deildarbikarnum. Í síðari leik liðanna skoraði hann öll fimm mörk Liverpool. Raunar skoraði Fowler 12 mörk í fyrstu 13 leikjum sínum og endaði tímabilið sem markahæsti maður liðsins og skákaði þar goðsögninni Ian Rush. Fowler átti frábæran feril hjá Liverpool á tíunda áratugnum en síðan hallaði heldur undan fæti. Eina fagnið Alan Shearer skoraði þrennu í sínum fyrsta leik með Southampton 17 ára gamall. Mynd EPA Marcus Rashford Hefur byrjað feril sinn vel hjá Manchester United. En það er ekki ávísun á farsælan feril. Alvaro Recoba Stal senunni frá Ronaldo í fyrsta leik með Inter. Mynd EPA Jimmi Greaves og Bobby Charlton Byrjuðu báðir glæsilega ferla sína með mörk- um. Mynd JAC. dE niJS Robbie Fowler Byrjaði feril sinn hjá Liverpool á að raða inn mörkum. Hélt því síðan bara áfram í nokkur ár. Mynd EPA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.