Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Síða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Síða 61
Páskablað 22.–29. mars 2016 Sport 53 FARÐU Í BOLTANN MEÐ FREYJU TAKTU ÞÁTT Í EM-DRAUMALEIK FREYJU TIL AÐ EIGA MÖGULEIKA Á AÐ VINNA FERÐ FYRIR TV0 Á EM Í FRAKKLANDI OG FLEIRI GLÆSILEGA VINNINGA! freyja.is/EM2016 Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Hringdu í síma 581 3730 Nánari upplýsingar á jsb.is E F LI R a lm an na te ng s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í sk h ön nu n Vetrarkortið Leggðu rækt við þig og lifðu góðu lífi! Velkomin í okkar hóp! Frábær byrjun ekki alltaf fararheill n Ungir leikmenn sem byrjuðu vel n Ekki allir sem sigra heiminn n Allra augu beinast að ungstirninu Marcus Rashford  Patrick Kluivert Hollendingurinn sterki var aðeins átján ára þegar hann skoraði sigurmark Ajax gegn AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 1995. Raunar þótti það skrýtin ákvörðun hjá Louis Van Gaal að láta ungstirnið byrja á bekknum í leiknum enda hafði hann skorað ríflega 20 mörk á tímabilinu. Hann skoraði í sínum fyrsta leik gegn erkifjendunum í Feyenoord í hollenska ofurbikarnum í upphafi leiktíðarinnar 1994/95 og framtíðin virtist björt. Eftir þessa frábæru byrjun á ferlinum átti Kluivert sín bestu ár hjá Barcelona þar sem hann lék í sex ár.  Federico Macheda Stuðningsmenn Manchester United fara sér að engu óðslega varðandi Rashford vegna þess að þeir muna eftir Kiko Macheda. Hann var óþekktur þegar Alex Ferguson henti honum í framlínuna í leik þar sem United var 2-1 undir gegn Aston Villa árið 2009. Cristiano Ronaldo jafnaði leikinn og hinn 17 ára gamli Macheda varð hetja á einni nóttu þegar hann skoraði glæsilegt sigurmark á 93. mínútu leiksins eftir að hafa snúið af sér Luke Young og afgreitt boltann snyrtilega í fjærhornið. „Hans helsta verkefni er nú að gæta þess að þetta mark skyggi ekki á restina af ferlinum,“ skrifaði blaðamaður The Guardian eftir leikinn. En það var nákvæmlega það sem gerðist. Macheda hefur flakkað milli sex félaga á sjö árum og aðeins skorað 26 mörk í 141 leik. Sannkallaður sólmyrkvi þar.  Gianluigi Buffon Það er augljóslega auðveldara að slá í gegn með því að skora í sínum fyrsta leik en það er sjaldnast hlutskipti markvarða. Gianluigi Buffon þurfti ekki að skora til að slá í gegn þegar hann hóf feril sinn 17 ára gamall með Parma þann 19. nóvember 1995 og verða síðar einn besti markvörður sögunnar. Hins 17 ára gamla Buffons beið ekki auðvelt verkefni. Leikurinn var gegn ógnarsterku liði Ítalíumeistara AC Milan með heimsklassaleikmenn á borð við Roberto Baggio og George Weah í framlínunni, auk Zvonimir Boban og Marco Simone í ofanálag. Og unglingurinn milli stanganna varði allt sem að marki kom frá þessum goðsögnum stórliðsins frá Milan. Buffon er í dag 38 ára og hefur leikið með Juventus síðastliðin 15 ár og unnið flest sem hægt er að vinna.  Wayne Rooney „Remember the name!“ hrópaði enski lýsandinn Clive Tyldesley þegar Wayne Rooney stimplaði sig, 16 ára gamall, inn í ensku úrvalsdeildina með undramarki gegn Englandsmeisturum Arsenal í október 2002. Arsenal-menn voru taplausir í 30 leikjum og í stöðunni 1-1 á lokamínútum leiksins benti fátt til að það myndi breytast. Þar til Rooney tók listilega vel á móti boltanum, sneri sér, stillti miðið og skoraði með hnit- miðuðu og föstu skoti af tæplega 27 metra færi, sláin inn. Stjarna var fædd. Rooney varð yngsti markaskorari í sögu ensku úrvals- deildarinnar og söguna síðan þekkja allir knattspyrnuáhuga- menn. Patrick Kluivert Sló ungur að árum í gegn hjá Ajax. Mynd EPA Federico Macheda Hetja á einu augabragði, en glæsileg byrjun hefur skyggt á ferilinn síðan. Mynd EPA Gianluigi Buffon Lokaði á Weah og Baggio aðeins 17 ára gamall. Mynd EPA Wayne Rooney Var sextán ára þegar hann sökkti Arsenal og varð stjarna á Englandi. Mynd EPA Kane í sögubækur Tottenham Framherjinn magnaði skorar að vild H arry Kane, framherji Totten­ ham Hotspur, skoraði tvö mörk í sigri liðsins á Bourne­ mouth á sunnudag og hef­ ur nú skorað 21 mark í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni. Nú þegar sjö leikir eru eftir hefur Kane skor­ að jafnmörg mörk og hann gerði í 34 deildarleikjum á síðasta tímabili, þar sem hann sló eftirminnilega í gegn og stimplaði sig rækilega inn sem einn besti framherji Englands. Með mörkunum tveimur á sunnudag varð Kane sömuleiðis fyrsti leikmaður Tottenham til að skora 20 mörk eða fleiri, tvö tímabil í röð, síðan Martin Chivers afrekaði það árið 1972. Kane skoraði 31 mark í öllum keppnum í fyrra en hefur skorað 24 á þessu tímabili. Munar þar mestu um að hann hefur haft hægar um sig í Evrópu og bikarkeppnum á þessu tímabili. En ljóst er að framherjinn frábæri stefnir hraðbyri að því að bæta markamet sitt í úrvalsdeildinni að þessu sinni og fer hann þar fyrir mögnuðu Tottenham­liði sem situr nú í öðru sæti deildarinnar og gerir atlögu að sínum fyrsta meistaratitli í efstu deild síðan 1961. n Magnaður Harry Kane er á góðri leið með að bæta persónulegt markamet sitt í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur sjö leiki til að bæta við mörkum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.