Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 2
2 Fréttir Helgarblað 21.–25. apríl 2016 Ekki fengið skattagögnin Skattrannsóknarstjóri bíður enn eftir viðbótum B ryndís Kristjánsdóttir skatt- rannsóknarstjóri segir óvíst hvort embætti hennar fái fleiri gögn um aflandsfé- lög Íslendinga til viðbótar við þær upplýsingar sem það keypti af er- lendum huldumanni í apríl í fyrra. DV fjallaði þann 5. apríl um til- raunir embættisins til að fá við- bótargögn úr stærsta gagnaleka sögunnar, Panama-skjölunum, og sagðist Bryndís þá ekki ætla að leita til huldumannsins, Alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna (ICIJ) eða Reykjavík Media. „Það er óbreytt og ekkert í hendi með það. Aftur á móti er ekki útséð með það en þetta er ekki komið og ég veit ekki hvernig þetta fer. Við erum enn að leita leiða til að fá þessi gögn á endanum og því ekki búin að gefa þetta upp á bátinn,“ segir Bryn- dís í samtali við DV. Skattrannsóknarstjóri vill ekki upplýsa hvaðan viðbótargögnin gætu komið. Panama-skjölin koma frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca. n haraldur@dv.is Skattrannsóknarstjóri Bryndís Kristjánsdóttir er ekki jafn vongóð og fyrir tveimur vikum um að emb- ætti hennar fái viðbótar- gögnin. Mynd Sigtryggur Ari Vill 52 milljónir í bætur Maður sem varð fyrir líkamsárás á skemmtistaðnum Spot í Kópa- vogi í maí 2014 krefst 51,6 millj- óna króna skaðabóta úr hendi árásarmanns síns. Ákæra hefur verið gefin út á hendur mann- inum en samkvæmt henni hlaut fórnarlambið alvarlega og lífs- hættulega höfuðáverka. Samkvæmt frétt RÚV er ákærða gefið að sök að hafa hrint þolandanum með þeim af- leiðingum að hann skall í gólf- ið. Hann hafi höfuðkúpubrotn- að, hlotið áverka og blæðingu á heila sem leiddi til heilaskaða, minnistaps, tapi á lyktar- og bragðskyni og varanlegrar heyrnarskerðingar. Mannverk búið að svara Verktakafyrirtækið Mannverk hef- ur svarað Minjastofnun Íslands en það hafði frest fram á síðastliðinn mánudag til að gefa skýringar á því af hverju Tryggvagata 12 var rifin. Húsið var rifið í leyfisleysi en það var friðað. Minjastofnun mun taka ákvörðun á morgun, föstudag, um það hvort stofnunin kæri Mann- verk til lögreglu. Forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu í síðustu viku að starfs- menn þess hefðu rifið húsið í góðri trú. Þeir hafi talið sig vera innan heimilda við framkvæmdina og að niðurrifið hafi verið nauðsynlegt við endurbyggingu Exeter-hússins svokallaða. Borgaryfirvöld hafa kært niðurrifið til lögreglu. Áritun Kanye West 500.000 króna virði n Bergur á líklega verðmætasta skópar landsins n Fékk áritun stjörnunnar S autján ára menntaskólanemi datt í lukkupottinn þegar stór- stjarnan Kanye West árit- aði skóparið hans um síðustu helgi. Áritunin þýðir að skópar- ið gæti selst á rúmlega 5.000 dollara, sem gera um 600 þúsund íslenskar krónur. Eðli málsins samkvæmt er skóparið geymt í læstum peningaskáp hjá ættingja á meðan hinn útsjónar- sami eigandi íhugar næstu skref. Beið í biðröð í tvo sólarhringa „Ég reikna með að selja þá fljótlega,“ segir Bergur Blær Kristjánsson, sem um síðastliðna helgi eignaðist að öll- um líkindum verðmætasta skóp- ar landsins. Forsaga málsins er sú að tæplega tveimur mánuðum áður hafði Bergur Blær, ásamt nokkrum félögum sínum, beðið í biðröð í tvo sólarhringa fyrir framan verslunina Húrra til þess að kaupa par af svokölluðum Yeezy- skóm. Þeir eru hannaðir af stórstjörn- unni og Íslandsvininum Kanye West. Verðið á skónum, sem eru af gerðinni Yeezy Boost 350 Pirate Black, var um 35 þúsund krónur hérlendis. Þar sem skórnir voru aðeins seldir í takmörkuðu upp- lagi í sérvöldum verslunum um allan heim máttu þeir, sem lögðu það á sig að bíða, búast við því að geta selt skóna fyrir umtalsvert hærri fjárhæð. Markaðsvirðið, án áritunar, er yfir 100 þúsund krónur sé miðað við sölusíð- ur á borð við eBay, og því ætluðu fæst- ir sem náðu sér í eintak að ganga í tískuskón- um. „there you have it“ Þegar Bergur Blær frétti af veru Kanye West á Íslandi þá fékk hann snjalla hugmynd. „Mamma átti erindi niður í bæ og bauð mér að koma með. Ég þáði það og greip skóparið mitt með. Við fengum okkur síðan að borða á veitingastað fyrir framan 101 hótel, þar sem Kanye og frú dvöldu,“ seg- ir Bergur Blær hress í samtali við DV. Hann var við öllu búinn, með penna í vasanum, og fylgdist með hótelinu. „Allt í einu sé ég að eitthvað er að gerast fyrir utan hótelið og þýt út,“ segir hann og lýsir atburðarásinni fyrir blaðamanni. Kanye West strunsaði framhjá eldheitum aðdáendum sínum en rak síðan augun í skóna hjá Bergi Blæ. Hann greip í pennann hans og áritaði skóna í hvelli. „Svo segir hann: „There you have it“,“ segir Bergur Blær, sem eðli- lega var afar ánægður með at- burðarásina. „Ég náði þessu á myndband til sönnunar, það var mikilvægt atriði,“ segir hann. Áritun Kanye West þýðir að verðmæti skóparsins hefur rok- ið upp og ekki ólíklegt að Bergur Blær geti selt það á ríflega 5.000 dollara, það er um 600 þúsund krónur. Eitt slíkt par er til sölu á Ebay og eru allnokkrir áhugasamir kaupendur sem fylgj- ast grannt með sölu- ferlinu. Pílagrímsferð til Las Vegas Félagar Bergs Blæs eru að hans sögn grænir af öfund. Þeir eiga sambærilega skó en eitt penna- strik þýðir líklega að um hálfri milljón króna munar á verðmæti þeirra. DV freistaði þess að fá mynd af hinu forláta pari og hinum útsjónar- sama eiganda en það reyndist þraut- in þyngri. „Ég fór með þá beint í pen- ingaskáp hjá ættingja mínum sem er núna staddur erlendis. Þar eru þeir í öruggri geymslu,“ segir Bergur Blær og hlær. Fyrsta skrefið í söluferlinu var að senda tölvupóst á eftirlætis skóbúðina hans en sú heitir Urban Necessities og er í Las Vegas. „Búðin kaupir árit- aða skó og hefur þá til sýnis. Ég sendi þeim strax tölvupóst og ætla að kanna hvort að þeir hafi áhuga á að kaupa parið af mér. Þá gæti ég mögulega farið einhvern daginn til Las Vegas og skoðað skóna í framtíðinni,“ segir Bergur Blær. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Verðmætt Hér má sjá áritun Kanye West á Yeezy-skópari Bergs rétt áður en því var komið fyrir í traustum peningaskáp. yeezy Boost 350 Pirate Black Hér má sjá sambærilega skó og þá sem Bergur Blær fjárfesti í. Fjárfesting sem að öllum líkindum skilar sér margfalt tilbaka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.