Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 44
Helgarblað 21.–25. apríl 201636 Fólk
Þau Þjást af
sviðsskrekk
Það er ekki tekið út með sældinni að vilja vera í sviðsljósinu en hafa
ekki taugar í það. Þessi hafa öll þurft að sigrast á sviðsskrekk.
Lady Gaga
Það kann að virðast ótrú-
legt en söngkonan Lady
Gaga segist verða mjög
taugaóstyrk á sviði, bæði
þegar hún heldur tónleika
og á verðlaunahátíðum.
myndir epa
Beyoncé
Hún hefur fyrir
löngu sýnt og sann-
að að hún er í hópi
stærstu popp-
stjarna okkar tíma,
en á sínum tíma
bjó athafnakonan
Beyoncé sér til
hliðarsjálf – Sasha
Fierce. Hún brá sér
svo í gervi hennar
þegar athyglin eða
sviðsskrekkurinn
fór að angra hana.
Sasha varð til þegar
hún vann að þriðju
plötu sinni, sem
hét einmitt I am …
Sasha Fierce.
Adele Allt sem Adele gerir virðist verða að gulli og
hún þykir ein besta og efnilegasta söngkona okkar tíma.
Það er uppselt á alla tónleika hennar, en það stappar nærri
kraftaverki að samstarfsfólk hennar komi henni á svið fyrir
hverja tónleika. Hún segist gráta, kasta upp og grátbiðja þau
um að leyfa henni að sleppa tónleikunum. Þegar hún er svo
komin á sviðið leikur allt í höndunum á henni, en hún segist
dauðhrædd við aðdáendur sína á sama tíma og hún elski þá.
Amanda Seyfried Leikkonan Amanda
Seyfried segist þurfa að drekka í sig hugrekki fyrir
spjallþætti. Hún þarf reglulega að heimsækja hina ýmsu
sjónvarps- og spjallþætti og segir að það sé alltaf jafn
óþægilegt. Hún segir að nokkrir gráir hjálpi sér mikið en
viðurkennir að það sé ekki til eftirbreytni.
Andre 3000
Sem hluti af hipphopp-
tvíeykinu OutKast er
Andre 3000 sérstaklega
vanur að standa á sviði
og koma fram, en honum
fannst skyndileg frægð
OutKast óþægileg og dró
sig til hliðar vegna þess.
Sia Tónlistarkonan Sia felur andlit sitt á alla þá vegu
sem hún getur þegar hún kemur fram opinberlega. Hún segir
ástæðuna vera þá að hún vill vera tónlistarkona sem semur lög,
syngur og skemmtir en hún vill ekki vera þekkt. Hún segist vilja
eiga líf utan sviðsljóssins og er þetta tilraun til þess. Söngkonan
hefur þó ekki alltaf hulið andlit sitt og kom á árum áður fram
undir nafni og mynd. Hún segir að hún þjáist að auki af miklum
sviðsskrekk og að þessi feluleikur auðveldi henni að stíga á svið.
Hayden Panettiere Hún hefur verið í sviðsljósinu frá barnsaldri, en leik-
og söngkonan Hayden Panettiere segist aldrei venjast því. Hún leikur nú kántrísöngkonu í
sjónvarpsþáttunum Nashville og segist verða mjög óörugg þegar henni er ætlað að syngja
fyrir framan stóra hópa.
Barbra
Streisand
Árið 1967 hlekktist
Barbra Streisand á í
texta á tónleikum sem
haldnir voru í Central
Park í New York. Í kjöl-
farið kom hún ekki fram
opinberlega sem söng-
kona á sviði að neinu ráði
fyrr en 1994. Hún segist
hafa verið undir miklu
álagi á þessum tíma, en
ákvað að halda áfram
að leika.
Heilunarskóli &
ýmis námskeið
Sími
517
4290
Erum á
Facebook
Gleði - Friður - Hamingja
Nýjaland