Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 23
Helgarblað 21.–25. apríl 2016 Kynningarblað - Í góðum málum 3 Litagleði: Fagmennska í stórum og smáum verkum L itagleði er afar öflugt alhliða málningarþjónustufyrirtæki sem hefur starfað frá árinu 1996 og fagnar því tvítugs- afmæli á þessu ári. Að sögn eigandans, Kristjáns Aðalsteinsson- ar, eru verkefni þeirra allt frá bað- herbergjum í einkaíbúðum upp í utanhússverkefni á borð við versl- unarmiðstöðina Kringluna. Starfs- mannafjöldi fyrirtækisins er misstór eftir árstíðum en nú fer brátt í hönd annasamasti tíminn, sumarið. Litagleði hefur yfir að ráða þrem- ur körfubílum sem koma sér vel við mörg stærri verkefni þar sem vinna þarf í mikilli hæð. Sem dæmi er fyr- irtækið núna að vinna við hús að Klapparstíg 1, sem er 12 hæða. Hús- ið tilheyrir hinum svokallaða Völ- undarhússreit en Litagleði hef- ur unnið að málun þessara húsa undanfarin fjögur ár. Körfubílarnir eru í stanslausri notkun yfir sumar- tímann. Litagleði sinnir auk þess ýmsum smærri verkum, til dæmis málun einbýlishúsa og annars íbúðarhús- næðis. Eru gerð bindandi verðtilboð í verk eftir skoðun og uppmælingu. Um þessar mundir er nafn fyrir- tækisins Litagleði sérlega viðeigandi því mjög hefur borið á aukinni lita- gleði viðskiptavina. Er það sama saga og aðrir í bransanum hafa að segja, að fólk er að verða djarfara í litavali. Kristján bendir á að þetta gangi allt í hringi, litirnir séu í raun að koma aftur, og nefnir sem dæmi hús að Kleifarvegi sem Litagleði málaði, en húsið er afar fallega appelsínugult. Liturinn er hins vegar upprunalegur og Kristján uppgötvaði hann undir málningarlögum. Litagleði leggur þunga áherslu á ýtrustu fagmennsku við verk sín og býr að áratugareynslu en Krist- ján tók sveinspróf í málaraiðn árið 1988, fékk meistaraskírteini sitt árið 1991 og gekk sama ár í Málarameist- arafélagið. Hann stofnaði síðan Lita- gleði árið 1996 og fyrirtækið hefur vaxið og dafnað síðan. Kristján fékk löggildingu til að bera ábyrgð á verk- þáttum við byggingarframkvæmd- um, sbr. einnig ákvæði iðnaðarlaga nr. 42/1978, með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir samkvæmt lögum. Auk málningarvinnu býður Litagleði upp á háþrýstiþvott og sprungu- og steypuviðgerðir. Ítar- legar upplýsingar og gott safn af ljós- myndum af verkefnum fyrirtækisins er að finna á heimasíðunni, litagledi. is, og á Facebook-síðu fyrirtækisins. Litagleði er til húsa að Otra- teigi 30, 105 Reykjavík. Hægt er að senda fyrirspurnir á heimasíðunni, litagledi.is, en einnig er gott að hafa samband í síma 893 1955 eða senda tölvupóst á litagledi@litagledi.is n Unnið við skrif- stofur Alþingis. Mynd © KristjAn AdAlsteinsson Appelsínugula húsið komið aftur í upp- runalega litinn. sendiherrabústaður í london eftir vinnu litagleði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.