Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 6
Helgarblað 21.–25. apríl 20166 Fréttir Svifryksmælirinn rauk upp í rokinu n Mengunartoppur við Grensásveg n Mengunarkvótinn fyrir árið að klárast A far slæm loftgæði voru við Grensásveg í Reykjavík seinnipart síðastliðins sunnudags þegar mjög hár svifryksmengunar­ toppur birtist í loftgæðamæling­ um Umhverfisstofnunar. Ekki þurfti meira til en smá hvassviðri til að svifryksmengun fór upp úr öllu valdi. Sérfræðingur hjá Umhverfis­ stofnun segir Reykjavík koma illa undan vetri. Árskvótinn, sem svifryk má fara yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík, er að verða búinn nú þegar aprílmánuður er hálfnaður. Svifrykstoppur í rokinu „Þetta var heilmikill toppur þarna á Grensásvegi sem skýrist fyrst og fremst af því að það fór að hvessa eftir hádegi svo ryk og drulla fór að fjúka upp,“ segir Þorsteinn Jóns­ son, stjóri loftmengunarteymis Umhverfisstofnunar. Þegar verst var á sunnudag sýndi loftgæða­ mælir Umhverfisstofnunar við Grensásveg svifryksmengun upp á ríflega 683 µg/m3 um klukkan 17.00 – langt yfir öllum viðmiðum. Á tímabilinu frá klukkan 15–20 á sunnudag fór svifryksmengun tólf sinnum yfir 100 µg/m3, og voru loftgæði þá slæm. Líkt og Þorsteinn bendir á hafði hvesst verulega í Reykjavík á þessum tíma með þeim afleiðingum að ryk, sandur og óhreinindi af götum borgarinnar þyrluðust upp með tilheyrandi skaðlegum áhrifum á loftgæðin á völdum stöðum. Kemur illa undan vetri Til að átta sig á því hversu hár þessi toppur var má benda á að góð loft­ gæði miðast við það þegar styrkur svifryks, þar sem agnir eru undir 10 µm, mælist 0–50 µg/m3 á sólar­ hring. En við 50–100 µg/m3 eru loftgæði skilgreind sem sæmileg en geta valdið því að einstaklingar með astma finni fyrir einkennum. Slæm loftgæði eru ef gildin ná 100– 150 µg/m3 og er þá mælt með að einstaklingar með ofnæmi eða alvarlega hjarta­ eða lungnasjúk­ dóma forðist að vera úti og nálægt miklum umferðargötum. Þegar styrkurinn er orðinn meira en 150 µg/m3 geta einstaklingar sem ekki eiga við vandamál í öndunarfærum að stríða fundið fyrir óþægindum. „Þetta var kannski ekki snjó­ þungur vetur en það var viðvar­ andi snjór frá nóvember og fram að vori. Bílar á nagladekkjum, göngu­ stígar mikið sandaðir og þess háttar þannig að borgin kemur bara mjög illa undan vetri,“ segir Þorsteinn. „Það er ryk og sandur af götum, göngustígum og bílastæðum og svo gatnaslit sem er að fjúka upp.“ Árskvótinn að verða búinn Þorsteinn segir ekki algengt að svona gríðarháir toppar, eins og sást á sunnudag, mælist, en það sé þá sérstaklega á þessum árstíma. „Það sem heilbrigt fólk finnur fyrir eru fyrst og fremst óþægindi, maður finnur þetta í augunum og bryður nánast sandinn milli tannanna. Þessi mörk eru 50 µg/m3 fyrir sól­ arhringinn. Það eru engin mörk til fyrir klukkutímann en svona topp­ ar gera að verkum að sólarhringur­ inn fer yfir heilsuverndarmörk. Ég held að sólarhringurinn á sunnu­ dag hafi verið 80 µg/m3, en mörkin liggja við 50.“ Samkvæmt reglugerð mega sólarhringsmörkin í Reykja­ vík fara sjö sinnum yfir 50 µg/m3 á ári. Þorsteinn segir að það sem af er ári hafi þau farið að minnsta kosti 5 til 6 sinnum yfir mörkin. Endurskoða sparnaðaraðgerð Líkt og DV greindi frá á dögunum ákvað umhverfis­ og skipulags­ svið Reykjavíkur að hætta þvotti á húsagötum við vorhreinsun sína í ár í sparnaðarskyni. Svo virðist sem það kunni að breytast. Sparnaður­ inn hefði falið í sér að göturnar yrðu aðeins sópaðar einu sinni en ekki þvegnar með vatni og sópaðar aft­ ur. Átti þetta að spara 3,5 milljónir króna. Vatnsþvotturinn sem til stóð að skera niður tekur ryk og sand úr götukantinum sem sópurinn nær ekki til og síðan er drullunni sópað upp í annarri umferð. Reyndur verktaki, sem sinnt hefur þessum verkefnum undanfarin ár, sagði í samtali við DV að borgar búar yrðu varir við aukinn óþrifnað og spáði því að loftgæði gætu versnað. Ákvörðunin var gagnrýnd harðlega og lét Dagur B. Eggerts­ son borgarstjóri hafa það eftir sér í fréttum RÚV fyrir helgi að ekki yrði dregið úr þrifum á götum ef talið væri að það myndi stuðla að auknu svifryki. Málið hafi verið rætt í borgar ráði í síðustu viku, Dagur hafi rætt við umhverfis­ og skipulagssvið þar sem samstaða hafi verið um að draga ekki úr þvotti á kostnað loftgæða. n „Það er ryk og sandur af götum, göngustígum og bíla- stæðum og svo gatnaslit sem er að fjúka upp. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Slæm loftgæði Hinn gríðarhái mengunar- toppur sem mældist við Grensásveg á sunnudag sendi sólarhringsgildin yfir heilsuverndarmörk. Nú er mengunarkvótinn fyrir árið að klárast. 09.00 12.00 15.00 18.00 21.00 683 µg/m3 0 Svifryk í Reykjavík Hér má sjá hvernig svifryksmengunarmælirinn við Grensásveg rauk upp seinnipartinn síðastliðinn sunnudag. Hæsta gildið nær 683 µg/m3. Mynd REyKJaviK.iS Svifryk í Reykjavík í apríl er beikonbátur bátur mánaðarins Hafnargötu 62, keflavík / pöntunarsími 421 4457 Með beikoni, skinku, osti, káli, tómötum, gúrkum, papriku, Olsen sósu og kryddi. Gos fylgir 6” bátur - 795 kr. 12” bátur - 1.295 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.