Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 14
14 Fréttir Erlent Helgarblað 21.–25. apríl 2016 Afmælinu fagnað í nokkra mánuði n Elísabet Englandsdrottning verður níræð n Var 25 ára þegar hún tók við völdum E lísabet II Englandsdrottning fagnaði 90 ára afmæli sínu á fimmtudag, en hátíða- höld um allt Bretland munu fara fram á næstu tveimur mánuðum. Árið í ár og árið 2015 reyndust ár stórra tímamóta en El- ísabet fagnaði í september í fyrra þeim áfanga að vera sá þjóðhöfð- ingi sem hefur lengst setið að völd- um. Hún var 25 ára gömul þegar hún tók við völdum. Þó að margir gagnrýnendur líti embætti hennar gagnrýnum aug- um, kvarti undan fjáraustri og segi konungsembættið úrelt fyrirbæri hefur drottningin alla jafna not- ið mikilla persónulegra vinsælda og ekki kemur að sök að ný kyn- slóð virðist hafa náð góðum tök- um á sviðsljósinu. Þau Vilhjálmur prins og Katrín hertogaynja njóta mikilla vinsælda og börn þeirra tvö eru boðberar nýrrar kynslóðar. Karl Bretaprins, faðir Vilhjálms, er næstur í röðinni að krúnunni, en hann kemst á íslenskan eftirlauna- aldur í ár og verður 67 ára – tals- vert eldri en Elísabet var þegar hún varð drottning. Meðfylgjandi eru myndir af El- ísabetu og hennar fólki við leik og störf. n  Mæðgur Hér eru þær mæðgurnar og nöfnurnar, Elísabet drottningarmóðir og Elísabet, þá prinsessa, árið 1937, árið sem Albert faðir hennar var krýndur og tók nafnið Georg konungur. Þær mæðgur sitja fyrir á myndinni stuttu eftir krýningarathöfnina. Mynd EPA  Nýgift Þau Elísabet og Filippus gengu í hjónaband árið 1947. Mynd EPA  Frumburðurinn Hér má sjá þau mæðginin, Elísabetu drottningu og Karl Bretaprins, frumburð hennar. Þau Elísabet og Filippus eiga fjögur börn: Karl, Önnu, Andrew og Játvarð. Mynd EPA  Drottning Elísabet tók við völdum sem drottning árið 1952, 25 ára gömul og var krýnd árið eftir, 1953. Myndin er tekin árið 1954. Mynd EPA  Dauði Díönu Eftir sviplegan dauða Díönu prinsessu, fyrrverandi tengdadóttur Elísabetar, árið 1998 einangraði drottningin sig í nokkra daga. Hún þótti ekki sýna Díönu tilhlýðilega virðingu á þessari sorgarstundu. Hún flutti því sjónvarpsávarp þar sem hún sagði að ljóst væri að dauði Díönu væri þjóðinni mikið áfall og minnti á skyldur sínar sem amma drengjanna, Vilhjálms og Harry. Mynd EPA  Með stórfjölskyldunni Hér má sjá Elísabetu í faðmi barna, tengdabarna og barnabarna sinna árið 2007. Þá var haldið upp á afmæli hennar með hátíðahöldum, en hefð er fyrir því að halda upp á formlegt afmæli drottninga og konunga þann 16. júní ár hvert í Bretlandi. Raunverulegur afmælisdagur hennar er þó 21. apríl. Mynd EPA  Skyldurækin Það verður ekki af Elísabetu tekið að hún þykir skyldurækin með eindæmum og hefur lagt mikla áherslu á það við afkomendur sína að þeir sinni skyldum sínum, séu sýnilegir og virðulegir. Mynd EPA  Farsæll þjóðhöfðingi Elísabet II er farsæll þjóðhöfðingi sem hefur vissulega upplifað erfiða tíma. Ekki er líklegt að hún noti þetta tækifæri til þess að hleypa syni sínum, Karli Bretaprins, að í konungssætið er ekki líklegt, en hún hefur nú þegar náð þeim tímamótum að vera sá þjóðhöfðingi Breta sem lengst hefur setið að völdum. Mynd EPA  Kímin Elísabet hefur alla tíð verið vönd að virðingu sinni og sést sjaldan opinbera tilfinningar sínar. Hún þykir koma fram af yfirvegun og er stundum sökuð um kaldlyndi. Hún þykir þó búa yfir mikilli og hárbeittri kímnigáfu. Mynd EPA  Frímerkið Hér má sjá Karl Breta- prins, Elísabetu, Georg, barnabarnabarn hennar, og Vilhjálm prins. Myndin er tekin í tilefni af 90 ára afmæli hennar og verður notuð á frímerki hjá bresku póstþjónustunni. Mynd EPA  Nýfædd Hér má sjá stolta foreldra, þau Albert, hertogann af York og lafði Elísabetu, með frumburðinn sinn, Elísabetu árið 1926. Mynd EPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.