Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 36
Helgarblað 21.–25. apríl 201628 Menning L eikfélag Sólheima frum- sýndi í gær, sumardaginn fyrsta, leikritið Galdra- karlinn í Oz í íþróttaleik- húsinu á Sólheimum. Með leikstjórn verksins fer Guð- mundur Lúðvík Þorvaldsson. Sagan af Galdrakarlinum í Oz, eftir L. Frank Baum, kom fyrst út árið 1900. Sagan segir frá ævintýrum litlu stelpunn- ar Dóróteu, sem lendir í því að fellibylur feykir húsi henn- ar til framandi töfralands. Dórótea þarf að leita hjálp- ar hjá galdrakarlinum í Oz til að komast heim, en á leiðinni hittir hún ljón, fuglahræðu og skógarhöggsmann úr tini og saman lenda þau í miklum ævintýrum. Söngleikur byggður á sögunni kom út árið 1902 og 1939 var gerð kvikmynd byggð á sögunni. Judy Gar- land fór með aðalhlutverkið og sló myndin í gegn um allan heim. Verk- ið hefur oft verið sett upp á Íslandi í mismunandi leikgerðum á undan- förnum áratugum, en á Sólheimum verður stuðst við leikgerð Ármanns Guðmundssonar, sem gerði hana fyr- ir Leikhópinn Lottu árið 2008. Leikfélag Sólheima hefur ver- ið starfandi frá árinu 1931 og er því 85 ára í ár. Leikfélagið sem er skip- að íbúum Sólheima og nágrenn- is, ungum sem öldnum, fötluð- um og ófötluðum, hefur í gegnum tíðina tekist á við fjölbreytt verk- efni eftir innlenda og erlenda höf- unda, klassísk og verkefni sérstak- lega samin fyrir leikfélagið. Fjórar sýningar verða haldnar um helgina og þá næstu, en miða er hægt að tryggja sér í síma 847-5323. n Leikfélag Sólheima frumsýndi Galdrakarlinn í Oz Galdrakarlinn í Sólheimum Gagnrýnin á tímum internetsins n Auður Aðalsteinsdóttir ritstýrir vefritinu Hugrás n Skrifaði doktorsritgerð um bókmenntagagnrýni n Ritdómar gegna mikilvægu hlutverki í menningarpólitík Þ að er oft talað um að fólk vilji bara lesa stuttar greinar á netinu, svo það hefur komið mér á óvart að það eru lengri greinarnar sem fá mesta athygli og viðbrögð,“ segir Auður Að- alsteinsdóttir, bókmenntafræðingur og ritstjóri Hugrásar, vefrits hugvís- indasviðs Háskóla Íslands. Vefsíðan hefur verið efld til muna að undanförnu og birtist þar reglu- lega menningarumfjöllun, gagnrýni og pistlar innan úr háskólasamfé- laginu þar sem hugvísindum er beitt á málefni líðandi stundar – hvort sem það eru flóttamenn, stjórnmál eða Justin Bieber. Auður hefur fengist við og velt menningarfjölmiðlun fyrir sér um nokkurt skeið, hún hefur stýrt út- varpsþáttum um bókmenntir, starf- rækti menningartímaritið Spássíuna í fjögur ár og vann doktorsverkefni um bókmenntagagnrýni á íslensk- um almannavettvangi. Blaðamaður DV hitti Auði í kaffi- krók Bóksölu stúdenta og ræddi um sögu íslenskrar bókmenntagagnrýni, áhrif internetsins á menningarum- fjöllun og vefritið Hugrás. Frá Fjölni til fríblaðanna „Í doktorsverkefninu mínu lagði ég upp með að kanna íslenska rit- dóma, vald ritdómarans og þá valda- togstreitu sem hefur farið þar fram. Ég kannaði frekar vítt svið, alveg frá upphafi fjölmiðlunar og fram til okk- ar daga,“ segir Auður. „Vald ritdómarans er mjög sér- stakt. Í raun er það mjög ótryggt, en fólki finnst það engu að síður mjög ógnandi. Það er erfitt að skilgreina hvaðan ritdómarinn hefur þetta vald, hann starfar á mörkum ólíkra sviða og fær valdið úr ólíkum áttum. Kannski þess vegna verður hann oft svolítið ógnvekjandi fígúra í hugum fólks. Það reynir svo að draga úr því með því að gera hann hlægilegan eða gróteskan. Það er alltaf verið að ögra þessu valdi og draga það í efa.“ Hvenær byrja ritdómar fyrst að birtast á íslenskum almannavett- vangi? „Á fyrri hluta nítjándu ald- ar fara bókalistar að birtast í Skírni og þá fylgja stundum umsagnir um bækurnar. Þorgeir Guðmundsson guðfræðingur var til dæmis mjög áhugasamur, hafði greinilega fylgst með bókmenntaumræðunni í Dan- mörku og byrjaði smám saman að koma með vísi að ritdómum. En það er ekki fyrr en 1837 sem birtist löng ritgerð þar sem eitt verk er tekið fyr- ir og dæmt út frá fagurfræðilegum forsendum, þegar Jónas Hallgríms- son skrifar það sem hefur verið kall- að fyrsti ritdómurinn,“ segir Auð- ur og vísar þá til skrifa Jónasar um Tristransrímur Sigurðar Breiðfjörð í Fjölni. Hvernig hafa íslenskir ritdómar þróast síðan þá? „Undir lok 19. aldarinnar og í kringum aldamótin varð mik- il gróska í blaðaútgáfu. Ritdómar urðu fljótt mjög stór hluti af þessu nýja landslagi og mikilvæg texta- tegund. Þeir urðu stór hluti af menn- ingarumræðunni og það myndaðist sterk hefð. Alveg frá upphafi hafa þeir gegnt mikilvægu hlutverki í menn- ingarpólitík. Þeir gegndu til dæm- is hlutverki í sjálfstæðisbaráttunni, þá var þeim ætlað að efla íslenskar bókmenntir í þágu þjóðarinnar. Síð- an fóru þeir að gegna miklu hlut- verki í flokkapólitík, en líka í fagur- fræðilegri togstreitu milli manna – til dæmis togstreitu milli raunsæis og rómantíkur. En ég held að það sé ein ástæða þess að þeir virðast ekki jafn mikilvægir í dag, þetta pólitíska eða hugmyndafræðilega vægi þeirra er ekki jafn mikið.“ Markaðslega hlutverkið ekki nóg „Í prentmiðlunum fór þetta að breyt- ast eftir að flokksblöðin koðnuðu nið- ur og fríblöðin komu fram. Forsend- ur ritdómanna urðu markaðslegri. Auðvitað hafa ritdómar alltaf líka haft markaðslegt vægi. Það var jafn- vel upphaflega hugmyndin þegar þeir komu fram. Bækur voru að verða að- gengileg markaðsvara og ritdómun- um var ætlað að hjálpa fólki að velja hvaða bækur það ætti að lesa og hverj- ar ekki. Ritdómar eru alltaf í og með slík þjónusta. Við megum ekki van- meta það, eða láta eins og það skipti ekki máli,“ segir Auður. „En það er eiginlega ekki nóg til að halda mikilvægi þeirra – þeir þurfa þessa hugmyndafræðilegu vídd líka. Ef hlutverk þeirra er bara markaðslegt þá getur skort viljann til að gagnrýna harkalega. Pólitíkin gefur mjög mikla orku, og það hefur oft verið mjög mikil orka í ritdómum, í umræðunni um rit- dóma, í svörum við þeim og svo fram- Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Ég held að það sé ein ástæða þess að ritdómar virðast ekki jafn mikilvægir í dag, þetta pólitíska eða hug- myndafræðilega vægi þeirra er ekki jafn mikið. Ritdómar hafa ekki blómstrað á netinu Auður Aðalsteinsdóttir, ritstjóri Hugrásar, hefur velt fyrir sér sögu íslenskrar bókmenntagagnrýni og menningarumfjöllunar. Mynd SiGtRyGGuR ARi Hreinsun á jakkafötum 3.160 kr. Hringbraut 119 - s: 562 7740 - Erum á Facebook Opið Virka daga 08:30-18:00 laugardaga 11:00-13:00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.