Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 38
30 Menning Helgarblað 21.–25. apríl 2016 S ögusvið Auglýsingar ársins er gömul auglýsingastofa. Blómatími hennar er löngu liðinn, viðskiptavinir horfn­ ir og eigandinn (Theodór Júlíus son) kominn langt yfir hinn banvæna sextugsaldur í bransan­ um. Hann þráir ekkert heitar en að framleiða á ný „auglýsingu ársins“ en er fastur í gömlum veruleika og treystir á vonlaust starfsfólk. Það er ekki að sjá að hann leggi sig fram á nokkurn hátt nema þá helst með því að klæðast skyrtu í sama laxableika lit og legubekkurinn á stofunni. Þar er vitan lega allt hannað í hólf og gólf með það að markmiði að selja við­ skiptavinum þá hugmynd að þar starfi einungis guðdómlegar verur og að auglýsingastofan sé margfalt merkilegra fyrirtæki en það sem komið er til að kaupa þjónustuna þess. Þá birtist óvæntur viðskiptavinur (Hjörtur Jóhann) sem óskar eftir „auglýsingu ársins“ fyrir hönd um­ bjóðanda síns. Verkefnið minnir ef til vill svolítið á ímyndarauglýsingar bankanna fyrir hrun, engin tak­ mörk eru sett á mögulegan kostnað og varan aukaatriði sem ekki tekur að minnast á. Starfsfólk auglýsinga­ stofunnar tekst á flug með allri þeirri frekju, dyntum og yfirgangi sem nauðsynlegur er til þess að eigna sér stærstan hlut í dýrð verðandi sköp­ unarverks. Hópurinn samanstendur af gamalli leikkonu, (Ólafíu Hrönn) sem álítur sig hæfa í öll lykilhlutverk, listrænum hugmyndasmið (Kristínu Þóru) sem telur hæfileikum sínum sóað í auglýsingabransanum, með­ virkum og gagnrýnislausum leik­ stjóra (Birni Thors) með afar tak­ markaða stjórnunarhæfileika og dóttur eigandans (Elmu Stefaníu) sem enginn ber virðingu fyrir enda fædd með graut í stað kynfæra. Virðist ekkert heilagt Tyrfingur Tyrfingsson beitir súr­ realískri hnyttni af miklu listfengi og tekst síendurtekið að vekja upp óbeislaðan hlátur hjá áhorfendum sem skella upp úr áður en pólitískri og siðfræðilegri ritskoðun er við komið. Þannig tekst honum einstak­ lega vel að láta áhorfendur upplifa grimmd og frekju mannskepnunn­ ar sem ekki er síður að finna inn­ an skapandi greina en hvar annars staðar. Hann gagnrýnir hégómleika listamanna, græðgi einstaklinga, æskudýrkun auglýsingabransans, söluvæðingu náttúruperla og hjarð­ hegðun þjóðarinnar svo fátt eitt sé nefnt og virðist ekkert heilagt. En verkið er of langt og höfundur fellur í þá gryfju að treysta ekki áhorfendum til að draga sínar eigin ályktanir. Fátt kemur á óvart eftir hlé og biðin eftir leikslokum verður allt of löng. Leikararnir sýndu allir góð tilþrif, eftirminnilegust var þó túlkun Björns Thors með allar sínar fjarstæðu­ kenndu frásagnir og slagsmál Hjartar Jóhanns við sjálfan sig, furðulegt sjónarspil og vel útfært. Vinna hefði mátt betur með tengsl Ólafíu Hrannar og Kristínar Þóru við Elmu Stefaníu en þær Ólafía og Kristín fóru létt með að skapa verulega óþægilegar stundir fyrir áhorfendur með sínu óhugnan­ lega sambandi. Theódór Júlíusson var ágætur í hlutverki sínu sem eig­ andi auglýsingastofunnar en lék sig nánast of gamlan. Það vantaði þessa tilhneigingu manna í hans stöðu að þykjast alltaf vera mun yngri en þeir raunverulega eru. Elma Stefanía fór með lykilhlutverk sýningarinnar, dóttur eiganda auglýsingastofunnar sem allir horfa fram hjá. Hún skilaði hlutverki sínu vel og óx öryggið eftir því sem leið á sýninguna. Loftfimleikar og agnúar Ást íslenskra leikstjóra á loftfimleik­ um hefur verið áberandi að undan­ förnu en er nú orðin svolítið þreyt­ andi. Í þetta sinn var ef til vill verið að hæðast að þessari tískubylgju en það mistókst eiginlega. Ég hef efasemdir um að leikhúsupplifun þeirra áhorf­ enda sem lentu undir loka atriði sýn­ ingarinnar hafi verið þægileg eða bætt einhverju við sem ekki mátti sleppa og endurtekning á daðri við fall leikara úr turni á sviðinu gerði lítið fyrir sýninguna. Nær hefði ver­ ið að matreiða betur öll þau gullkorn sem Tyrfingur fól í texta sínum og ég óttast að hafi ekki öll komist til skila. Leikstjórinn, Bergur Þór Ingólfs­ son, hefði gert sýningunni gagn með því að stytta verkið í samstarfi við höfund í stað þess að týna áttum eftir hlé. En þrátt fyrir agnúa er þetta eitt framsæknasta og áhugaverðasta samtímaverk sem fært hefur verið á fjalir leikhúsanna á líðandi vetri, sýning sem ástríðufullt leikhús­ áhugafólk og auðvitað allir úr aug­ lýsingabransanum ættu alls ekki að láta fram hjá sér fara. n Markaðssetning manngæskunnar – og vonskan sem knýr okkur áfram Bryndís Loftsdóttir ritstjorn@dv.is Leikhús Auglýsing ársins Höfundur: Tyrfingur Tyrfingsson Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson Leikarar: Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Theodór Júlíusson, Hjörtur Jóhann Jónsson og Björn Thors Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Sýnt í Borgarleikhúsinu „Tyrfingi tekst síendurtekið að vekja upp óbeislaðan hlátur hjá áhorfendum sem skella upp úr áður en pólitískri og siðfræðilegri ritskoðun er við komið. Inspired by Iceland Í verkinu Auglýsing ársins skoðar Tyrfingur Tyrfingsson söluvæðingu náttúruperla, æskudýrkun auglýsingabransans og hjarðhegðun þjóðarinnar svo fátt eitt sé nefnt. Mynd GRIMUR BJARnASOn Hégómi leikarans Ólafía Hrönn fer með hlutverk gamallar leikkonu sem álítur sig hæfa í öll lykilhlutverk. 1 JárnblóðLiza Marklund 2 VonarstjarnaNora Roberts 3 Kryddjurtarækt fyrir byrjendur Auður Rafnsdóttir 4 Hælið Sankta PsykoJohan Theorin 5 Saga tónlistarinnarÁrni Heimir Ingólfsson 6 VinkonurRagna Sigurðardóttir 7 Smámyndasmiður-inn Jessie Burton 8 Taktu til í lífi þínuMarie Kondo 9 Aðeins ein nóttSimona Ahrnstedt 10 MömmubitarAníta Briem/Sólveig Eiríks­ dóttir Metsölulisti Eymundsson 13.–19. apríl 2016 Liza Marklund 5 5 2 - 6 0 6 05 5 2 - 6 0 6 0 Ugly. is - smiðjUvegi 2 og l angarima 21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.