Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 34
26 Skrýtið Sakamál Helgarblað 21.–25. apríl 2016
Guðrúnartúni 4,
105 reykjavík
Sími: 533 3999
www.betraGrip.iS
Opið
virka
daga frá
kl. 8–17
gæða
dekk á
góðu
verði
eldbakaðar
eðal pizzur
sími 577 3333
www.castello.is
Dalvegi 2, 201 Kópavogi / Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði
Banvæn björgunartilraun
n John og Kevin töldu mann í lífshættu n Kostaði annan þeirra lífið
S
íðastliðinn föstudag gerðu
tveir slökkviliðsmenn í
bænum Morningside í
Maryland-ríki í Bandaríkj-
unum heiðarlega tilraun
til að koma bæjarbúa til hjálpar.
Þannig var mál með vexti að til-
kynning hafði borist frá manni
nokkrum sem ekki hafði náð sam-
bandi við bróður sinn. Hafði mað-
urinn miklar áhyggjur því bróðir
hans, sem þjáist af sykursýki, hafði
nokkrum dögum fyrr hnigið í yfirlið
vegna sjúkdómsins.
Bankbank
Slökkviliðsmennirnir, John Ulm-
schneider, 37 ára, og Kevin Swa-
in, 19 ára, bönkuðu upp á hjá þeim
sykursjúka. Þegar enginn kom
til dyra tóku þeir þá ákvörðun að
þvinga upp hurðina enda mögu-
lega mannslíf í húfi.
Vissu þeir John og Kevin ekki fyrr
en skotum rigndi yfir þá og fengu þeir
báðir í sig skot. John Ulmschneider
lést seinna af sárum sínum en Kevin
slapp með skrekkinn.
Skot í öxlina
Þeim sykursjúka tókst einnig að
skjóta áhyggjufullan bróður sinn
í öxlina, en hann var viðstaddur
þegar John og Kevin freistuðu þess
að komast inn í húsið. Bróðirinn er
þó ekki lífshættulega særður.
Lögreglan hefur komist að þeirri
niðurstöðu að um mikinn harm-
leik hafi verið að ræða fyrir alla sem
málið snertir.
Um sjálfsvörn að ræða
Að sögn yfirvalda hélt sá sykursjúki
að um innbrotsþjóf væri að ræða
og greip því til byssunnar. Hann var
handtekinn í kjölfarið en sleppt úr
haldi um sólarhring síðar, að lok-
inni yfirheyrslu. Þar sem um sjálfs-
vörn var að ræða verður hann ekki
ákærður. n
Á góðri stundu John Ulmschneider var þaulreyndur slökkviliðsmaður. Mynd af faceBook
„Vissu þeir John og
Kevin ekki fyrr en
skotum rigndi yfir þá.
félagarnir Kevin (t.v.) slapp betur en á horfðist en John lést af sárum sínum.