Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 8
8 Fréttir Helgarblað 21.–25. apríl 2016
Dýr metanstöð skilað
sjö milljónum í tekjur
Stjórnarformaður Norðurorku á Akureyri vongóður um að 360 milljóna króna verkefnið borgi sig á endanum
V
ið erum róleg yfir þessu
verkefni og erum sannfærð
um að það muni borga sig
þegar upp er staðið,“ seg
ir Geir Kristinn Aðalsteins
son, stjórnarformaður Norðurorku á
Akureyri, aðspurður hvort metansala
fyrirtækisins, sem nam rúmum fimm
milljónum króna í fyrra, sé von
brigði í ljósi þess að verkefnið hefur
nú þegar kostað rúmar 360 milljón
ir króna. Norðurorka, sem er nánast
alfarið í eigu Akureyrarkaupstaðar,
opnaði einu metanafgreiðslustöðina
utan höfuðborgarsvæðisins í ágúst
2014 og hafði um síðustu áramót selt
eldsneytið fyrir alls 6,8 milljónir.
„Sorphaugurinn á að endast okk
ur í einhver 30 ár og þó ekki væri
nema bara til að hindra að gasið
streymi upp í andrúmsloftið þá erum
við einnig sannfærð um að verkefnið
muni borga sig fjárhagslega,“ segir
Geir.
Haugarnir frusu
Metanið sem Norðurorka selur er
hauggas frá gömlum sorphaugum
í Glerárdal. Fyrirtækið er framleið
andi og heildsali eldsneytisins og
hefur Olís séð um smásölu þess í af
greiðslustöðinni á Akureyri. Olíufé
lagið skuld
batt sig til að
greiða fyrir
ákveðið magn
eldsneytisins
óháð raun
sölu. Eins og
DV greindi
frá í septem
ber síðast
liðnum þurfti
metansalan
þá að tífald
ast næstu sex
árin á eftir
svo áætlanir
Norðurorku stæðust.
„Fyrsta árið var þokkalega á áætl
un en áætlanir okkar eru svolítið
brattar og gera ráð fyrir talsverðri
aukningu milli ára. Það er ekkert
launungarmál að ef þessar lang
tímaáætlanir eiga að standa þá þurf
um við að fjölga stórnotendum því
þeir telja svo rosalega drjúgt á móti
einkabílnum. Við lentum hins vegar
í smá vandamálum um daginn þegar
það hreinlega fraus í haugunum og
salan stöðvaðist í um tvær vikur. Það
er nú búið að koma í veg fyrir það og
allt komið í gang aftur,“ segir Geir.
Keypti 11%
Norðurorka á og rekur sex metanbíla.
Samkvæmt svari fyrirtækisins við
fyrirspurn DV keypti það metan úr
afgreiðslustöðinni á Akureyri fyrir
585 þúsund krónur í fyrra eða sem
nemur 11% af heildarsölunni það ár.
Stjórnendur Norðurorku hafa átt í
viðræðum við bæjaryfirvöld á Akur
eyri um að sveitarfélagið kaupi eða
leigi metanstrætó. Það muni fjölga
stórnotendum metans en einn
slíkur strætó svarar til 60 fólksbíla
í ársrekstri. Framleiðsla Norður
orku á metani nægir fyrir 600
fólksbíla á ári til ársins 2030.
Geir Kristinn segir Norðurorku
vinna með sveitarfélaginu að
því „að koma allavega hluta
af strætisvagnaflotanum í
metan“.
„Síðan er þetta svo fljótt
að breytast. Rafmagnsbílarnir
eru nú mikið í umræðunni og
svo eru Danirnir komnir í vetn
ið alveg á fullu og manni finnst
fókusinn vera svolítið út um allt
í þessum vistvænu orkugjöfum.
Við erum fullviss um að þessi
fjárfesting muni reynast
góð til lengri tíma litið
og auðvitað einnig
í umhverfislegu
sjónarmiði því
gasið er nú ekki
að gufa upp í
andrúmsloftið
þarna upp frá,“
segir Geir. n
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
„Við erum fullviss
um að þessi fjár-
festing muni reynast góð
til lengri tíma litið.
Stjórnarfor-
maðurinn
Geir Kristinn
Aðalsteinsson
segir Norð-
urorku eiga í
viðræðum við
Akureyrar-
bæ um að
sveitarfé-
lagið kaupi
farartæki
sem geti síðan
verslað metan
fyrirtækisins úr
Glerárdal.
Metanstöðin Afgreiðslustöð Olís, þar
sem metanið sem Norðurorka framleiðir er
selt, var opnuð í ágúst 2014.
Sjálfstætt
starfandi
apótek
í Glæsibæ
Opnunartími: Virka daga frá kl. 8.30-18.00
Laugardaga frá kl. 10.00-14.00
Okkar markmið er að veita þér og þínum
framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf
Fylgist með okkur á Facebook.com/Lyfsalinn
Uppakomur • Leikir • Tilboð