Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 18
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 18 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Helgarblað 21.–25. apríl 2016 Það var ekki sami aminn í veðrinu Algengt að konur séu of feitar og ein vigti eins og tvær Fegin að Hildur er á lífi Gæti orðið slagur aldarinnar Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur segir veðrið hafa verið skárra í vetur. – DV Rósa Ingólfsdóttir gerði marga reiða með umdeildum pistli um holdafar. – DVHermína Gunnarsdóttir fylgist með dóttur sinni í Ekvador eftir jarðskjálfta. – DV E r Ólafur Ragnar náttúrulög­ mál? Margir virðast halda það og hreinlega gengu af göflun­ um þegar hann hætti við að hætta við og setjast í helgan stein. Sérlega gætti vanstillingar í netheimum. Það þurfti ekki að koma á óvart því þar ríkir jafnan heimsenda­ ástand við minnsta tilefni. Ólafur lítur á sig sem pabba þjóðar­ innar. Margir líta hann sem landsföð­ ur. En Ólafur er ekki alveg sáttur við þjóð sína. Finnst hún vera í nokkru rugli. Óttast að hún fari út af sporinu og geri einhverja vitleysu. Hann er svolítið eins og pabbinn sem er bú­ inn að leyfa krökkunum að halda partí en hann ætlar að vera á staðnum og passa upp á að ekkert verði brotið af fína leirtauinu. Ólafur er með mikið forskot á hina tólf frambjóðendurna sem enn standa uppréttir. Samkvæmt öllu á hann sig­ urinn vísan. Þó er það svo að úti við sjóndeildarhringinn er kappi sem er óskrifað blað. Hann gæti jafnvel lagt Ólaf ef aðstæður væru réttar. Þetta er Guðni Th. Jóhannesson sem margir orða sterklega við framboð til forseta. Guðni segir sjálfur í DV í dag að hann hafi ekki útilokað að bjóða sig fram. Það má líka lesa úr orðum hans að hann ætlaði fram, allt þar til Ólafur til­ kynnti um sinnaskipti sín. Fari Guðni fram þá verða Andri Snær og Halla Tómasdóttir bestu bandamenn Ólafs. Þau tvö munu án efa fá nokkurt fylgi en það fylgi hefði trauðla ratað til Ólafs Ragnars. Staðan er sumsé þessi; Guðni Th. er sennilega besta von þeirra sem vilja fella Ólaf. Til þess að það geti gerst þurfa hinir fram­ bjóðendurnir að draga sig í hlé. Það þarf að bjóða upp á tvo turna í kosn­ ingunum. Það er ekki líklegt að það gerist. Það gæti hins vegar orðið slag­ ur aldarinnar. Það þarf ótrúlega margt að gerast svo að Ólafur hrökklist frá Bessastöð­ um. Það er hins vegar ekki útilokað. Breiðfylkingin sem óttast breytingar á Íslandi stendur staðföst að baki gamla forsetanum. Hinir kjósa Andra Snæ, Guðna Th. (ef hann kemur fram) og Höllu og mögulega einhverja fleiri. Niðurstaðan: Ólafur Ragnar 53%, Guðni Th. 27%, Andri Snær 14% og Halla 6%. Ef þeir verða tveir í fram­ boði: Guðni Th. 52% ­ Ólafur Ragnar 48%. Ískalt mat. n Kjarni veruleikans Völva DV sér lengra en nef henn­ ar nær. Vefritið Kjarninn veitt­ ist harkalega að henni í síðustu viku og sakaði hana um að vera veruleikafirrta. Þetta er rétt hjá Kjarnanum. Völvur verða að geta aftengt sig veruleikanum þegar horft er inn í framtíðina. Völvan spáði því að Ólafur Ragn- ar myndi sitja áfram á Bessastöð­ um. Þvílík firra. Já, eða allt þar til fyrir örfáum dögum. Hún spáði því að eftir miklar beygjur myndi bóndinn á Bessastöðum sitja áfram. Kjarni málsins er að völvan sér í gegnum holt og hæðir – óháð bæði núi og veruleika. Ragnheiður á útleið? Sú saga gengur nú fjöllunum hærra að Ragnheiður Ríkharðsdótt- ir, þingflokksformaður Sjálfstæð­ isflokksins, hyggist ekki gefa kost á sér til endurkjörs þegar kosið verður næst til Alþingis (hvenær sem það nú verður). Ragn­ heiður var fyrst kjörin á þing árið 2007 og hefur því setið þrjú kjörtímabil á þingi. Tvö þeirra hafa þó, ef að líkum lætur, reynst styttri en venja er til og því væri ósanngjarnt að segja að hún væri orðin ein þeirra sem þaul­ setin er á Alþingi. Ragnheiður hef­ ur hins vegar, enn sem komið er, ekki staðfest þennan orðróm. Ledlýsing fyrir sundlaugar, íþróttahús, skóla og fleira Sveitarfélög athugið Led sparar 80-92% orku ledljós Sími: 565 8911 & 867 8911 ludviksson@ludviksson.com www.ledljos.com Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is Þetta er staðan Ólafur er nánast orðinn hluti af skjaldarmerkinu. Íslendingar tísta um forsetann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.